Heilbrigðismál - 01.12.1991, Blaðsíða 24

Heilbrigðismál - 01.12.1991, Blaðsíða 24
HEILBRIGÐISMÁL / Ljósmyndarinn Næringarefni í brauði Rúgbrauð og maltbrauð eru trefjaefnaríkust en mest fita er í hamborgarabrauði og pylsubrauði Grein eftir Pyrí Valdimarsdóttur Niðurstöður úr nýlegri neyslu- könnun Manneldisráðs sýna að ís- lendingar borða mikið af dýraaf- urðum en heldur lítið af brauði, grænmeti og ávöxtum. Manneldis- ráð mælir með fjölbreyttu fæðuvali úr eftirtöldum fæðuflokkum: Korn- mat; mjólkurmat; grænmeti og ávöxtum; kjöti, fiski og eggjum. Brauð eru ein hollasta kornafurðin og því ætti að auka neyslu á þeim. Við fæðudeild Rannsóknastofn- unar landbúnaðarins hefur nær- ingargildi brauðs verið rannsakað í 312 brauðuppskriftum frá bak- aríum víðs vegar af landinu. Teg- undanöfn í öllum þessum upp- skriftum voru þó aðeins átján: Bóndabrauð, franskbrauð, hafra- brauð, hamborgarabrauð, heil- hveitibrauð, heilsubrauð, korn- brauð, maltbrauð, múslíbrauð, normalbrauð, pálmabrauð, pylsu- brauð, rúgbrauð, skólabrauð, soja- brauð, sólkjarnabrauð, trefjabrauð og þriggjakornabrauð. Magn kol- vetna, trefjaefna, próteina, fitu og natríums var athugað í brauðteg- undunum. Hér verður gerð nokk- ur grein fyrir þessum næringarefn- um. Þess skal getið að innan sama tegundanafns voru gildi næringar- efna mishá en meðaltal er hér lagt til grundvallar. Kolvetni er mikilvægasta nær- ingarefnið í brauði. Öll brauð eru rík af kolvetnum en rúgbrauð er með hæsta gildið, 54,8 grömm, og trefjabrauð með lægsta gildið, 46,5 grömm í hundrað grömmum. Til að skýra þennan mun er nauð- synlegt að vita um næringargildi aðalhráefnanna, rúgmjöls í rúg- brauði og hveitis í trefjabrauði. Rúgmjöl er með hærra kolvetna- gildi og lægra próteingildi heldur en hveiti. I rúgbrauði og malt- brauði er mikið rúgmjöl og þessar tegundir eru því með mest af kol- vetnum. Hveitibrauð eins og franskbrauð er með lægra kol- vetnagildi. Trefjabrauð og sól- kjarnabrauð, sem innihalda bæði hveiti og fræ, eru þó með minna af kolvetnum því að fræ eru kol- vetnasnauðari en annað kornmeti. Mestur hluti kolvetna í brauðum er sterkja, en hún telst einmitt til flókinna kolvetna sem talið er æskilegt að auka í fæði. í brauðum er alltaf örlítið af sykri. Þrúgusykur myndast við niðurbrot á sterkju mjölsins og oft er dálitlum sykri bætt í brauð til bragðbætis og sem næringu fyrir gerið. í flestum brauðtegundum er frá 0,3 grömm- um til 6 gramma af sykri í hundrað grömmum en í seyddu rúgbrauði getur sykurmagnið þó verið 15 grömm. Trefjaefni eru einnig hluti kol- vetnanna. Þessi efni eru frábrugð- in öðrum kolvetnum að því leyti að meltingarensím mannsins vinna ekki á þeim. Trefjaefni eru nauð- synleg í fæðunni því þau gegna mikilvægu hlutverki í meltingar- starfsemi líkamans. Kornmeti er yfirleitt mjög góður trefjaefnagjafi, rúgmjöl er þó ívið trefjaefnaríkara en heilhveiti. Brauð sem inniheld- Kolvetni Grömm í 100 grömmum. Rúgbrauð 54,8 Maltbrauð 51,4 Normalbrauð 51,3 Pylsubrauð 51,2 Hamborgarabrauð 50,7 Kornbrauð 50,1 Bóndabrauð 49,5 Pálmabrauð 49,4 Skólabrauð 49,3 Heilhveitibrauð 49,3 Franskbrauð 49,1 Hafrabrauð 48,0 Múslíbrauð 48,0 Heilsubrauð 47,7 Þriggjakornabrauð 47,6 Sojabrauð 47,0 Sólkjarnabrauð 46,5 Trefjabrauð 46,5 Trefjaefni Grömm í 100 grömmum. Rúgbrauð 7,5 Maltbrauð 7,1 Heilsubrauð 5,3 Sólkjarnabrauð 5,3 Múslíbrauð 5,2 Þriggjakornabrauð 5,1 Kornbrauð 5,1 Heilhveitibrauð 5,1 Bóndabrauö 4,8 Pálmabrauð 4,8 Trefjabrauð 4,8 Skólabrauð 4,6 Normalbrauð 4,5 Sojabrauð 4,3 Hafrabrauð 3,6 Hamborgarabrauð 2,7 Pylsubrauð 2,6 Franskbrauð 2,5 24 heilbrigðismál 4/1991

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.