Heilbrigðismál - 01.12.1991, Blaðsíða 31
Aftnrkippur
Þegar maður er úr allri hættu eftir
slys dregur úr líkamlegum streitu-
einkennum, afneitun og tilfinninga-
dofa. Tilfinningaviðbrögð verða ráð-
andi um leið og viðkomandi gerir
sér grein fyrir hverjar afleiðingar
slysið gæti haft. Óttakenndin fylgir
gjarnan úr hættuskeiðinu yfir í aftur-
kippsskeið sem varir í eina til sex vik-
ur. Fyrstu fjórar vikurnar fækkar
einkennum án þess að nokkuð sé
gert. Þau einkenni sem þá eru eftir
eru oft nokkuð stöðug og geta verið
byrjun á sjiíklegu ástandi ef ekki er
brugðist rétt við.
Dæmigerð einkenni á aftur-
kippsskeiði eru: Ótti, eirðarleysi,
svefntruflanir, draumar og mar-
traðir af slysstað, vöðvaspenna og
skjálfti, ótti við að koma aftur á
slysstað, mikil viðkvæmni í lund,
maður er uppstökkur, ofurvið-
brögð við hljóðáreiti, grufl um að
hafa lifað af samfara tilfinningu um
létti, sekt, sorg eða depurð, andleg
og félagsleg einangrun.
Síðan tekur við úrvinnsluskeið
sem varir í einn til sex mánuði.
Hátternið getur þá einkennst af
gremjuviðbrögðum og tortryggni,
ásamt einangrunarhneigð. Líta má
á þetta sem varnarviðbrögð gagn-
vart yfirþyrmandi tilfinningum og
upplifunum, sem sjúklingurinn
vill komast undan.
Hjá slösuðum minnkar sárs-
aukaþol, og sífelld verkjaupplif-
un setur svip á ástandið. Einn-
ig bætast við áhyggjur af útlitslýt-
um, fötlun og skertri vinnuhæfni.
Langvarandi lega í sjúkrarúmi
veldur þeim sem eru vanir því
að fá útrás með líkamsáreynslu
og hreyfingu þungbærum hömlum
og eykur á bjargarleysistilfinn-
ingu.
Hætt við hugsýki
Bataskeið þeirra sem lent hafa í
alvarlegum slysum er gjarnan talið
hefjast hálfu ári eftir slysið og ljúka
innan árs. Annað hvort nær við-
komandi góðu andlegu jafnvægi
og sjálfsstjórn með góðri heilsu á
þessum tíma, eða með honum hef-
ur þróast slysahugsýki. Mörkin
eru þó ekki skýr. Síðkomin ein-
kenni eru ekki alltaf eins langvar-
andi og djúpstæð og áður var hald-
ið.
Viðvarandi streituviðbrögð
þarfnast skilyrðislaust sérhæfðrar
meðferðar. Reynslan sýnir að ann-
ars þróast þau í langvarandi
hugsýki. í slysahugsýki hafa fru-
meinkenni fyrri streituskeiða, svo
sem meðvitaður ótti og martraðir,
oftast vikið fyrir afleiddum ein-
kennum. Höfuðverkir, svimi og
önnur líkamseinkennni eru áber-
andi. Ekki má rugla þessum ein-
kennum saman við afleiðingar
heilaáverka. Einnig eru oft áber-
andi: Kvartanasýki, þreytugirni,
einbeitingarskortur, pirringur, ein-
angrunarhneigð og tilhneiging til
reiði í bland við tortryggni.
Mikilvægt er að ástandið hafi
sem minnstar sálarlegar og félags-
legar flækjur í för með sér. Líkur á
að meðferð beri árangur eru þeim
mun betri sem fyrr er hafist handa.
Leggja skal áherslu á að ljúka
nauðsynlegum líkamsrannsóknum
sem fyrst og að mæta ásókn sjúkl-
ings í endurteknar rannsóknir með
rökstuddri festu. Mikilvægt er að
tryggingauppgjör vegna slyss
dragist ekki á langinn.
Rétt hjálp á réttum tíma
Eftir að þeir sem orðið hafa fyrir
andlegu áfalli í slysi eru komnir til
rannsóknar og meðferðar á sjúkra-
stofnun, ber að veita þeim áfram
tilfinningalega bráðahjálp. Eins og
á slysstað ber að leggja áherslu á
styðjandi nálægð, hlusta og taka
breytilegum og óvæntum tilfinn-
ingum án mikilla andsvara. Svara
skal spurningum varðandi slysið
með greinargóðum upplýsingum
og ganga úr skugga um að svörin
hafi skilist. Hjálpa skal skjólstæð-
ingnum til að tala um hættuna, ótt-
ann, sársaukann, vandann og
hjálpa honum til að gráta og
syrgja. Ræða skal veruleikann
smám saman, hversu ógnvekjandi
sem hann er, tala af raunhæfri
bjartsýni um möguleikana fram-
undan. Sameina ætti fjölskyldur
sem fyrst, og hvetja til venjulegra
lífshátta og starfa strax og raun-
hæft er vegna heilsunnar.
Venjulega er geðhjálp í viðlög-
um fyrst eftir slys viðfangsefni
annarra en geðlækna, en þeir geta
lagt til þekkinguna. Síðkomin
streitueinkenni eftir slys gefa oft
tilefni til sérhæfðrar geðlæknis-
meðferðar eða sálfræðimeðferðar.
Eðlilegt er að spyrja hver sé æski-
legur viðbúnaður á þessu sviði hér
á landi og hverjum beri að skipu-
leggja hann. Við eigum enn eftir
að takast á við afleiðingar umferð-
arslysa, sjóslysa, flugslysa og elds-
voða, ennfremur afleiðingar nátt-
úruhamfara eins og jarðskjálfta,
skriðufalla og eldgosa. Því ber að
fagna að síðustu misseri hefur ver-
ið allnokkur umræða um þetta
efni. Orð eru til alls fyrst.
ítarefni:
1. B. Raphael: When disaster strikes. How
individuals and communities cope with cat-
astrophe. Basic Books, New York, 1986.
2. N. Retterstöl og L. Weisæth: Katastrofer
og kriser. Universitetsforlaget, Oslo, 1985.
3. A. Sund: Ulykker, katastrofer og stress.
Psykiske reaksjoner, hjeip og beredskap.
Gyldendal Norsk Forlag, Oslo, 1985.
Sigmundur Sigfússon geðlæknir er
yfirlæknir geðdeildar Fjórðungssjúkra-
hússins á Akureyri. Hann hefur skrif-
að ftarlegri grein um sama efni (Al-
mannatryggingar, 1990) par sem með-
al annars er fjallað rneira um hlutverk
björgunarfólks og starfsmanna heil-
brigðisþjónustu.
I síðasta hefti Heilbrigðismáia var
grein eftir Sigmund um lífsvilja ungs
fólks.
HEILBRIGÐISMÁL 4/1991 31