Heilbrigðismál - 01.12.1991, Blaðsíða 17

Heilbrigðismál - 01.12.1991, Blaðsíða 17
yrði á atvinnumarkaði ef ráðum heilbrigðisstarfsfólks væri fylgt út í ystu æsar. Sumir fræðimenn hafa gengið svo langt að telja að kerfinu sé nauðsyn á að viðhalda ákveðnu heilsuleysi!7 Samkvæmt skilgreiningu Al- þjóða heilbrigðisstofnunarinnar frá árinu 1948 er heilbrigði ekki það eitt að vera laus við sjúkdóma og veiklun, heldur á hún einnig að fela í sér bestu mögulega líkam- lega, sálræna og félagslega líðan. Leggja verður áherslu á alla þessa þætti og samspil þeirra. Heilbrigði er ekki einungis viðfangsefni starfsfólks heilbrigðisþjónustu heldur sérhvers almenns borgara og kjörinna fulltrúa þeirra. Svipmynd frá kennslustund í líf- fræði í Ölduselsskóla í Reykjavík. Óráðlegt þykir að gera heilbrigð- isfræðslu að sérstakri kennslugrein í skólum, heldur beri að efla skiln- ing kennara á því að stuðla að heil- brigði nemenda. Heilbrigðis- fræðsla (eða efling heilbrigðisvit- undar) á að vera samofin annarri fræðslu. Markmið skólastarfs á að vera að efla skilning nemenda og efla heilbrigði þeirra í fyrrnefndri merkingu orðsins, en ekki þekk- ingaröflunin ein. Kennarar eru þeir aðilar sem, að foreldrum undanskildum, ættu að þekkja best til barna og þarfa þeirra. Þeir hafa einnig uppeldis- fræðilega menntun og tök á að fylgja fræðslu eftir í daglegu lífi nemenda. I stuttu máli ætti að leggja áherslu á eftirfarandi atriði: • Að fræðsla sé jákvæð (ekki hræðsluáróður). • Að fræðsla sé miðuð við þann hóp sem henni er ætlað að ná til. • Að fræðsla sé veitt á þeim tíma sem nemandi er móttækilegastur. • Að fræðsla sé veitt jafnt og þétt, en ekki með snöggu átaki ein- göngu. • Að nemandi taki virkan þátt í fræðslu. • Að hlutverk leiðbeinanda sé fyrst og fremst að benda á leiðir og styðja til sjálfsbjargar. Bent hefur verið á að heilbrigðis- fræðsla nái oft einkum til þeirra sem síst þurfi hennar með og auki þannig á þjóðfélagslegt óréttlæti. Úr annarri átt er spurt hvort rnenn hafi siðferðilegan rétt til að hafa áhrif á líf annarra. Heilbrigði þarf ekki endilega að vera æðsta mark- mið sérhvers einstaklings og stundum er hún látin víkja fyrir öðrum þörfum, sem menn meta meira. Enda þótt efling heilbrigðisvit- undar sé nauðsynleg skyldi enginn gera sér of háar hugmyndir um áhrif heilbrigðisfræðslu. Það að breyta um lífsstíl er flóknara en að skipta um föt. Tilvitnatiir: 1. Steingrímur Matthíasson: Listin að lengja lifið. Skírnir 1911, 85, 339-360. 2. Guðmundur Hannesson: Lyf og lækn- ingar. Skírnir, 1911, 87, 24-41. 3. Thomas McKeown: The Role of Medi- cine. Basil Blackwell, Oxford, 1979. 4. Anne Johanne Sögaard: Helseoplysning, indoktrinering eller bevisstgjöring. Tromsö, 1982. 5. Marc Lalonde: A new Perspective on the Health of Canadians. Ottawa, 1974. 6. Gro Harlem Brundtland. Helsenytt for alle. 1981, 4, 14-15. 7. Ivan Illich: Medical Nemesis. The Expropriation of Health. London, 1975. Mattlu'as Halldórsson læknir er sér- fræðingur i heimilislækningum og embættislækningum. Hann var heilsu- gæslulæknir á Hvammstanga 1980- 1988 og lauk meistaraprófi frá Lund- únaháskóla í skipulagningu ogfjármál- um heilbrigðispjónustunnar árið 1990. Matthías er nú settur aðstoðarland- læknir. HEILBRIGÐISMAL 4/1991 17

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.