Búnaðarrit

Árgangur

Búnaðarrit - 01.01.1988, Blaðsíða 15

Búnaðarrit - 01.01.1988, Blaðsíða 15
búfjárræktarstarfsemi voru skorin niður utan laun frjótækna. Þar vatnaði um 28 milljónir króna miðað við áætlun Búnaðarfélags íslands. Rann- sóknarstofnun landbúnaðarins fékk svipaða útreið í fjárlagafrumvarpi, allar fjárveitingar til tilraunastöðvanna utan einnar voru þurrkaðar út. Meðferðin á Búnaðarfélagi Islands, jarðræktar- og búfjárræktarlögum og Rala var þeim mun undarlegri þar sem aðrar landbúnaðarstofnanir svo sem skólarnir, Landgræðslan og Skógræktin fengu eftir atvikum viðunandi meðferð. Nefnd þingmannanna þriggja klofnaði og skilaði meirihlutinn, Páll Pétursson og Eiður Guðnason, áliti, sem vissulega bætti verulega úr þó að langt sé frá því að þær fjárveitingar, sem með því fengust, séu viðunandi, en um þær mun hafa verið samið við fjármálaráðherrann. f því samkomulagi náðust m.a. fram leiðréttingar á hlutum, sem fjár- málaráðherra virðist ekki hafa áður verið fáanlegur til að viðurkenna að þyrfti að greiða, svo sem bætur vegna riðuniðurskurðar og vöntun á framlögum samkvæmt jarðræktar- og búfjárræktarlögum. Aukafjár- veitingar fengust til þess að greiða þessa liði upp nú fyrir áramótin. Þá fengust verulegar leiðréttingar á jarðræktarlagaliðnum. Launaliður héraðsráðunauta virðist leiðréttur að fullu og nokkuð fékkst til greiðslu ferðakostnaðar. Par mun þó vanta um 4 inilljónir króna. Jarðræktarframlögin voru hækkuð um 41 milljón króna í 141 milljón og er gert ráð fyrir að fresta greiðslu á því sem á vantar, um 50 milljónum, til ársins 1989. Með tillögum meirihluta nefndarinnar fengust minnstar leið- réttingar á fjárveitingu til Búnaðarfélags íslands. Hún var aðeins hækkuð um 6 milljónir kr. og vantar þar um 11,5 milljónir króna auk þess sem ekkert fékkst til að bæta félaginu upp halla, sem hefur orðið á starfsemi þess hin síðari ár. Um síðustu áramót 1986/87 nam hann rúmlega 4 milljónum kr. í upphafi árs 1988 horfir félagið því fram á fjárvöntun, sem svarar til a.m.k. 18-20 milljónum króna eigi starfsemi að verða með svipuðu móti og að undanförnu. Stjórn Búnaðarfélags Islands og Búnað- arþing standa því frammi fyrir stórfelldum vanda, sem vandséð er hvernig verður leystur. Egill Jónsson, sem varð í minnihluta, vildi hækka fjárlagaliðina verulega umfram þetta. Þess er rétt að geta að stjórn Búnaðarfélags íslands og búnaðarmála- stjóri gengu á fund þingmannanefndarinnar 22. október og skýrðu fyrir henni vanda Búnaðarfélags íslands og fjárvöntun. Þá tók búnaðarmála- stjóri saman allýtarlegar greinargerðir um starfsemi Búnaðarfélags Islands, þróun starfa til aukinnar þjónustu við nýjar greinar svo og um fjárveitingar til jarðræktar- og búfjárræktarlaga og framkvæmd þeirra laga og mikilvægi fyrir landbúnaðinn. Þessar greinargerðir voru afhentar þing- mannanefndinni og sendar fjárveitinganefnd. Þá kom þingmannanefndin í 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184

x

Búnaðarrit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.