Búnaðarrit - 01.01.1950, Page 72
68
BÚNAÐARRIT
ríkisins síðaslliðinn þriðjudag austur til athugunar
á, hvað hægt væri að gera lil að koma þessu í lag og.
halda þeim starfhæfum. Vænta má, er snjóa leysir úr
farvegunum, að vikurframburður til þeirra minnki,
svo við verði komið síun á vatninu, er rafmagns-
stöðvarnar nota.
Nefndin hefur við þessar athuganir komizt að þeirri
niðurstöðu:
1. Að ekki sé ástæða til að ætla, að jarðir þurfi að
fara algerlega í eyði, ef ástandið ekki versnar
frá því, sem nú er, þó má gera ráð fyrir, að tvær
jarðir, Rauðnefsstaðir. og Þorleifsstaðir á Rang-
árvöllum falli úr ábúð í vor, enda mun ábúandi
á annarri þessari jörð liafa ætlað sér að bregða
lnii í vor, og byggist hún væntanlega ekki á þessu
ári. Ábúandi Þorleifsstaða hefur sagt jörðinni
lausri eftir áfall þetta.
2. Til þess að aðrar þær jarðir, sem verst eru leikn-
ar, haldist í ábúð, þarf að fara fram endurræktun
á þeim og hefur nefndin lauslega áætlað, að sú
endurræklun nái til númlega 100 ha alls á svæð-
inu.
3. Hreinsun túna þarf að fara fram eins fljótt og
tækjum verður við komið, án þess umferð þeirra
valdi skennndum á landinu. Má reikna með, að
hreinsa þurfi tún á 98 jörðum, en af þeim eru 56
jarðir, þar sem slík hreinsun yrði að ná til mikils
meiri hluta hins ræktaða lands.
4. Nefndin er sammála um, að allt hið ræktaða land,
sem getur orðið hreinsað í vor, þurfi að fá meiri
áburð en bændur bafa gert ráð fyrir að nota, bæði
til að tryggja fljótari vöxt í byrjun gróandans og
til aukningar eftirtekjunni, þar sem vænta má að
útengi jarðanna verði ekki nytjuð nema að litlu
leyti.