Heilbrigðismál - 01.12.1991, Blaðsíða 11

Heilbrigðismál - 01.12.1991, Blaðsíða 11
Reykingar eru ein aðalorsök krabbameins í vélinda og auka mikið hættu á magasári og krabbameini í brisi. meins. Frekari rannsókna er þörf á þessu. Sérstök tengsl eru milli reykinga og langvarandi bólgusjúkdóma í ristli og þörmum (mjógirni). Fólk sem reykir fær frekar sjúkdóm sem kallast svæðisgarnabólga (Crohn's sjúkdómur). Þessu er öfugt farið varðandi langvarandi sáraristilbólgu (colitis ulcerosa). I þeim sjúkdómi, sem er ekki mjög algengur, virðast þeir sem reykja vera í minni hættu en þeir sem reykja ekki. Þá virðast lík- ur á sjúkdómnum aukast þegar fólk hættir að reykja. Hér er um að ræða eina af örfáum undantekn- ingu frá þeirri reglu að reykingar valdi heilsutjóni. Slæm áhrif á briskritil Tóbak tvöfaldar til þrefaldar hættu á krabbameini í brisi og er hættan svipuð fyrir konur og karla. Vörn reykingamannsins er sú sama og gagnvart öðrum sjúkdóm- um sem tóbaksnotkun stuðlar að, það er að sjálfsögðu að hætta að reykja. Þá dregur úr líkum þess að viðkomandi fái þennan illvíga og oft banvæna sjúkdóm. Eins og við magakrabbamein eru einkennin margvísleg, verkir í kvið eða baki og gula, auk megrunar sem er oft áberandi. Ljóst er að langvarandi tóbaks- notkun dregur úr starfsemi bris- kirtilsins og stuðlar að langvarandi bólgu í honum. Hvort tveggja dregur úr framboði á nauðsynleg- um meltingarhvötum í þörmunum þannig að meltingu og frásogi nær- ingarefnanna verður áfátt. Stuðla reykingar að l ifrarkrabbamei ni? Nýlega hafa komið fram upplýs- ingar um að reykingar stuðli að krabbameini sem á uppruna sinn í lifrinni. Þó þetta krabbamein sé sjaldgæft hér á landi er það sums staðar, ekki síst í þróunarlöndum, eitt algengasta krabbameinið. Mikill bölvaldur Hér hafa verið rakin tengsl reyk- inga við ýmsa sjúkdóma í melting- arfærum, suma mjög algenga og mjög alvarlega. En listinn yfir þá meltingarsjúkdóma sem tengjast reykingum er enn lengri. Sem dærni má taka að tóbak veldur krabbameini í munni og koki, sem eru vitanlega efsti hlutinn af melt- ingarveginum. 1 ljósi ofanskráðs sést að reyk- ingar eru mikill bölvaldur. Það er með ólíkindum hversu miklum þjáningum, heilsutjóni og dauðs- föllum tóbak veldur. Sá sem reykir getur þó bætt verulega heilsufars- legar horfur sínar með því að hætta tóbaksnotkun. Helstu heimildir: The health benefits of smoking cessation. A report of the Surgeon General. Centers of Disease Control, U.S.A. 1990. Gregory L. Eastwood: The role of smoking in peptic ulcer disease. J. Clin. Gastroenterol. 10 (suppl. 1), 19-23, 1988. Hallgrímur Guðjónsson læknir er sérfræðingur í lyflækningum og melt- ingarsjúkdómum. Hann starfar á Landspítalanum. HEILBRIGÐISMÁL 4/1991 11

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.