Heilbrigðismál - 01.12.1991, Blaðsíða 10

Heilbrigðismál - 01.12.1991, Blaðsíða 10
HEILBRIGÐISMÁL / Ljósmyndarinn Reykingar auka hættu á meltingarsjúkdómum Grein eftir Hallgrím Guðjónsson Flestum er kunnugt um að reyk- ingar valda ýmsum lungnasjúk- dómum og hjarta- og æðasjúk- dómum. Afleiðingarnar eru ótíma- bær veikindi og dauði fjölda fólks. Hitt vita færri að tóbaksnotkun tengist einnig ýmsum sjúkdómum í meltingarfærum. Þetta á bæði við um krabbamein og ýmsa aðra sjúk- dóma, sem sumir eru mjög algeng- ir. Enda þótt eingöngu sé litið til meltingarsjúkdóma virðast reyk- ingar því stuðla að geysimiklum veikindum, sem geta jafnvel leitt til dauða. Lítum nánar á þessi tengsl. Sjúkdómar í vélinda - margföld áhætta Sá sem reykir er í fimmfaldri áhættu að fá krabbamein í vélinda miðað við þann sem reykir ekki. Oftast er helsta einkenni sjúk- dómsins kyngingarörðugleikar, fyrst og fremst á fasta fæðu. Talið er að reykingar séu ein aðal orsök krabbameins í vélinda hjá þremur af hverjum fjórum þeirra sem fá sjúkdóminn. Áhættan eykst því meira sem er reykt. Einu gildir hvort tóbakið er í sígarettu, pípu eða vindli - áhættan er sú sama. Auk tóbaks er óhófleg áfengis- neysla einnig sérstakur áhættu- þáttur þessa illkynja sjúkdóms og ef báðir þessir þættir fara saman aukast mjög líkur á því að viðkom- andi fái krabbamein í vélinda. Ef reykingamaður vill snúast til varn- ar gegn þessari hættu er eina leiðin að hætta að reykja en það dregur verulega úr líkum á því að þetta krabbamein myndist, en það er oftast ólæknanlegt. Annar sjúkdómur í vélinda, sem reykingar stuðla að, er bólga vegna bakflæðis (reflux oesophagitis). Þetta er mjög algengur kvilli sem stafar af því að magasýran, sem er í raun saltsýra, fer í fullmiklum mæli úr maganum upp í vélindað. Sýran veldur þar ertingu sem aftur leiðir til bólgu og jafnvel sára- myndunar. Helstu einkenni eru brjóstsviði, nábítur og stundum kyngingarörðugleikar. Ef sjúkdóm- urinn er langvarandi og slæmur geta orðið frumubreytingar í slím- húð vélinda en þær stuðla að krabbameinsmyndun. Helst er tal- ið að efni eins og nikótín, sem kemst inn í blóðrásina við reyking- ar, minnki herpinginn í efra maga- opinu en það ýtir undir bakflæði upp úr maga í vélinda. Aukin hætta á magasári Sárasjúkdómar í maga og skeifu- görn eru mjög algengir. Útgjöld þjóðfélagsins vegna þeirra eru mjög mikil og nægir þar að nefna margumræddan lyfjakostnað. Að- aleinkenni sjúkdómsins er verkur efst í kviðarholi sem ýmist versnar eða lagast við máltíð. Það er ljóst að reykingar eru sterkur áhættu- þáttur fyrir magasárum og sárum í skeifugörn. Tóbaksnotkun eykur ekki einungis tíðni sjúkdómsins og seinkar því að sár grói, heldur hamlar hún verkun magasárslyfja, auk þess sem líkur aukast á því að sár komi aftur. Sjúklingum sem eru með sár og reykja virðist einn- ig hættara við alvarlegum fylgi- kvillum sjúkdómsins, jafnvel dauða. Ekki er að fullu ljóst hvern- ig tóbaksnotkun stuðlar að sára- myndun en ýmsar kenningar hafa komið fram. Sumir telja reykingar leiða til aukinnar magasýrufram- leiðslu, aðrir að truflun verði á samdrætti og tæmingu magans eða að reykingar dragi úr blóðflæði. Minnkuð framleiðsla á brissafa gæti átt hlut að máli en í honum er efni sem hlutleysir (bufferar) magasýruna en hún er ein aðalor- sökin fyrir sáramyndun. Þá er einnig hugsanlegt að við reykingar minnki framleiðsla prostaglandína í magaslímhúð en þau hafa mikla þýðingu við að vernda slímhúð magans. Krabbamein í maga er enn al- gengt meðal íslendinga þó að það sé sem betur fer á undanhaldi. Þessi illkynja sjúkdómur virðist hafa einhver tengsl við reykingar þó sambandið sé ekki eins ákveðið og við krabbamein í vélinda. Áætl- að hefur verið að líkur á maga- krabbameini aukist um 50% við tóbaksnotkun. Einkenni þessa sjúk- dóms geta verið margvísleg en oft- ast eru ónot eða verkir frá efri hluta kviðar, lystarleysi og megrun. Ristilsjúkdómar hafa nokkra sérstöðu Rætt hefur verið um að reyking- ar kunni að auka hættu á svoköll- uðum slímhúðarsepum í ristli en þessir separ eru forstig krabba- 10 HEILBRIGÐISMÁL 4/1991

x

Heilbrigðismál

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-2026
Tungumál:
Árgangar:
53
Fjöldi tölublaða/hefta:
213
Skráðar greinar:
2
Gefið út:
1949-2011
Myndað til:
2011
Útgáfustaðir:
Útgefandi:
Krabbameinsfélag Íslands (1949-2008)
Efnisorð:
Lýsing:
Heilbrigðismál.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað: 4. Tölublað (01.12.1991)
https://timarit.is/issue/324127

Tengja á þessa síðu: 10
https://timarit.is/page/5048381

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

4. Tölublað (01.12.1991)

Aðgerðir: