Tjaldbúðin - 01.01.1902, Blaðsíða 35

Tjaldbúðin - 01.01.1902, Blaðsíða 35
— 33 heiman frá íslandi. Forseti og varaforseti kirkju- fjelagsins hafa á heudi lramkvæmdir í því efni. Þannig náðu þeir fyrir hönd kirkjufjelagsins síra Oddi V. Gíslasyni vcstur um haf sumarið 1894 (»Þjóðólfur« 29. marz 1901). 10. kirkjuþingið var haldið á Mountain 1894. Þar mættu erindsrekar* frá 14 söfnuðum og 6 prestar. í sambandi við kirkjuþing þetta má minnast á málið um inngöngu kirkjufjelagsins í General Council. Eptir því, sem lengur hefur liðið, hafa augu nianna opnast betur og betur fyrir þeim sannleika, að »kirkjufjelaginu hefur gengið hörmulega illa«. Það hefur hrundið frá sjer »tveimur þriðju hlutum allra Vestur-íslend- inga«. Til þess að ráða bót á þessu, hefur þótt ráðlegt, að kirkjufjelagið gengi inn í General Council. Mál þetta var »tekið fyrir« á kirkju- þingi 1894. Síðan hefur það verið rætt á kirkju- þingum 189B—1900 án þess, að allir hafi getað orðið sammála um inngönguna. * Á kirkjuþingi þessu mætti Moritz læknir Halldórs- son (erindsreki fyrir Garðar-söfnuð) í fyrsta sinni. Hann hefur síðan setið á kirkjuþingunum 1896, 1897 og 1900.

x

Tjaldbúðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tjaldbúðin
https://timarit.is/publication/530

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.