Búnaðarrit - 01.01.1950, Side 178
174
B Ú N A Ð AIIIII T
hestakyn, heldur eingöngu létt, mest af Anglo-Ara-
biskum uppruna, 150 —160 cm að stærð. Auk þess hafa
verið ræktaðir minni hestar með þyngra byggingar-
lagi af rússneskum uppruna, 130—145 cm að stærð,
og þeir eru vinsælustu landbúnaðarhestarnir í Pól-
landi (uzuhl.hestakynið). Svo eru allmargir blending-
ar milli þessara tveggja kynja.
Eins og kunnugt er og áður er getið flutti U.N.R.R.A.
mikið af þungum og stórum hestum til Póllands á s.l.
ári frá Danmörku og fleiri löndum, af belgiskum,
þýzkum og dönskum uppruna. Þessir hestar líka eltki
vel i Póllandi, þykja óhraustir, fóðurl'rekir og of þung-
ir i vöfum, en jarðvegur í Póllandi er yfirleitt
leirborin sandjörð, svo að minni og ódýrari hestar
bæði í kaupum og í fóðri koma að sömu notum. Þetta
sýnir, að í fáum öðrum lönduin Evrópu eru betri skil-
yrði til að vinna markað fyrir íslenzk hross en í Pól-
Jandi.
Þá höfum við skýrt yður, herra atvinnumálaráð-
herra, frá því, sem við höfum í sumar unnið fyrir
það málefni, sem þér fóluð okkur að vinna að, og þeim
upplýsingum, sem við höfum aflað okkur vegna þess.
Við hörmum að hrossasalan mistókst á þessu sumri,
en orsök þess er að mestu leyti fóðurskortur Pólverja
nú, eins og áður er getið, eða nákvæmlega sama ástæð-
an og er nú hér á landi (1947) fyrir þörfinni að selja
Jirossin. Enn fremur er orsökin, ef til vill, að nokkru
Jeyti sú, að þar eð við héldum i leiðangur þennan í
algerðri óvissu um árangur, og mest í tilraunaskyni,
þá var undirbúningi málsins, sem von var, nokkuö
ábótavant, og nauðsynlegar ráðstafanir liér lieima ó-
undirbúnar.
Við væntum þess, að svo miklar lcröfur verði ekld
gerðar um árangur þessarar tilraunar og undirbún-
ingsstarfs, að málið verði Játið niður falla vegna von-
leysis um, að árangur geti náðst á næsta ári, heldur