Heilbrigðismál - 01.12.1991, Blaðsíða 28
hristingurinn setur á einhvern hátt
viljastjórnina á neyslu úr skorðun.
Sálfræðingarnir telja að ungmeyjan
sjái, þegar hún hefur látið hann í
sig, að megrunin sé farin út um
þúfur þann daginn, bindindið hafi
brugðist og því sé eins gott að
syndga ærlega.
Niðurstaða sálfræðinganna af
þessari rannsókn er að matarkúr sé
háskaleg leið til megrunar. Þá
dofnar sem fyrr segir eðlileg, lík-
amleg stjórn á matarlyst, enda hef-
ur þessi stjórn að mati megrandans
brugðist, ella þyrfti hann ekki í
megrunarkúr. Einstaklingurinn
finnur eftir sem áður fyrir svengd
og mettun, en leiðir þessi merki hjá
sér og fylgir - eða reynir að fylgja -
áætlun um t.d. 1500 kalóríur á dag,
sem stundum er brotið niður í 350
kalóríur í morgunmat o.s.frv. En
alltaf er hætta á að vamirnar bregð-
ist. Þá er eins og flóðgáttir bresti og
megrandinn borðar langt umfram
það sem eðlilegt getur talist. Eins
hættir honum til að bregðast við
álagi og streitu með ofáti.
Sá sem reynir að megra sig með
breyttri neyslu líður á víxl af sulti
og ofáti. Tryggingafélög færa fyrir
því tölfræðileg rök að þyngd um-
fram það sem hæð og líkamsbygg-
ing segja til um sé heilsuspillandi.
Samkvæmt skýrslum frá Heilbrigð-
isstofnun Bandaríkjanna (NIH)
stofna menn þar í landi heilsu
sinni í talsverða hættu þótt um-
framþunginn sé ekki nema 5 pund
(rúmlega 2 kg). Kanadísku sálfræð-
ingarnir benda á það að þótt hér sé
sýnt fram á greinilega fylgni milli
langlífis og líkamsþunga sé ósann-
að að umframþyngdinni sem slíkri
sé um að kenna. Margt sem nýlega
hefur komið fram bendir að mati
þeirra til þess að það sé megrunin
fremur en offitan sem spilli heilsu
feitra manna. Það er engin tilvilj-
un, að mati sálfræðinganna, að
helstu neyslusjúkdómar manna,
sjúkleg höfnun matar (anorexia
nervosa) og sjúkleg græðgi (bulim-
ia nervosa), eru ævinlega fylgi-
kvillar megrunarkúra.
Heimildir:
Peter Herman, Janet Polivy: Fat is a
psychological issue. New Scientist, 16. nóv-
ember 1991.
örnólfur Thorlacius: Lífeölisfræöi. Iöunn,
Reykjavík, 1991.
Örnólfur Thorlacius er rektor
Menntaskólans við Hamrahlíð.
Allir eiga rétt ó reyklausu andrúmslofti
ó stöðum sem almenningur hefur aðgang að
og í almenningsfarartækjum.
TÓBAKSVARNANEFND
Korni
Frokostbrod
.ORAli
KÖRNI
wm
KORNI
flatbrod
i KORNI
EKSTRA TYKJ FLATBR0D
Trcfjaríkt brauð
víð allra hæfí
Góð hcílsa cr gæfa hvcrs manns
Faxafell hf. símí 51775
28 HEILBRIGÐISMÁL 4/1991