Heilbrigðismál - 01.12.1991, Blaðsíða 9
HEILBRIGÐISMÁL / Teikniþjónustan sf. o.
Innlent
Svefn og
umferðarslys
Svefn og svefnleysi
eiga meiri þátt í umferð-
arslysum en ætla mætti
af umræðum um orsakir
þeirra. Mörg umferð-
aróhöpp verða beinlínis
vegna þreytu ökumanna.
Þeir sem sofna við stýrið
hafa yfirleitt ekið í þrjár
klukkustundir eða leng-
ur. Oft eru aðrir í bfln-
um einnig sofandi þegar
óhapp verður. Algengt
er að bílum sé ekið út af
þjóðvegum vegna þess
að ökumenn sofna undir
stýri. Þetta kom fram í
erindi Haraldar Tóm-
assonar læknis á nor-
rænu þingi um umferð-
arslys sem haldið var á
Akureyri í sumar.
Árið 1990 urðu 23 um-
ferðarslys í Húna-
vatnssýslum þar sem
fólk slasaðist. Fimm
þessara slysa mátti rekja
til þess að ökumaður
sofnaði og auk þess leik-
ur grunur á að tvö bana-
slys hafi orðið af sömu
ástæðu.
Samtök um
sjaldgæf æxli
í byrjun ársins voru
stofnuð í Svíþjóð samtök
fólks sem hefur fengið
æxli sem nefnist krabba-
líki (carcinoid) en það er
sjaldgæf tegund krabba-
meins og er upprunnið í
kirtilvef. Samtökin nefn-
ast CARPA (The Carcin-
oid Patient Association).
Félagar eru frá mörgum
Neysla áfengis
Lítrar af hreinum vínanda á hvern íbúa
14-i
12-
10-
Grænland
Danmörk
Finnland
Svíþjóö
1986 1987 1988 1989 1990
($niKi
löndum en hafa fiestir
verið í meðferð á há-
skólasjúkrahúsinu í Upp-
sölum, en þar er verið
að leita nýrra lækninga-
aðferða. Sjúkdómurinn
er það sjaldgæfur að hér
á landi ættu aðeins að
greinast tveir sjúklingar
á ári. íslendingar hafa þó
lagt sitt af mörkum til
þessara nýju samtaka,
varaformaðurinn er fs-
lendingur og merki sam-
takanna var gert á
Auglýsingarstofu P&Ó í
Reykjavík.
Áfengissalan
hefur aukist
- en er minni en í
nálægum löndum
Sala áfengis hér á
landi, mæld í lítrum af
hreinum vínanda á
hvern íbúa, var 3,1-3,5
lítrar á ári frá 1981 til
1988. Salan jókst um 20%
árið 1989, eða í 4,1 lítra,
en sala á áfengum bjór
hófst 1. mars það ár.
Áfengissalan í fyrra var
3,9 lítrar eða 15% meiri
en fyrir h'ma bjórs.
Fyrstu nfu mánuði þessa
árs seldist heldur meira
af áfengi en á sama tíma
á síðasta ári.
Grænlendingar eiga
Norðurlandamet í áfeng-
isneyslu, árið 1989
drukku þeir að meðaltali
13 lítra af hreinum vín-
anda á hvern íbúa. Það
er þó minna en tveim ár-
um áður þegar drykkjan
nam tæpum 17 lítrum.
Danir eru í öðru sæti í
röð drykkfelldustu Norð-
urlandabúa, neyta 9,4
lítra, Finnar drekka 7,6
lítra, Svíar 5,4 lítra og
Færeyingar 5 lítra. Bjór-
árið 1989 féllu íslending-
ar úr neðsta sæti Norð-
urlandaþjóða, sem þeir
höfðu getað stært sig af
lengi. Norðmenn verma
nú neðsta sætið með 4
lítra af hreinum vínanda
á hvern íbúa - 0,1 lítra
minna en íslendingar.
Úr umferðinni
Á norræna umferðar-
slysaþinginu á Akureyri
kom þetta meðal annars
fram:
• Með aukinni notkun
bílbelta hér á landi hefur
andlits- og höfuðáverk-
um fækkað um meira en
helming.
• Umferðarslysum hefur
fækkað í Danmörku,
meðal annars vegna
minni hraða, fleiri um-
ferðarljósa og aukinnar
notkunar bflbelta. Flest
umferðarslys þar verða á
morgnana og um miðjan
dag.
• Flest reiðhjólaslys á
Akureyri síðustu tvö ár
urðu við það að hjól-
reiðamennirnir féllu af
hjólum sínum.
• í Noregi hefur komið í
ljós að atvinnubflstjórar
fara oft verr en aðrir út
úr slysum - enda nota
þeir nær aldrei bflbelti.
• Samkvæmt aðalskipu-
lagi Reykjavíkur á að
gera 37 undirgöng í höf-
uðborginni fyrir næstu
aldamót.
• í Danmörku hefur tek-
ist að fækka slysum á
börnum um 85% með
notkun öryggisbúnaðar
og með ýmsum aðgerð-
um í umhverfinu.
• Víða um lönd er ör-
yggisbúnaður í bifreiðar
skattlagður. -jr.
HEILBRIGÐISMAL 4/1991 9