Heilbrigðismál - 01.06.1995, Blaðsíða 5

Heilbrigðismál - 01.06.1995, Blaðsíða 5
 s ■• rn • S-< t ír.j ’A. .(■<■ T, '.. ... ...■'• Hvað þarf fitan í popp- korninu að minnka mik- ið til að það teljist létt popp? Hvað er létt? Samkvæmt nýjum regl- um um umbúðamerking- ar matvæla er ekki heim- ilt að merkja vöru sem létta, fituskerta eða syk- urskerta nema í henni sé fjórðungi minna en í sambærilegum matvæl- um af þessum efnum, svo og að heildarorka úr vörunni sé minni sem þessu nemur. Sem dæmi má nefna að í venjulegu poppkorni er 15% fita og því er leyfilegt að tala um létt poppkorn ef fitan er 11% eða minni. Reyklausum skólum fjölgar Skólastjórar á annað hundrað grunnskóla hafa sent tilkynningar til Tób- aksvarnanefndar um að skólarnir séu reyklausir vinnustaðir og hafa feng- ið viðurkenningarskjöl því til staðfestingar. Þetta er rétt um helmingur allra grunnskóla. Reyk- ingar nemenda eru bann- aðar í öllum grunnskól- um og auk þess eru reykingar víða bannaðar á skólalóðum. í blaðinu "Skýlaust", c sem Krabbameinsfélag | Reykjavíkur gaf út í vor, t kemur fram að margir e framhaldsskólar hafa út- hýst reykingum svo sem Fjölbrautaskóli Vestur- lands, Framhaldsskóli Vestfjarða, Menntaskól- inn á Akureyri, Fram- haldsskólinn á Húsavík, Framhaldsskólinn í Aust- ur-Skaftafellssýslu, Flens- borgarskóli í Hafnarfirði og Menntaskólinn í Kópavogi. Þá hefur Kennaraháskóli íslands verið reyklaus vinnu- staður síðan í haust. Heilsuvörur úr fjallagrösum Fjallagrös hafa um ald- ir verið notuð til matar- gerðar og í lækninga- skyni, til dæmis við sár- indum í hálsi, meltingartruflunum og á þurra húð. Nú hafa ís- lensk fjallagrös hf. sett á markað heilsuvörur úr þessum fléttum, fjalla- grasahálstöflur, fjalla- grasahylki og fjallagrasa- áburð. í bæklingi frá fyr- irtækinu er sagt að enn sé lítið hægt að fullyrða um áhrif fjallagrasa á mannslíkamann en í vís- indatilraunum hafi verið sýnt fram á að efni í grösunum geti hindrað vöxt baktería og krabba- meinsfruma og örvað virkni ónæmiskerfisins. Menguð mold Niðurstöður mælinga á jarðvegi við fjölförnustu gatnamót í Reykjavík sýna að blý er víða yfir viðmiðunarmörkum. Jarðvegurinn yrði þar af leiðandi dæmdur óhæfur til matjurtaræktunar. Þetta kemur fram í grein eftir Björn Guðbrand Jónsson umhverfis- ráðgjafa í Sveitarstjórnar- málum. Þar segir einnig að sambærilegar niður- stöður hafi orðið af mæl- ingum á nikkel, kad- míum, zinki og kopar. Sagt Bærilegt hungur Gott er að borða sig aldrei pakksaddan en þó alltaf mettan. Eins að borða þegar svengdin segir til sín en ekki bíða þar til hungrið verður óbærilegt og við hefjum stjórnlaust át. Anna E. Ólafsdóttir tiæringar- fræöingur. DV, 15. febrúar 1995. Bygging eða sjúkrahús? Byggingaframkvæmdir við sjúkrahús eru góðar fyrir atvinnuástandið en verða aldrei annað en tómur rammi eða minn- ismerki um góðan vilja ef fjármagn til tæknibúnað- ar og ráðningar sérhæfðs starfsfólks vantar til að gera bygginguna að sjúkrahúsi. Júlíus Gestsson yfirlæknir. Dagur, 4. apríl 1995. Þjóðarböl Hinar neikvæðu afleið- ingar áfengisneyslu okk- ar íslendinga eru stærsta heilbrigðisvandamál okk- ar, stærsta einstaka orsök heilsuleysis, örorku og líkamlegra og andlegra þjáninga, stærsta fé- lagslega vandamál okkar og síðast en ekki síst stærsta orsök mannlegrar niðurlægingar á landi hér. Pétur Pétursson heilsugæslu- læknir. Dagur, 11. maí 1995. Síst of mikið í krónum talið kostuðu heilbrigðismálin um 132 þúsund krónur á hvern íbúa árið 1994 sem er svipuð fjárhæð og árið 1988 (á sama verðlagi). Alþjóðasamanburður sýnir að árangur okkar er góður, að heilbrigðis- kostnaður er síst of mikill. Jóhann Rúnar Björgvinsson hag- fræðingur. DV, 7. apríl 1995. Neyðaróp Stundum þarf örvingl- an til að eygja von. Stjörnurnar sjást best í svartasta náttmyrkri. Lamandi örvænting get- ur breyst í styrk. Sjálfs- morðstilraun er kall á hjálp, miklu skiptir að svara því kalli. Óttar Guömundsson geölæknir. DV, 29. apríl 1995. Arðbær bylting Ef hægt væri með fyr- irbyggjandi aðgerðum að fá fólk til að hætta að reykja og drekka og fara að borða hollan mat, hreyfa sig mikið og stunda slökun, byltir það heilsufari þjóðarinnar til batnaðar, þegar til langs tíma er litið. En það linar ekki kostnað ríkisins á líðandi stund. Jónas Kristjánsson ritstjóri, DV, 12. ágúst 1995. HEILBRIGÐISMÁL 2/1995 5

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.