Heilbrigðismál - 01.12.1991, Blaðsíða 5

Heilbrigðismál - 01.12.1991, Blaðsíða 5
HEILBRIGÐISMÁL / Ljósmync Afstaða fólks til krabbameins hefur breyst mikið Rætt við Ólaf Bjarnason prófessor Á þessu ári eru fjörutíu ár síðan Krabbameinsfélag íslands var stofn- að, 27. júní 1951. Upphaf þessara samtaka má þó rekja til ársins 1948 þegar Læknafélag Reykjavíkur beitti sér fyrir því að undirbúin yrði stofnun félags til að „styðja í hvívetna baráttuna gegn krabba- meini". í mars 1949 var Krabba- meinsfélag Reykjavíkur stofnað og síðan félög á öðrum stöðum. Dr. Ólafur Bjarnason prófessor var einn af stofnendum og í stjórn Krabbameinsfélags Reykjavíkur frá upphafi og til ársins 1973 er hann Ólafur Bjarnason er enn í hluta- starfi á Rannsóknastofu Háskól- ans í meinafræði. Hann situr hér við smásjá í kennslustofunni þar sem Krabbameinsfélag íslands var stofnað fyrir fjörutíu árum. var kosinn formaður Krabbameins- félags fslands, en formennsku þar gegndi hann í sex ár. Hann þekkir því vel sögu krabbameinssamtak- anna. Hvernig vildi það til að Ólafur tengdist stofnun þessara samtaka? „Mig minnir að það hafi verið á árshátíð Læknafélags Reykjavíkur árið 1948," segir Ólafur, „að Alfreð Gíslason læknir kom að máli við mig og spurði hvort ég vildi vera meðflutningsmaður að tillögu um að Læknafélagið beitti sér fyrir stofnun félags meðal almennings til baráttu gegn krabbameini. Eg féllst strax á það, enda hafði ég fengist við rannsóknir á vefja- sýnum vegna krabbameins og vissi um afleiðingar þessa sjúkdóms." Tillaga þessi var samþykkt (sjá rammagrein á næstu opnu) og þar með var lagður grunnur að þeirri baráttu sem enn er háð og af meira afli en nokkru sinni fyrr. Var þessi sjúkdómur ekki talinn illviðráðan- legur fyrir rúmum fjórum áratug- um? „Jú. Viðhorfið til krabbameins einkenndist af hræðslu og von- leysi. Almenningur taldi það jafn- gilda dauðadómi ef vitað var að einhver væri með þennan sjúk- dóm, og það mátti helst ekki tala um það. Gjarnan var fólki ekki sagt frá því ef það var með krabba- mein, til dæmis ef það var í innri líffærum. í sambandi við stofnun Krabba- meinsfélagsins kom strax fram vafi um nafnið. Sumum fannst fráleitt að kalla félagið krabbameinsfélag, vegna þessarar afstöðu almenn- ings. En hitt varð ofaná. Það, með- al annars, varð til að breyta afstöðu fólks með árunum og umræða um málið varð opnari." Gengu ekki ýmsir málsmetandi menn í þjóðfélaginu til liðs við fé- lagið? „Jú, frá upphafi átti Krabba- meinsfélagið marga velunnara og öfluga stuðningsmenn. Menn trúðu því að félagið hefði þarft verk að vinna á sviði bættrar heil- brigðisþjónustu og tóku því strax ákaflega vel. Hér er ekki ætlunin að telja upp nöfn einstakra forvíg- ismanna félagsins, en þó vil ég að- eins geta fyrsta formanns Krabba- meinsfélags Reykjavíkur og síðar Krabbameinsfélags íslands, próf- essors Níelsar Dungal. Hann var atorkumaður í starfi og hafði brennandi áhuga á að vinna þörf- um málum framgang. Níelsi var það ljóst að fræðsla um krabba- mein var vænlegust til að berja niður hindurvitni og hjátrú og mikilvægt væri að upplýsa hvað- eina er tengdist heilbrigðismálum og baráttu gegn sjúkdómum. Sjálf- ur var hann, í ræðu og riti, afkasta- mikill á því sviði og hvatti aðra til hins sama." HEILBRIGÐISMÁL 4/1991 5

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.