Búnaðarrit - 01.01.1950, Page 27
B Ú N A Ð A R R I T
23
eftir Jósef, sem hann nefndi „Uin heygæði“. Segir
hann þar frá því, að hann hafi síðastliðinn vetur
i'engið prófessor V. Stein í Khöfn lil þess að rann-
saka á sinn kostnað tvenns konar hey frá Hólum,
töðu og úthey. Kom í ijós, að íslenzka heyið jafnaðist
á við ágætis-hey erlendis. Um efnarannsókn á heyi
er Jósef brautryðjandi hér á landi, eins og um sáð-
sléttun. Af grein Erlends Pálmasonar í Tungunesi
í sama blaði 19. nóvember s. á. má sjá, að skrár
hafa verið haldnar á skólahúinu á Hólum um hey-
gjöf og lömbin vegin um fóðrunartímann til þess að
sjá, hvernig þeim færi að. Skýrslur þessar eru frá
vetrinum 1884/85, og eru þær, sem geta má nærri,
mjög fróðlegar. Voru þetta allt saman merkilegar
nýjungar hér á iandi. Mjólkurtöflur voru líka haldnar.
Bóndi á Bjarnastöðum og i Ásgeirsbrekku.
Eins og fyrr er getið hóf Jósef búskap vorið 1887
á eignarjörð sinni, Bjarnastöðum í Kolbeinsdal, og
hjó þar samlleytt fimm ár, en vorið 1892 fluttist
hann þaðan að Asgeirshrekku í Víðvíkursveit og bjó
þar til vorsins 1896. Reyndist hann bæði duglegur
og liygginn við búskapinn. Gjæddi hann á tá og fingri
á Bjarnastöðum. í fardögum 1889 var bústofn hans
193 sauðkindur, 6 nautgripir og 15 hross. Telur hann
nettóeign sina þá kr. 5135.00, þar af jörðin metin á
1700.00, en ári síðar (1890) er bústofninn 222 kind-
ur, 6 nautgripir og 13 hross. Gróða á árinu telur
liann kr. 1433.00. Haustið 1890 setur hann á vetur
um 270 fjár. Rek ég svo ekki þessa sögu lengur, en
þessar tölur sýna dugnað hans og forsjálni.
Kolbeinn Kristinsson, bóndi á Skriðulandi í Ivol-
J'einsdal, sonarsonur Sigurðar Gunnlaugssonar á
Skriðulandi, er var nágranni Jósefs árin, sem hann
l'jó á Bjarnastöðum, hefur góðfúslega látið mér í
L