Heilbrigðismál - 01.06.1995, Qupperneq 4

Heilbrigðismál - 01.06.1995, Qupperneq 4
Sigurður Stefán Jónsson - Tómas Jónasson Innlent Raunveruleg náttúruvernd Skóglendi jarðar er mikilvæg auðlind en skógur hefur þann eig- inleika að binda koltví- sýring. í Laufblaðinu segir að hver íslendingur gróðursetji að meðaltali um 20 plöntur á ári, hver Norðmaður 17 plöntur og hver Svíi um 30 plöntur. Aðrar þjóðir Evrópu eru ekki hálfdrættingar í samanburði. í blaðinu segir að skógrækt, sem hófst hér um aldamótin sé fyrsti vottur um raun- verulega náttúruvernd hér á landi. Blóðberg setur svip á holt og móa síðsumars. Það er ein þeirra lækn- ingajurta sem Sigmund- ur Guðbjamason og fleiri eru nú að fara að rannsaka fyrir styrk frá Rannsóknaráði íslands. Meðan annarra jurta eru lúpína og hvönn. Er það fiskneyslu mæðra að þakka að börnin fæðast þyngri? Þyngri börn Norrænn samanburður á þyngd barna við fæð- ingu sýnir að íslensk börn eru að jafnaði 100- 200 grömmum þyngri en börn í Danmörku, Finn- landi, Noregi og Svíþjóð. Það eru helst færeysk börn sem eru jafnokar hinna íslensku. Þar hefur verið leitað skýringa á þessum mun og komið í ljós að mæður sem borða oft fisk eignast þyngri börn en þær sem eru lítið fyrir fiskmeti. Vísinda- menn hafa getið sér þess til að omegafitusýrur í fiski stuðli að auknu blóðflæði til fylgjunnar og geti einnig dregið úr líkum á að börnin fæðist fyrir tímann. Líðan í krabba- meinsmeðferð Hjúkrunarstjórn St. Jósefsspítala, Landakoti hefur gefið út bækling sem ber heitið: "Heilsu- samlegt líf í krabba- meinsmeðferð. Úrræði og ábendingar." Fjallað er um þekktar aukaverkanir krabbameinsmeðferðar sem snerta daglegt líf sjúklinga og aðstandenda þeirra og er meðal ann- ars byggt á niðurstöðum rannsókna sem Jóhanna Bernharðsdóttir hjúkrun- arfræðingur vann að. Bæklingurinn er tví- skiptur. í fyrri hlutanum eru kaflar um meðferð krabbameins, breytingar á andlegri og líkamlegri líðan og breytingar á orku og úthaldi. í seinni hlutanum er rætt um matarlyst og breytingar á skynjun, meltingu o. fl. Arðbærar framkvæmdir Vegagerðin fylgist vel með fjölda slysa á þjóð- vegum landsins og gerir tillögur til úrbóta þar sem slysatíðni er mest. Hafnarfjarðarvegur um Amarneshæð var annál- uð slysagildra. Þar urðu 26 slys að meðaltali á ári frá 1987 til 1989, þar af slasaðist fólk í sjö tilfell- um á ári. Haustið 1990 voru tekin í notkun mis- læg gatnamót á þessum stað og þá fækkaði um- ferðarslysum um meira en helming enda þótt umferð hafi aukist. Árin 1991 til 1994 urðu að meðaltali tíu umferðar- slys á ári á gatnamótun- um, þar af tvö á ári með meiðslum. Að sögn Auðar Þóru Árnadóttur verkfræðings hjá Vegagerðinni eru fleiri dæmi um arðbærar framkvæmdir, til dæmis þegar gert var hringtorg við Langatanga í Mos- fellsbæ fyrir sjö árum. Fyrir breytinguna voru fjögur slys á ári en tvö að meðaltali á ári eftir að hringtorgið var tekið í notkun. Hafa ber í huga að breytt skráning um- ferðarslysa vorið 1988 hefur einhver áhrif til lækkunar á tölur um um- ferðarslys án meiðsla en ekki þau tilvik þegar fólk slasast. Brúin yfir Hafnarfjarðar- veg við Arnarneshæð kostaði mikið en við þessa framkvæmd hefur slysum fækkað verulega. 4 HEILBRIGÐISMÁL 2/1995

x

Heilbrigðismál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.