Heilbrigðismál - 01.12.1991, Blaðsíða 27

Heilbrigðismál - 01.12.1991, Blaðsíða 27
HEILBRIGÐISMÁL Megrun og heilsa Grein eftir Örnólf Thorlacius Margir Vesturlandabúar telja sig þurfa að megra sig, ýmist af heilsufarsástæðum eða vegna út- lits, nema hvort tveggja komi til. Ein aðferð til þess er að hreyfa sig meira, skokka eða synda, eða rækta líkamann á annan hátt. Skurðaðgerð er stundum beitt, umframfita numin brott eða dregið úr nýtingu fæðunnar með því að stytta garnir. Langalgengasta aðferðin við að losna við aukakílóin er samt megr- un, að draga úr neyslu matar og sneiða hjá orkuríkri fæðu. Oft tekst mönnum að léttast verulega með sérstöku mataræði, megrunarlyfj- um og stundum dvöl á heilsuhæli. Á auglýsingum má sjá myndir af fyrrverandi fitukepp sem á skömmum tíma hefur endurheimt spengilegt sköpulag æskunnar. Þessar myndir eru sjálfsagt sannar svo langt sem það nær, en það vantar þriðju myndina, af einstakl- ingnum þar sem hann (eða, á auglýsingunni, oftar hún) hefur endurheimt fyrri þyngd og líkams- lögun á skömmum tíma, eins og oftast vill verða ef ekki er að gætt. Meginástæða þess hve erfitt er að halda þyngdinni í skefjum með Þótt minni neysla orkuríkrar fæðu sé einfaldasta og besta leiðin til megrunar þarf að gæta að vissum þáttum svo að hún beri tilætlaðan árangur. breyttu mataræði er að líkaminn streitist gegn snöggum sveiflum í þyngd: Maður í strangri megrun léttist hægar en búast mætti við miðað við orkugildi fæðunnar. Maður sem borðar mun meira en hann er vanur þyngist aftur á móti hægar en vænta mætti. Skýringin er að í fyrra tilvikinu hægir á brun- anum í líkamanum og maðurinn nýtir sinn rýra kost betur en ella, en sá sem við ofgnóttina býr seink- ar offitunni með örari efnaskipt- um. Talið er að undirstúka heilans tempri neyslu matar, fylgist á ein- hvern hátt með mettunarástandi líkamans, trúlega með því að greina einhver næringarefni í blóði og vefjum likamans. Stöðvar í und- irstúku kalla fram sultarkennd þegar næringin verður ónóg en mettunartilfinningu þegar næring- in er nægileg. Líkamlegar frumþarfir standa samt engan veginn einar að tempr- un matarlystar. Þar koma einnig við sögu sálrænir þættir. Neysla matar og drykkjar tengist ýmsum félagsvenjum, sem ekki auka allar heilbrigði og líkamsþrótt þegnanna í velferðarþjóðfélögum Vestur- landa. Tveir sálfræðingar við Háskól- ann í Toronto í Kanada, Peter Herman og Janet Polivy, prófuðu nýlega neysluvenjur ungra há- skólanema, einkum kvenna. Sál- fræðingarnir gáfu nemendunum Líkaminn streitist gegn snöggum sveiflum í þyngd. í megrunarkúr dofnar eðlileg stjórn á matarlyst. rjómaís, eins mikinn og þeir vildu, og sögðust vera að kanna áhrif ýmissa ístegunda á bragðskynið. Áður en ísinn var borinn fram fengu sumir neytendurnir einn skammt af mjólkurhristingi, aðrir tvo og hinir engan. Þátttakendum var sagt að með mjólkurhristingn- um væri verið að prófa hvort hann hefði áhrif á hvernig þeir skynjuðu bragðið af ísnum. Raunverulegur tilgangur tilraunarinnar var að kanna hver áhrif „forrétturinn" hefði á ísneysluna, en ísinn sem hver nemandi fékk var vandlega veginn á laun. Allir neyttu góðgæt- isins í næði og einrúmi. Viðbrögð þeirra námsmeyja sem ekki voru í megrun voru eðlileg: Þær borðuðu því minni ís sem þær fengu meiri mjólkurhristing. Öðru máli gegndi um þær sem voru að megra sig með breyttu mataræði. ísneysla þeirra jókst að lokinni neyslu forréttarins. Sennilegust skýring á þessari hegðun, sem nefnd hefur verið gagntemprun (counterregulation), er að náms- meyjarnar í megrunarkúrnum hafi sagt skilið við eðlilega temprun heilans á neyslu. í hennar stað komi viljastýrð temprun á matar- æði. Þessi temprun er til skamms tíma, trúlega eins dags í senn, eða jafnvel aðeins einnar máltíðar. Stúlkur í megrunarkúr neyttu að meðaltali minni mjólkuríss en stöllur þeirra ef enginn mjólkur- hristingur kom á undan. Mjólkur- HEILBRIGÐISMÁL 4/1991 27

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.