Heilbrigðismál - 01.06.1995, Blaðsíða 28

Heilbrigðismál - 01.06.1995, Blaðsíða 28
Tómas Jór Meðferð á staðbundnum sjúkdómi Engin meðferð - eftirlit. Ekki virðist þörf á að meðhöndla alla karlmenn með staðbundið krabbamein í blöðruhálskirtli. Gildir þetta sérstaklega um þá sem kornnir eru yfir sjötugt og ef krabbameinið er af lágri gráðu. Einnig á þetta við um þá sem eru með aðra sjúkdóma sem stytt geta líf því ekki er tal- ið réttlætanlegt að meðhöndla staðbundið krabbamein nema góðar líkur séu á að sjúklingur- inn geti lifað að minnsta kosti í tíu ár. Sumir taka þann pól í hæðina að bíða með meðferð eða hafna henni vegna þeirra aukaverkana sem hún getur haft í för með sér og vilja frekar taka áhættuna á að sjúkdómur- inn sæki fram. Kjósi einhver að bíða með meðferð og mæta í reglubundið eftirlit er að sjálf- sögðu alltaf hægt að endur- skoða þá ákvörðun síðar, sér- staklega ef æxlið stækkar, PSA gildi hækkar eða einkenni koma fram. Geislameðferð. Krabba- meinslæknir með sérþekkingu á geislameðferð annast meðferð- ina. Með sneiðmyndatækni er fundin nákvæm staðsetning biöðruhálskirtilsins. Geisium er síðan beint á kirtilinn en reynt að sjá til þess að aðliggjandi líf- færi svo sem þvagblaðra eða endaþarmur verði fyrir sem minnstri geislun. Geislarnir eiga að eyða krabbameinsfrumun- um. Meðferðin er veitt fimm daga vikunnar í fimm til sjö vik- ur og sjúklingurinn getur verið heima eða jafnvel stundað vinnu þess á milli. Algengar aukaverkanir meðan á meðferð stendur og fyrstu vikurnar eftir að henni lýkur eru vegna óhjá- kvæmilegrar geislunnar á blöðru og endaþarm. Þvaglát og hægðir geta orðið tíðari og jafn- vel getur blætt með þvagi eða hægðum. Lyfjameðferð vinnur oft vel á þessum einkennum. Sjaldgæft er að aukaverkanirnar verði það slæmar að ekki sé hægt að ljúka geislameðferð. Langtímaaukaverkanir geta ver- ið minnkuð kyngeta, örvefs- myndun í þvagrás, þvagleki og blöðrubólga. Skurðaðgerð. Mikil þróun hefur átt sér stað síðastliðinn áratug í Bandaríkjunum á skurðaðgerð til að nema kirtil- inn brott og hefur hún aðallega miðað að því að vernda kyn- getu og minnka hættu á þvag- leka eftir aðgerð. Venjulega er skorið milli nafla og lífbeins. Fyrst eru kannaðir eitlar í grind- arholi og ef krabbameinsfrumur finnast þar er kirtillinn ekki fjar- lægður. Ef krabbameinsfrumur eru ekki í eitlunum er haldið áfram og kirtillinn ásamt sáð- blöðrum fjarlægður. Nærri kirtl- inum til hvorrar hliðar eru taug- ar og æðar sem fara til getnað- arlimsins og stjórna hörðnun hans. Ef allt gengur að óskum er sjúklingurinn á sjúkrahúsi í allt að viku en fer síðan heim með þvaglegg sem tekinn er þremur vikum eftir aðgerð. Æðabólgur í fótum, blæðingar og sýkingar eru helstu hætturn- ar fyrst eftir aðgerð. Búast má við að um fjórðungur sjúklinga hafi áreynsluþvagleka sem get- ur verið allt frá nokkrum drop- um við hósta eða skyndilega áreynslu upp í það að viðkom- andi þurfi að ganga reglulega með bindi. Hafi kyngeta verið eðlileg fyrir aðgerð má búast við að svo verði áfram hjá helm- ingi þeirra sem fara í aðgerðina. Hinn helmingurinn hefur lakari eða enga hörðnun á eftir en hægt er að hjálpa flestum þeirra með lyfjameðferð eða öðrum ráðum. E.J. Krabbamein í blöðruhálskirtli er algengast allra krabbameina hjá körlum, hér á landi og í nálægum Iöndum. Ar hvert greinast á annað hundrað Islendingar með sjúk- dóminn. þar til einkenni koma fram, enda er þessi meðferð líknandi en ekki læknandi. Krabbameinsfrumur þarfnast í flestum tilvikum karl- kynshormónsins testósteróns til vaxtar og viðhalds og með því að fjarlægja hormónið úr blóðinu hop- ar meinið og leggst í dvala. Krabba- meinsfrumurnar drepast þó aldrei alveg og geta síðar brotist undan þessari hormónaþörf og vaxið áfram. Fylgikvillar þessarar með- ferðar er minnkuð kynhvöt og stundum svitakóf en ekki verða neinar útlitsbreytingar eða breyt- ingar á rödd sem eru algeng áhyggjuefni þeirra sem þurfa á meðferðinni að halda. Leit ekki raunhæf? Oft er spurt hvort ekki eigi að skipuleggja hóprannsókn meðal karlmanna vegna þessa sjúkdóms, Vaxandi tíðni Tíðni krabbameins í blöðruhálskirtli, miðað við 100.000 karla. Upplýsingar frá Krabba- meinsskránni og Hagstofunni. Nýgengi Dánartíðni 1955-1964 16,1 7,6 1965-1974 28,7 11,9 1975-1984 39,8 13,9 1985-1994 60,7 20,2 28 HEILBRIGÐISMÁL 2/1995

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.