Heilbrigðismál - 01.12.1991, Blaðsíða 14

Heilbrigðismál - 01.12.1991, Blaðsíða 14
Breytingar á dánartíðni: Færri deyja úr kransæðasjúkdómum en fleiri úr krabbameini Síðustu fimm ár dóu að meðal- tali rúmlega sautján hundruð ís- lendingar á ári, um níu hundruð karlar og átta hundruð konur. Meira en helmingur þeirra voru 75 ára eða eldri. Pegar tekið er tillit til fjölgunar íbúa og breyttrar aldurssamsetn- ingar (með svonefndri aldursstöðl- un talna) kemur í ljós að dánartíðni í heild hefur lækkað um innan við „ einn af hundraði á ári síðustu I fimm árin. Það er minni breyting 1 en undanfarna áratugi. Má skýra J það að hluta tíl með því að erfitt er í að draga úr ungbarnadauða meira ^ en orðið er og banaslysum fækkar § minna en áður, enda hafði náðst § verulegur árangur í slysavörnum i sem erfitt er að bæta mikið. Breytingar á dánartíðni Aldursstöðluð tíðni, miðað við 100.000 1981-85 1986-90 Karlar: Allar dánarorsakir 699,7 655,4 Kransæðasjúkdómar 242,9 202,4 Heilablæðing o.fl. 57,2 54,0 Krabbamein 160,6 164,4 - Lungnakrabbamein 29,9 31,3 Lungnabólga 38,5 37,8 Slys 47,5 45,6 - Umferðarslys 13,2 13,1 Sjálfsvíg 18,9 18,5 Konur: AHar dánarorsakir 439,4 430,4 Kransæðasjúkdómar 104,7 91,0 Heilablæðing o.fl. 44,3 47,0 Krabbamein 124,1 127,3 - Lungnakrabbamein 21,5 24,5 Lungnabólga 31,6 33,0 Slys 17,5 15,6 - Umferðarslys 5,7 6,9 Sjálfsvíg 5,2 6,0 Grein eftir Jónas Ragnarsson Hjarta- og æðasjúkdómar eru stærsti flokkur banameina. Hæst ber kransæðasjúkdóma sem leggja að velli um 470 manns á ári en þar af deyja 322 úr bráðri kransæða- stíflu (205 karlar og 117 konur). Úr heilablæðingu og skyldum sjúk- dómum deyja um 176 manns á ári en 134 úr öðrum blóðrásarsjúk- dómum. Dánartíðni úr kransæða- sjúkdómum jókst fram undir 1970 en síðan dró hægt úr henni. Síð- ustu fimm árin hefur dauðsföllum hins vegar fækkað mikið eða um 15% samanborið við næstu fimm ár á undan (miðað við staðlaða tíðni). Dánartíðni úr heilablæðingu lækk- aði undanfarna áratugi en sú þró- un hefur stöðvast. Krabbamein. Nú deyja um 430 manns á ári úr krabbameini, 226 karlar og 204 konur. Lungna- krabbamein er mannskæðasta krabbameinið hjá báðum kynjum. Úr þeim sjúkdómi deyja um 80 manns á ári (42 karlar og 38 konur) og eru það tvöfalt fleiri en fyrir tíu árum. I öðru sæti hjá körlum er krabbamein í blöðruhálskirtli (36 dauðsföll) en í öðru sæti hjá kon- um er brjóstakrabbamein (34 dauðsföll á ári). Dánartíðni úr krabbameini hefur verið að aukast. Lungnabólga. Þrír af hverjum fjórum sem deyja úr lungnabólgu eru komnir yfir áttrætt og örfáir eru undir sextugu. Árlegur fjöldi dauðsfalla er um 134. Síðustu ára- tugi hefur dánartíðnin lækkað að- eins, einkum hjá körlum. Dánartíðni á íslandi 1951-1990 Aldursstööluð tíðni miðað við 100.000 14 HEILBRIGÐISMÁL 4/1991

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.