Heilbrigðismál - 01.12.1991, Blaðsíða 22
Astmi hjá bömum
Rétt greining er
forsenda réttrar meðferðar
Grein eftir Björn Árdal
Flest bendir til þess að um 5%
barna á skólaaldri hafi astma.
Hann veldur litlum óþægindum
hjá sumum en miklum hjá öðrum.
Astmi er algengasti langvarandi
sjúkdómur hjá börnum. Um þriðj-
ungur þeirra barna sem eru með
langvinna sjúkdóma eru með
astma, og eru þá einungis talin
með þau sem hafa slæman krón-
ískan astma. Astmi hefur skiljan-
lega mjög víðtæk áhrif á líf þessara
barna, meðal annars skólagöngu.
Þegar kannað hefur verið hvaða
sjúkdómar valdi fjarvistum frá
skóla kemur í ljós að astmi á sök á
þriðjungi þeirra.
Varðandi skólagöngu þessara
barna er ýmislegt sem vert er að
íhuga. Oft kemur barn með astma
þreytt í skólann af þvf að það hefur
haft einkenni nóttina áður og sofið
illa. Barnið þarf þá að njóta skiln-
ings kennara og annarra enda þótt
einkennin séu ef til vill alveg geng-
in yfir þegar í skólann er komið.
Kennarinn hefur jafnvel aldrei séð
barnið með astamkast og á því erf-
itt með að gera sér grein fyrir því
hve slæmt ástand barnsins getur
verið. Það er reyndar mjög algengt
að einkennin séu verst á nóttunni
og hefur þetta valdið astmasjúkl-
ingum vandræðum. Mörg börn
með astma hafa svokallaðan
áreynsluastma, sem vikið verður
að síðar. Leikfimikennarar þessara
barna verða að vita af því og átta
sig á áhrifum þess á barnið.
Krónískur astmi hjá barni hefur
mikil áhrif á alla fjölskyldu þess.
Foreldrar geta misst úr vinnu þeg-
ar barn er veikt og geta ekki stund-
að félagslíf að því marki sem þeir
annars myndu gera. Eins geta for-
eldrarnir átt svefnlausar nætur
þegar þeir þurfa að vaka með barn-
inu vegna veikinda þess. Önnur
börn í fjölskyldunni verða einnig
fyrir áhrifum, þau njóta til dæmis
ekki þeirrar athygli sem þau ella
nytu, og þannig má áfram telja.
Þar til í lok síðustu aldar var sú
skoðun útbreidd að astmi væri ein-
kenni um „taugaveiklun". Nú vita
menn betur. Þegar rætt er um or-
sakir astma ber fyrst að telja of-
næmi sem veldur einkennum hjá
stórum hluta astmasjúkra barna á
skólaaldri. Ofnæmi er ekki eins al-
geng orsök einkenna hjá ungbörn-
um með astma, en kemur þó oft
fyrir. Til greina getur komið of-
næmi fyrir fæðu en þó fyrst og
fremst fyrir ofnæmisvöldum sem
berast í loftinu. Hjá öllum börnum
með astma koma einkenni fram
þegar þau fá kvef eða aðrar loft-
vegasýkingar af völdum veira eða
sýkils (mycoplasma) sem er eins
konar millistig veira og baktería.
Bakteríusýkingar valda hins vegar
ekki astmaeinkennum hjá börnum.
Alls konar ósérhæfð áreiti geta
komið af stað astmaeinkennum,
svo sem kaldur og þurr vindur,
mikill loftraki og sterk lykt svo sem
lykt af málningu, ilmvatni eða rak-
spíra. Tóbaksreykur er mjög slæm-
ur fyrir astmasjúklinga.
Áreynsla getur komið af stað
astmaeinkennum hjá 80% þeirra
sem hafa astma og til eru þeir sem
eingöngu fá astmaeinkenni við
Hvað er astmi?
Astmi er sjúkdómseinkenni
sem lýsir sér sem andþyngsli,
einkum við útöndun. Vöðvalag
sem umlykur lungnapípurnar
dregst saman, slímhimna sem
hylur þær að innan þykknar,
verður sollin af bjúg, og óeðli-
lega mikið slím myndast innan í
gangi lungnapípanna. Allt
þrengir þetta loftganginn og
veldur einkennum sem eru mest
við útöndun þegar þrýstingur í
brjóstholinu eykst og þar með á
yfirborð lungnapípanna sem
þrengjast. Utöndun lengist,
hún er oft hvæsandi og það má
heyra pípandi hljóð. Einkenni
eru mjög breytileg, allt frá því
að vera mjög væg, ef til vill að-
eins smá hósti, að því að vera
svo slæm að sjúklingurinn hef-
ur veruleg andþyngsli. Til er að
algjör öndunarbilun verði og
þarf þá að hjálpa sjúklingn-
um að anda, t.d. með öndunar-
vél. Slíkt er þó sjaldgæft nú
orðið, ef rétt er að allri meðferð
staðið. B. Á.
Eðlileg lungnapípa
Loftið flæðir
eðlilega
Lungnapípa í astma
Loftgangur þrengist
Seigt,
þykkt
Slímhimna s|j-m
bólgnar
Vöðvar
dragast
saman
22 heilbrigðismAl 4/1991