Heilbrigðismál - 01.12.1991, Blaðsíða 29
ÞJÓÐMINJASAFNIÐ / H.A.G. Schieth (1862)
Gamalt
Hvernig á góður
læknir að vera?
Ég hugsa mér góðan
lækni sem andstæðu-
veru, „paradox". Hann á
að vera bjartsýnn
bölsýnismaður. Hann á
að temja sér að gera allt-
af ráð fyrir hinu versta
en á jafnframt að vera
bjartsýnn á úrræðin,
lækningarnar.
Hann á auk þess að
vera glaðlyndur alvöru-
maður, verður að taka
öll sín störf með alvöru,
finna til hinnar miklu
ábyrgðar er fylgir öllum
störfum hans, ráðlegg-
ingum, aðgerðum og
leiðbeiningum - og taka
einlægan þátt í áhyggj-
um og líkamlegum þján-
ingum sjúklinga sinna.
En hann verður jafn-
framt að vinna gegn því
með glaðlyndi sínu að
erfiðleikarnir eða
skuggahliðar lífsins fái
yfirhöndina hjá sjúkling-
Úr íslenskri baðstofu.
um hans. Þeir mega
aldrei missa kjarkinn.
Það getur orðið mikil
áreynsla fyrir lækna sem
alltaf eru innan um
hörmungar og dauða að
hafa sálarþrek til glað-
lyndis. En slíkur eig-
inleiki verður hverjum
lækni hið mesta vopn í
baráttu hans gegn sjúk-
dómunum.
Góður læknir þarf enn
fremur að vera athafna-
samur afturhaldsmaður.
Hann þarf sem sé að
vera viljugur og við-
bragðsfljótur en missa
aldrei af heilbrigðu aftur-
haldi í athöfnum sínum,
rasa aldrei um ráð fram,
grípa aldrei um of fram
fyrir hendur náttúrunn-
ar, ef svo mætti að orði
komast. Þegar allt kemur
til alls er lífsstarfið sjálft
eitt mikið kraftaverk.
Úr samtali Valtýs Stefánssomr
við Halldór Hansen lækni
sextugan, 1949. Myndir úr þjóð-
lífinu, 1958.
Ótæmandi
verkefni
Vísindin nema aldrei
staðar. Þeir sem stunda
þau fræði þykjast aldrei
vita nóg. Það fylgir
þeirri iðju að fá æ næm-
ari skilning á því hve lít-
ið vér vitum og breyta
kinnroðalaust um skoð-
un þegar nýr sannleiki
kemur upp úr dúrnum.
Bestu vísindamennirnir
eru auðmjúkir og fullir
lotningar fyrir nýrri
þekkingu og forvitnir
um að skyggnast inn á
ný svið sem opnast jafn-
óðum og hver gáta er
ráðin. Læknavísindin
eiga sér ótæmandi verk-
efni til blessunar fyrir
núlifandi og komandi
kynslóðir - og þrátt fyrir
allt er bjart framundan.
Gunnlaugur Claessen: Kvíðbogi
fyrir sjúkdómum. Lækmbókin,
1949.
Sofnað í rökkrinu
Þegar neytt hafði verið
nónsmatar á vetrum
hófst rökkursvefninn.
Reynt var jafnvel í
skammdeginu að matast
við dagskímu og kveikja
ekki. Hugguðu menn sig
við það í myrkurmáltíð-
inni að bein leið væri
milli munns og handa og
því auðratað. Þegar mál-
tíðinni var lokið hnigu
menn út af á rúmum
sínum og brátt heyrðust
! m l' | i • i |t. 1 , ' /' ' {I l||. l . 1
! '•> ■. • jy fl
r IVo 1
i w Wp» j • v
\ gj f \|
hrotur og svefnlæti
þeirra sem þjálfaðastir
voru í rökkursvefni og
þráðu hann mest. Kol-
svart myrkrið huldi bað-
stofuna og hvert rúm
varð heimur þess sem
þar hvíldi.
Rökkursvefninn var
lengi að fjara út í venj-
um manna. Gamalt fólk
kunni því óhófi illa að
kveikja strax ljós og ekki
var lengur vinnubjart og
leggja sig ekki einhverja
stund svo að því „hyrfi
veröld" rétt á meðan
rökkrið var að verða að
myrkri.
Þórleifur Bjarnason: Hornstrend-
ingabók. Akureyri, 1943.
Kaldar og
loftlausar
kennslustofur
Lækniseftirliti með
bama- og unglingaskól-
um var komið á eftir til-
lögum landlæknis, með
bréfi Stjórnarráðs 6. sept.
1916. Lýsingar lækna af
skólastofunum eru ærið
misjafnar, en margar
ófagrar. í Grímsneshéraði
er sagt, að þær séu „kald-
ar, saggasamar og loft-
lausasr stofukytrur. Oft
rennur slagningurinn nið-
ur eftir öllum veggjum og
droparnir hanga niður úr
loftinu. Sumir kennarar
hafa með sér steinolíuofn
til þess að draga úr mesta
kuldanum." í Rangár-
vallahéraði er lýsingin
þannig: „Kennslustof-
urnar eru kaldar og loft-
lausar. Börnin sitja þar
skjálfandi í óhollu lofti,
með kuldabólgu í hönd-
um og fótum, stundum
vot og hrakin. Meðan
kennt var í baðstofunum
var börnunum þó heitt.
Lítt skiljanlegt hvernig
börnin halda heilsu."
Hcilbrigðisskýrslur 1911-1920.
Guömundur Hannesson tók
saman. Reykjavík 1922.
HEILBRIGÐISMÁL 4/1991 29