Heilbrigðismál - 01.12.1991, Blaðsíða 20

Heilbrigðismál - 01.12.1991, Blaðsíða 20
táknræn uppfylling óska er þó mikið eldri og kemur fram hjá Forngrikkjum, bæði Artemidorusi og Plató. Við sálgreiningu er lögð áhersla á að fólk rifji upp drauma sína og noti þá síðan í sálgreiningunni sem efnivið til túlkana. Sálgreinendur trúa því að draumar innihaldi dulda merkingu sem sé eins konar dulbúnar tilfinningar sem ekki séu í vitundinni að öllu jöfnu. Með því að láta fólk tala um og tengja drauminn öðrum hugsunum telur sálgreinandinn sig geta fundið hina dýpri merkingu draumsins. Hvers vegna dreymir okkur? Eins og gildir um flest í sam- bandi við svefn er lítið vitað um hver tilgangur drauma er. Líklegt er þó að vöðvaslökunin í draum- svefni þjóni hvíldarhlutverki. Við mat á tilgangi draumsvefns er mik- ilvægt að gera sér grein fyrir að draumsvefn kemur ekki eingöngu fyrir hjá mönnum heldur hjá öllum spendýrum og fuglum. Pað er at- hyglisvert að rándýr dreymir mun meira en grasætur. Draumsvefn er yfirleitt meiri hjá ungu fólki en gömlu og jafnvel er talið að draum- svefn komi fyrir á fósturskeiði. í draumsvefni verða ýmsar Frægur draumur í Laxdæla sögu er sagt frá fjórum draumum Guðrúnar Ósvífursdóttur: „Sá var hinn fjórði draumur minn að eg þóttist hafa hjálm á höfði af gulli og mjög gim- steinum settan. Eg þóttist eiga þá gersemi. En það þótti mér helst að að hann var nokkurs til þungur því að eg fékk varla valdið og bar eg hallt höfuðið og gaf eg þó hjálminum enga sök á því og ætlaði ekki að lóga honum. En þó steyptist hann af höfði mér og út á Hvammsfjörð og eftir það vaknaði eg." breytingar í ósjálfráða taugakerf- inu, breyting á hjartsláttartíðni, breyting á stjórnun hitastigs og fleira. Tilgangur þessa viðist tor- skilinn en tilgangur augnhreyfinga hefur verið skýrður sem þörf til að dreifa tárum yfir yfirborð augn- anna. Tilgangur þess að við upplifum drauma er ekki síður ráðgáta. Kenningarnar um yfirnáttúrulegt eðli þessa vitundarástands eru aldagamlar. Aðrir hafa verið með jarðbundnari skýringar. Sumir hafa sett fram þá kenningu að draumar séu eftirstöðvar þegar verið er að flokka hugsanir dagsins og tengja þær í langtímaminni. Aðrir ganga út frá því að heilinn virki eins og tauganet og álíta að draumar séu straumur tilviljana- kenndra upplýsinga sem hafi það hlutverk að hreinsa úr tauganetinu þráhyggjukenndar hugsanir og ranghugmyndir. Draumar séu þannig til þess að hjálpa okkur að gleyma. Samkvæmt þessum skiln- ingi getur því verið skaðlegt að reyna að rifja upp drauma sína. Margt mælir þó gegn þessum kenningum. Það sem einkum bendir til fánýtis drauma er að sum þunglyndislyf virðast geta komið í veg fyrir að fólk dreymi vikum saman, án þess að séð verði að fólk beri skaða af. Sögur um að fólk yrði vitstola ef það væri svipt draumsvefni marga daga í röð hafa ekki reynst á rökum reistar. Áhugi á draumum Hér á landi hefur lengi verið mikill áhugi á draumum, um það vitnar mikill fjöldi bóka sem gefinn hefur verið út um þetta efni. Áhugi sumra íslendinga á draumum speglast meðal annars í séríslenskri trúarstefnu nýalssinna sem leggja mikið upp úr hlutverki draumalífsins. Líklega eru draumar í eðli sínu nokkuð sem aldrei verður hægt að rannsaka að fullu. Ef til vill er það einmitt það sem heillar fólk og gef- ur ímyndunaraflinu lausan taum- inn. ítarefni: Matthías Jónasson: Eðli drauma. Bókaút- gáfa Menningarsjóðs, 1983. Dr. Helgi Kristbjarnarson læknir er sérfræðingur í taugalífeðlisfræði og geðlækningum. Hann starfar á geð- deild Landspítalans. Helgi hefur nýlega skrifað um drauma í tímaritið Geðvernd og er þcssi grein að miklu leyti samhljóða þeirri greinrPar er birt heimildaskrá. í Heilbrigðismálum hafa birst greinar eftir Helga um hrotur (3/1986) og um svefnleysi (3/1988). 20 heilbrigðismAl 4/1991

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.