Heilbrigðismál - 01.12.1991, Blaðsíða 12
Víkkun kransæða
Grein eftir Kristján Eyjólfsson
Úrræði við meðferð kransæða-
sjúkdóms eru einkum þrenns kon-
ar: Lyfjameðferð, kransæðavíkkun
og kransæðaskurðaðgerð. Hvern
einstakan sjúkling þarf að meta
sérstaklega til að ákvarða hvaða
rannsóknir eigi að gera og hvaða
meðferð eigi að beita. Til þess að
geta úrskurðað hvort kransæða-
víkkun eða kransæðaaðgerð sé
ráðleg þarf að kanna ástand krans-
æða með hjartaþræðingu og krans-
æðamyndatöku. Hér verða raktir
helstu kostir og ókostir við krans-
æðavíkkun og nýjungum lýst.
Fyrsta kransæðavíkkunin var
framkvæmd 1977 af Þjóðverjanum
Andreas R. Grúntzig i Zúrich í
Sviss. Þessi aðferð til meðferðar á
kransæðaþrengslum hefur síðan
sannað kosti sína í viðeigandi til-
fellum. í Bandaríkjunum voru á
síðasta ári gerðar um 300.000
kransæðavíkkanir og eru víkkanir
nú orðnar fleiri en skurðaðgerðir.
Hérlendis hófust kransæðavíkkan-
ir árið 1987 og hafa nú verið gerðar
rúmlega þrjú hundruð aðgerðir, en
fjöldi skurðaðgerða, sem hófust ár-
ið áður, er orðinn tæplega sex
hundruð. í þessum fjölda eru þó
nokkrar aðgerðir á hjartalokum og
vegna meðfæddra hjartagalla hjá
fullorðnum.
Kransæðavíkkun er framkvæmd
á þann hátt að sérstakur leggur er
þræddur frá æð í nára um ósæð að
opi kransæðarinnar sem víkka
skal. Inni í þessum legg er víkkun-
arleggur með belg nálægt enda
sem hægt er að þenja út. Belgurinn
er þaninn með vökva blönduðum
skuggaefni en ekki lofti og er því
nafnið „blástur" ekki réttnefni.
Inni í víkkunarleggnum er örmjór
þráður sem fyrst verður að finna
leiðina í gegnum þrengslin en síð-
an er belgleggnum smokrað yfir
þráðinn og hann staðsettur í
þrengslunum og þaninn. Við þetta
er þrengslunum þrýst út í æðavegg-
inn og verður þannig eins konar
endurmótun á æðinni innan frá.
Víkkunin er gerð í röntgen-
skyggingu og er nauðsynlegt að
röntgentækjabúnaður sé góður.
Sjúklingurinn er deyfður og tekur
aðgerðin hálfa aðra til tvær klukku-
stundir. Legutími á sjúkrahúsi er
þrír til fjórir dagar.
Kransæðasjúkdómur er algeng-
astur í eldri aldurshópum en
áhyggjuefni er hve tíðnin virðist
aukast meðal yngra fólks. Af 306
kransæðavíkkunum sem fram-
kvæmdar hafa verið hér síðan 1987
voru 35 sjúklingar 45 ára eða yngri
og alls 74 sjúklingar, eða tæpur
fjórðungur á sjúklingum sem voru
50 ára eða yngri. Langveigamesti
áhættuþáttur þessa unga fólks eru
reykingar, oft í tengslum við aðra
áhættuþætti svo sem háþrýsting
og mikla blóðfitu.
Hvenær er víkkað?
Kransæðavíkkun er einkum beitt
ef staðbundin þrengsli eru á að-
gengilegum stað í kransæð. Áður
var aðferðin aðallega notuð ef að-
eins voru þrengsli í einni krans-
æðagrein, en nú er henni stundum
beitt þótt þrengsli séu í fleiri grein-
um. Má þá ýmist víkka fleiri en ein
þrengsli í sama áfanga eða í tveim-
ur áföngum. Ef sjúkdómurinn er
mjög útbreiddur, t.d. í öllum þrem
aðalgreinum kransæðanna, er
skurðaðgerð oft vænlegri kostur. í
85-90% tilvika tekst að víkka
þrengsli en stundum tekst það
ekki, ýmist vegna þess að ekki
tekst að komast í gegnum þrengsl-
in eða fylgikvillar koma upp. Ef
reynt er að opna æðar sem eru al-
veg lokaðar verður hlutfall aðgerða
sem heppnast lægra.
Tekst ekki alltaf
Helstu ókostir kransæðavíkkun-
ar eru þrír:
Ekki lekst að komast í gegnum
prengsli eða ekki tekst að vtkka þau.
Miklar tækniframfarir hafa orðið í
útbúnaði til víkkunar, einkum
belgleggjanna sem sífellt verða fín-
gerðari, þannig að þeir geti smogið
betur gegnum mikil þrengsli. Efnið
í belgjum hefur einnig orðið betra
þannig að þeir þola meiri þrýsting
en áður. Oftast er hægt að þenja
þrengslin út ef belgurinn kemst í
gegn.
Bra'ð lokun við eða eftir víkkun. Æð
getur lokast skyndilega við krans-
æðavíkkun eða eftir hana þrátt fyr-
ir að ekki séu erfiðleikar eða tækni-
leg vandamál við sjálfa víkkunina.
Oftast verður lokun vegna þessa
að æðaþekjan losnar þegar
þrengslin eru sprengd, þannig að
þekjuflipi truflar eða lokar fyrir
rennsli. Þessi fylgikvilli kemur fyr-
ir í 5-8% tilvika og í sumum þeirra,
einkum ef um stóra æð er að ræða,
getur þurft að gera bráða krans-
æðaskurðaðgerð. Kransæðavíkkun
er því alltaf framkvæmd þannig að
möguleiki sé á skurðaðgerð með
stuttum fyrirvara.
Endurþrenging æðar. Þrátt fyrir að
víkkun takist vel þrengist æðin aft-
ur á sama stað í 25-30% tilvika.
Miklar rannsóknir hafa farið fram
til að reyna að finna orsökina en
engin ein skýring fundist. Þó er
ljóst að algengara er að kransæðar
þrengist aftur eftir víkkun hjá þeim
sem reykja og hjá sjúklingum með
sykursýki og mikla blóðfitu. Við
endurþrengslum gefst oft vel að
framkvæma víkkun aftur. Æð
þrengist langoftast aftur á fyrstu
tveim til fjórum mánuðum eftir
víkkun. Ef endurþrengsli koma
ekki á fyrstu sex mánuðunum eftir
víkkun verða líkur á þeim litlar og
víkkunin þannig „varanleg".
Nokkrar nýjungar
Eins og að ofan greinir er hin
hefðbundna víkkun með belg ekki
án vandamála og hafa verið reynd-
ar nýjar aðferðir. Flestar þeirra eru
enn á tilraunastigi og staða þeirra
ekki ljós en minnst verður á helstu
tækninýjungar.
Leysitækni. Aðallega hefur verið
notuð tvenns konar tækni þar sem
leysigeisla er beitt. í fyrsta lagi hef-
ur geislinn verið notaður til að hita
upp málm á enda æðaleggs. Voru
12 HEILBRIGÐISMÁL 4/1991