Heilbrigðismál - 01.12.1991, Blaðsíða 16

Heilbrigðismál - 01.12.1991, Blaðsíða 16
HEILBRIGÐISMÁL / Myndsköpun Efling heilbrígðisvitundar Grein eftir Matthías Halldórsson „Það á að fræða alla unglinga um þá hluti sem varhugaverðir eru. Til skamms tíma hafa all- ir skólar gengið fram hjá þeirri námsgreininni sem e.t.v. er þýð- ingarmest, sem sé heilsufræð- inni."1 Þannig komst Steingrímur Matthíasson læknir að orði í grein í Skfrni árið 1911. Fræðsla um heil- brigði og sjúkdóma hefur vafalaust verið veitt hér á landi um aldir. í bændasamfélaginu hafa hinir yngri verið fræddir af þeim eldri og reyndari í fjölskyldunni. Með breyttum samfélagsháttum og auk- inni þekkingu tóku sérfræðingar við þessu hlutverki. Jafnframt auk- ast líkur á að hinn sérfróði sé án tengsla við þá sem fræðslunnar eiga að njóta og þörf verður því fyrir miðil til þess að koma henni til skila. Nú er heilbrigðisfræðsla orðin nokkuð áberandi í blöðum, útvarpi og sjónvarpi. Eitt einkenni slfkrar fræðslu er að viðtakandinn tekur engan þátt í henni og hún ristir oftast grunnt. Á seinni tímum hefur athygli að nýju beinst að skólum, en breyttir kennsluhættir eiga að auðvelda þátttöku nem- enda sjálfra í fræðslunni. I fræðslugreinum fyrir almenn- ing sem læknar skrifuðu laust eftir síðustu aldamót er lögð rík áhersla á áhrif lífsvenja og umhverfis á heilsu fólks. í áðurnefndri Skírnis- grein segir Steingrímur læknir: „Mikill hluti allra sjúkdóma er áreiðanlega sjálfskaparvíti og því um að kenna að vér ýmist vísvit- andi eða af fávisku förum illa með líkama vom." 1 í grein Guðmundar Hannessonar, prófessors, í sama tímariti árið 1913 segir: „Bestu ráðin til þess að takmarka sjúkdómana eru meiri þekking og meiri hirðu- semi. Næst þessu gengur sæmi- lega aukin velmegun. Bláfátækum mönnum eru oft flestar bjargir bannaðar. Þeir geta ekki bætt húsa- kynni sín sem skyldi og verða oft að láta sér lynda lakari föt en æskilegt væri. Hver sá sem bætir efnahag alþýðu er jafnframt besti læknir."2 Reynslan virðist sanna þessi orð Guðmundar Hannessonar. Grein- ing á dánartölum í Englandi og Wales frá miðri nítjándu öld og fram á síðustu ár bendir til þess að læknisfræðin hafi gegnt aukahlut- verki í þeirri miklu fækkun sem orðið hefur á dauðsföllum þegar litið er á tímabilið í heild, en að- búnaður, næring, lífskjör og al- menn menntun eigi þar stærstan hlut að máli.3 Á síðari árum hafa orðið miklar framfarir í svokallaðri hátæknilæknisfræði. Oft miða þær fremur að því að gera fólki lífið bærilegra en að lengja það - sem er góðra gjalda vert. Svo virðist sem aukinni velmeg- un fylgi ekki betra heilsufar nema að vissu marki. Þegar þessu marki er náð virðist velmegunin gjarnan hafa neikvæð áhrif á heilsufar.4 Steingrímur Matthíasson segir: „Efnin verða mörgum að óláni og leiða menn í alls konar freistni, til ofdrykkju, ofáts, leti og sællífis, sem engu að síður er heilsuspill- andi en skortur og hvíldarlaust erf- iði."1 Við þetta má nú bæta ýmsum umhverfisspillandi áhrifum vel- megunar, svo sem mengun, að ekki sé minnst á ótta við yfirvof- andi gjöreyðingu mannkyns. Oft er sagt að heilbrigði ákvarð- ist af samspili fjögurra þátta: Erfða, umhverfis, lífsvenja og heilbrigðis- þjónustu.5 Kyrrseta, ofnotkun tób- aks, áfengis og annarra nautnalyfja ásamt slæmum matarvenjum leiða til sjúkdóma og heilbrigðisþjón- usta verður að eins konar viðgerð- um. Mest af orku og fjármunum hennar fer til að bæta skaða. í þekktri bandarískri skýrslu segir að um það bil helmingur allra dauðsfalla úr tíu algengustu sjúk- dómum hafi greinileg tengsl við lífsvenjur fólks. Hefðbundin heilbrigðisfræðsla hefur líklega lagt of mikla áherslu á að fólk hegði sér á „réttan" hátt. Menn verða að gera sér grein fyrir að engin ein „rétt" leið til heil- brigðis er þekkt. Fræðilega séð mætti koma í veg fyrir verulegan hluta sjúkdóma með aukinni fræðslu. Reynslan sýnir hins vegar að slík fræðsla er ekki einhlít og áhrif venjulegra ítroðslu- og áróðursaðferða eru oft talin bæði lítil og skammvinn. Vitneskjan ein nægir ekki. Það er langur vegur frá því að öðlast vitn- eskju yfir í að breyta atferli sínu varanlega í samræmi við þekk- ingu. Ýmis öfl í þjóðfélaginu vinna gegn jákvæðum breytingum. Gro Harlem Brundtland, forsæt- isráðherra Noregs, sem er læknir og sérfræðingur í félagslækning- um, hefur sagt að í Noregi sé hundraðföld sú upphæð sem fer til heilbrigðisfræðslu notuð til auglýs- inga á heilsuspillandi afurð- um.6 Fjöldi fólks hefur atvinnu af framleiðslu heilsuspillandi varn- ings. Spyrja má hvernig ástand 16 HEILBRIGÐISMÁL 4/1991

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.