Heilbrigðismál - 01.12.1991, Blaðsíða 7
KRABBAMEINSFÉLAGIÐ / Stefán Jór
Tilgangurinn með slíkri skrán-
ingu er tvíþættur, annars vegar að
athuga umfang fyrirbærisins, tíðni
sjúkdómsins og hugsanlega or-
sakaþætti, hins vegar að athuga ár-
angurinn af meðferð."
ITvernig finnst Ólafi hafa til tekist
þegar hann lítur yfir starf að krabba-
meinsvörnum síðustu áratugi?
„Ég álít að samtök krabbameins-
félaganna megi vera ánægð með
mikilsverðan árangur af starfi und-
anfarinna ára. Leghálskrabba-
meinsleitin hefur haft þau áhrif að
bæði tíðni og dánartíðni ífarandi
leghálskrabbameins hefur farið
lækkandi. Hins sama árangurs má
vænta af leit að krabbameini á byrj-
unarstigi í brjóstum kvenna, en
hún hófst fyrir nokkrum árum.
Upplýsinga- og fræðslustarf
varðandi skaðsemi reykinga ann-
ars vegar og ýmissa aukaefna í
fæðu hins vegar hefur haft þau
áhrif að tíðni magakrabbameins
hefur farið lækkandi og tíðni
lungnakrabbameins eykst ekki eins
og áður.
Enn er margt á huldu um orsakir
hinna ýmsu tegunda krabbameina.
Um allan heim fara fram víðtækar
grunnrannsóknir til upplýsinga á
þeim atriðum. Einnig hér leggja
krabbameinssamtökin sitt að
mörkum með starfsemi Rannsókn-
arstofu í sameinda- og frumulíf-
fræði. Þar fara fram grunnrann-
sóknir á efnaskiptum sem tengjast
myndun illkynja æxlisvaxtar. í
slíkum rannsóknum er fólgin von
okkar um stóra sigra á hinum
mikla vágesti, krabbameininu.
Aftur kem ég að Krabbameins-
skránni. Þar hefur verið byggður
upplýsingabanki um hinar ýmsu
illkynjuðu æxlistegundir sem
koma fyrir í fólki hér á landi. Á
grundvelli þeirra upplýsinga fer
fram víðtæk fræðileg samvinna við
sambærilegar stofnanir á hinum
Norðurlöndunum og reyndar
stofnanir um allan heim. Við get-
um verið ánægð með okkar fram-
lag á því sviði.
Hér hefur aðeins verið drepið
stuttlega á nokkra þætti í starfsemi
krabbameinssamtakanna, sem þó
sýna greinilega að vel hefur til tek-
ist," sagði Ólafur Bjarnason próf-
essor. -jr.
Forsaga Krabbameinsfélagsins
Árið 1948 skipaði Læknafélag
Reykjavíkur nefnd til að gera
tillögur um endurbætur á
greiningu og meðferð illkynja
æxla. Nefndin skilaði ítarlegri
álitsgerð á fundi í félaginu í
nóvember (Læknablaðið, 1948,
33. árg. bls. 139-142). Þar segir
meðal annars: „Öllum ber sam-
an um, að einhver versti Þránd-
ur í Götu krabbameinslækninga
sé hversu seint sjúklingar þess-
ir leita læknis. Veldur því sum-
part andvaraleysi fólks en aðal-
lega sá almenni misskilningur
að jafnhættulegur sjúkdómur
og krabbamein hljóti að valda
miklum einkennum og þá eink-
um verkjum. Hræðsla fólks við
krabbamein á vafalaust einnig
þátt í því hve seint sjúklingarn-
ir leita læknis. Til úrbóta í
þessu efni er ekki unnt að fara
aðra leið en þá, að leiðbeina al-
menningi með gát í ræðu og riti
og halda honum vakandi.
Verður að brýna það fyrir fólki
hve nauðsynlegt sé að greina
sjúkdóminn á byrjunarstigi og
jafnframt leggja áherslu á
hversu batahorfur þá séu mikl-
ar. En vanda verður alveg sér-
staklega til slíkrar fræðslu, ef
hún á að koma að tilætluðum
notum og ekki verða til þess að
skapa meinlegan ótta (cancer-
fobi)."
í álitsgerðinni segir einnig:
„Það mun hafa farið mjög í
vöxt á síðari árum, einkum í
Bandaríkjunum, að gerðar séu
sérstakar ráðstafanir til að leita
uppi krabbamein á byrjunar-
stigi í rosknu fólki, án þess að
klinisk einkenni væru komin
fram. í þeim tilgangi hafa verið
settar á stofn sérstakar krabba-
meinsleitarstöðvar (cancer de-
tection clinics). Nefndin telur
rétt að látin sé fram fara athug-
un á því hvort ekki væri unnt
að taka upp slíka starfsemi hér,
t.d. í sambandi við væntanlega
heilsuverndarstöð í Reykjavík."
Þá nefnir nefndin hvað al-
menningur geti gert til að efla
baráttuna gegn krabbameini:
„Með því að vekja áhuga hans í
þessu efni og fá hann til þátt-
töku, mundi mikið vinnast.
Sterkt almenningsálit yrði öll-
um málspörtum heilbrigt að-
hald og væri þess máske ekki
síst þörf gagnvart seinlátum yf-
irvöldum. Félag sem myndað
væri af læknum og almenningi í
þeim tilgangi að herða sóknina
gegn krabbameini gæti og beitt
sér fyrir öflun fjár til styrktar
málefninu. Það gæti þannig
kostað fræðslustarfsemina,
styrkt sjúklinga er sérstaklega
stæði á, t.d. vegna utanfarar til
séraðgerða, jafnvel greitt fyrir
um kaup á tækjum o.s.frv. Þess
háttar félagssamtök eru starf-
andi í flestum menningarlönd-
um, vestan hafs og austan, og
hafa víða komið miklu góðu til
leiðar."
Nefndin lagði fram eftirfar-
andi tillögu: „Fundur í L.R.,
haldinn 17. nóv. 1948, sam-
þykkir að L.R. beiti sér fyrir
stofnun félags meðal almenn-
ings og skal tilgangur þess vera
sá að styðja í hvívetna bar-
áttuna gegn krabbameini hér á
landi. Skal nú -þegar skipuð 5
manna nefnd til að undirbúa og
annast félagsstofnun fyrir
Læknafélagsins hönd." Tillagan
var samþykkt samhljóða og í
nefndina kosnir þeir fjórir sem
rituðu undir álitsgerðina, Alfreð
Gíslason, Halldór Hansen, Gísli
Fr. Petersen og Ólafur Bjarna-
son, svo og Níels Dungal.
Fundur „til undirbúnings
stofnunar félags er hefði bar-
áttu gegn krabbameini að
markmiði" var haldinn 1. febrú-
ar 1949. Fyrsta íslenska krabba-
meinsfélagið, Krabbameinsfé-
lag Reykjavíkur, var stofnað 8.
mars 1949 en næstu árin voru
stofnuð fleiri félög. Landssam-
tök þeirra, Krabbameinsfélag
íslands, voru stofnuð 27. júní
1951.
HEILBRIGOISMÁL 4/1991 7