Heilbrigðismál - 01.12.1991, Blaðsíða 13
HEILBRIGÐISMÁL / Brian Pilkington
einkum bundnar vonir við þessa
aðferð til að brjótast í gegnum al-
gera lokun og gafst það vel í gang-
limaæðum. Kransæðar eru aftur á
móti þunnar og stundum hlykkj-
óttar og því viss hætta á að gat
kæmi á æðina. Hefur því áhugi á
þessari tækni minnkað. í öðru lagi
er farið að nota svonefndan kaldan
leysigeisla. Hluti af æðaþrengslum
er þá bræddur í burt en ekki
þjappað saman eins og við hina
hefðbundnu víkkun. Þessi tækni
hefur einnig verið notuð til að líma
upp þekjuflipa sem losnað hefur
við hefðbundna víkkun og lokað
æðinni.
Vefur fjarlægður. Tvær aðferðir
hafa einkum verið notaðar til þess
að fjarlægja vef sem veldur
þrengslum og er aðallega samsett-
ur úr fitu og bandvef. Við aðra að-
ferðina er sérstök „skúffa" á end-
anum á leggnum sem fer inn í
kransæðina og er hnífur tengdur
skúffunni. Sker hann flísar úr
þrengslunum, þær lokast inni í
skúffunni og eru fjarlægðar. Hin
aðferðin sem reynd hefur verið er
þannig að fín kúla með demants-
ögnum snýst og fræsir út æðina.
Við þetta spænist vefurinn í smá-
agnir sem fara út í háræðarnar og
leysast þar upp. Hefur þessi tækni
einkum verið talin heppileg við
löng þrengsli.
Vírgrindur (stent) hafa hafa verið
notaðar til að þenja út æðar við
endurþrengsli en einkum til að
festa aftur upp æðaþekju sem losn-
að hefur og truflað rennsli í æð.
Vandamál við þessar vírgrindur er
að þær eru aðskotahlutir sem auka
hættu á segamyndun, einkum
fyrstu dagana. Þó er að mestu
hægt að koma í veg fyrir þessa
segamyndun með kröftugri blóð-
þynningu meðan ný þekja er að
myndast yfir málmgrindina.
Engin hinna nýju aðferða hefur
samt leyst vandamálið með endur-
þrengsli og hefur tíðni þeirra verið
svipuð og við hefðbundna víkkun.
Líklegt verður þó að teljast að
þessar aðferðir eigi rétt á sér við
sérstakar aðstæður.
Viðurkennd aðferð
Kransæðavíkkun með belg er
orðin hefðbundin meðferðaraðferð
við kransæðaþrengsli, einkum ef
sjúkdómur er ekki mjög útbreidd-
ur. Má þannig draga verulega úr
einkennum og minnka þörf fyrir
lyf eða komast hjá skuröaðgerð, að
minnsta kosti um tíma. Líkur eru á
að hefðbundin víkkun með belg
verði aðallega notuð en nýrri að-
ferðir eru í þróun og ekki enn ljóst
hver staða þeirra verður. Krans-
æðaskurðaðgerða verður áfram
þörf, en rétt er að hafa í huga að
engin þessara aðferða læknar sjálf-
an kransæðasjúkdóminn. Gildi for-
varna verður því jafn mikilvægt
sem áður.
Kristján Eyjólfsson læknir er sér-
fræðingur í hjartasjúkdómum og starf-
ar á Landspítalanum.
Við kransædavíkkun er sérstakur
leggur þræddur frá æð í nára um
ósæð að opi kransæðarinnar sem
víkka skal. Fremst á honum er ör-
mjór þráður sem fyrst verður aö
finna leiðina í gegnum þrengslin.
Inni í leggnum er víkkunarleggur
með belg nálægt enda sem hægt er
að þenja út. Við það er þrengslun-
um þrýst út í æðavegginn og verð-
ur þannig eins konar endurmótun
á æðinni innan frá.
HEILBRIGÐISMÁL 4/1991 13