Heilbrigðismál - 01.12.1991, Blaðsíða 25
ur aðallega rúgmjöl er auðugt af
trefjaefnum. Rúgbrauð og malt-
brauð skera sig úr hvað varðar
magn trefjaefna en þau eru með
langhæstu gildin, yfir 7 grömm í
hundrað grömmum af brauði.
Önnur tefjaefnarík hráefni eru
hveitiklíð, heilhveiti og fræ. Hér
skal tekið fram að fræ eru sérstök
því nánast öll kolvetnin í þeim eru
trefjaefni og því eru þau kolvetna-
minni en annað kornmeti en samt
Prótein
Grömm í 100 grömmum.
Trefjabrauð 10,4
Sojabrauð 10,3
Sólkjarnabrauð 10,1
Heilsubrauð 10,0
Pálmabrauð 9,7
Hafrabrauð 9,3
Franskbrauð 9,2
Þriggjakornabrauð 9,2
Hamborgarabrauð 9,1
Kornbrauð 9,1
Skólabrauð 9,0
Pylsubrauð 9,0
Múslíbrauð 8,9
Heilhveitibrauð 8,8
Bóndabrauð 8,6
Normalbrauð 7,5
Maltbrauð 7,2
Rúgbrauð 5,8
trefjaefnarík. í tólf af átján brauð-
tegundum eru 4,3 til 5,3 grömm af
trefjaefnum í hundrað grömmum
af brauði en samansetning þeirra
er blanda af ýmsum hráefnum:
Hveiti, heilhveiti, hveitiklíði og
fræjum. I franskbrauði, hamborg-
arabrauði og pylsubrauði er ein-
göngu hveiti og meðaltal trefjaefna
er því aðeins um 2,6 grömm í
hverjum hundrað grömmum. Bent
skal á að heiti brauðtegunda segir
Fita
Grömm í 100 grömmum.
Maltbrauð 1,1
Normalbrauð 1,1
Rúgbrauð 1,2
Trefjabrauð 1,6
Heilhveitibrauð 2,4
Franskbrauð 2,5
Skólabrauð 2,5
Bóndabrauð 2,6
Hafrabrauð 2,7
Kornbrauð 2,7
Heilsubrauð 3,0
Þriggjakornabrauð 3,3
Sojabrauð 3,4
Múslíbrauð 3,9
Pálmabrauð 4,0
Sólkjarnabrauð 5,2
Pylsubrauð 5,2
Hamborgarabrauð 5,7
stundum h'tið um trefjaefnin í þeim.
Nokkuð er hægt að styðjast við útlit
brauðanna, þótt það segi ekki allt.
Nokkur korn í ljósu brauði nægja
ekki til að gera brauð trefjaríkt. í
mörgum trefjaefnaríkum brauðteg-
undum sést hins vegar móta fyrir
miklu af hýði kornsins. Dökkbrún
brauð voru algeng á markaðnum
fyrir nokkrum árum. Liturinn gaf
til kynna notkun litarefna en ekki
mikið magn trefjaefna.
Prótein (hvíta) er minnst í rúg-
brauði, 5,8 grömm í hundrað
grömmum og mest í trefjabrauði,
10,4 grömm í hundrað grömmum.
Rúgbrauð eru bökuð úr rúgmjöli
en rúgmjöl er próteinrýrara held-
ur en hveiti. Trefjabrauð, soja-
brauð, sólkjarnabrauð og heilsu-
brauð eru próteinrík og má rekja
það til fræja og sojamjöls sem eru
próteinauðug hráefni. Brauðteg-
undir úr hveiti eru með 8,6 til 9,7
grömm af próteini í hverjum
hundrað grömmum.
Lítil fita er í korni og kemur því
megnið af fitu í brauði úr smjölíki.
Auðvelt er að framleiða brauð án
þess að nota smjörlíki og því eru
þau yfirleitt fitulítil. Maltbrauð er
með lægsta fitugildið, 1,1 grömm í
hundrað grömmum. í brauðteg-
undum sem innihalda mikið af
fræjum eru rúmlega 3 grömrn af
fitu í hundrað grömmum. Ham-
HEILBRIGÐISMAL 4/1991 25