Heilbrigðismál - 01.06.1995, Blaðsíða 10

Heilbrigðismál - 01.06.1995, Blaðsíða 10
Nýir smitsjúkdómar Hvers vegna eru þeir alltaf að koma upp? Grein eftir Harald Briem Löngum hafa farsóttir og orsakir þeirra verið mönnum hulin ráð- gáta. A vordögum þessa árs voru menn enn minntir á þá hættu sem stafar af nýjum sóttum. í Zaire hafði brotist út banvænn faraldur, kenndur við fljótið Ebóla. Orsökin er veirusýking en ekki er vitað hvaðan hún kemur og hvernig hún berst til manna. Engin lækning er til við þessum sjúkdómi en með því að beita hefðbundinni smitgát tókst að stöðva faraldurinn áður enn hann náði umtalsverðri útbreiðslu. Á undanförnum áratugum hefur þekking aukist á faraldsfræði smit- sjúkdóma og þýðingu farsótta á þróunarsögu mannsins. Ljóst er að Sagan segir að ekki hafi þurft nema tvö hundruð hermenn til að leggja Inkaríkið í Suður-Ameríku undir Spán á sextándu öld, en teikningin á að vera frá innrás- inni. Það vill oft gleymast að inn- rásarherinn bar með sér mislinga og bólusótt sem tóku ómakið af spönsku hermönnunum og brutu Indíánana á bak aftur með miklu mannfalli. margir mismunandi þættir hafa áhrif á það hvort örvera veldur sjúkdómi og farsótt. Fjórir þættir skipta einkum máli. /fyrsta lagi eru það breytingar í umhverfi manns- ins, í öðru lagi breytingar á mannin- um sjálfum (sem hýsir sýkla og aðrar örverur og er því stundum nefndur hýsill), í þriðja lagi geta vel þekktar gamlar örverur breytt um eðli og valdið sjúkdómi og í fjórða lagi geta komið fram alveg nýjar og áður óþekktar örverur, bæði bakt- eríur og veirur, með slíka eigin- leika. Breytingcir í umhverfi Fólksfjöldi. Líkurnar á að smit- sjúkdómur nái fótfestu í samfélagi og verði landlægur eru háðar fólks- fjöldanum og meðgöngutíma sjúk- dómsins. Sjúkdómar með mjög stuttan meðgöngutíma verða ekki landlægir nema í fjölmennum og þéttbýlum löndum en sjúkdómar með mjög langan meðgöngutíma haldast við á fámennum svæðum. Af þessu má ráða að sumir sjúk- dómar voru ekki til í árdaga mannsins. Áður fyrr voru samfélög mjög fámenn, menn stunduðu veiðar og fæðusöfnun en höfðu engin húsdýr. Á þessum tíma var útilokað að sjúkdómar eins og in- flúensa, sem hefur tveggja til þriggja daga meðgöngutíma, eða mislingar hefðu þrifist og náð fót- festu. Fyrir um það bil sex til tíu þúsund árum hófst akuryrkja og önnur atvinnuþróun fylgdi í kjöl- farið, fólk fór að safnast saman í stórum borgum og sköpuð voru skilyrði fyrir nýja sjúkdóma. Á síð- ustu nokkur hundruð árum hafa þéttbýliskjarnar stækkað sífellt og í stærstu borgum eru nú tugir millj- óna manna. Inflúensufaraldri var fyrst lýst árið 1580 en það var ekki fyrr en seint á síðustu öld að stórir in- flúensufaraldrar fóru að geisa og náðu yfir mikinn hluta jarðarinnar. Sá stærsti og alvarlegasti þessara faraldra var spánska veikin sem gekk 1918-1919 og lagði að velli á þriðja tug milljóna manna í heimin- um á örfáum mánuðum. Enda þótt alnæmi sé talinn nýr sjúkdómur er meðgöngutíminn það langur (að meðaltali tíu ár) að ekki er óhugs- andi að hann hafi lengi verið land- lægur í fámennum og einangruð- um byggðalögum í Mið-Afríku. Fólksflutningar hafa mikla þýð- ingu varðandi útbreiðslu nýrra sjúkdóma. I fjölmennum samfélög- um þar sem smitsjúkdómar eru viðvarandi skapast af og til aðstæð- ur til að takmörkuð farsótt geti brotist út. Ef nýsmitaður einstak- lingur frá slíku þjóðfélagi kemst yf- ir í einangrað og ósýkt samfélag eru nánast allir þar móttækilegir fyrir sjúkdómnum og mjög margir sýkjast. Sé dánartíðni sjúkdómsins há verða afleiðingarnar skelfilegar fyrir samfélag sem skortir slíka sjúkdómsreynslu. Á sögulegum tíma hafa að minnsta kosti þrisvar orðið hörmungar á heimsmæli- kvarða af þessum orsökum. í fyrsta skiptið gerðist það þegar verslunartengsl opnuðust milli Kína og Evrópu á annarri og þriðju 10 HEILBRIGÐISMÁL 2/1995

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.