Heilbrigðismál - 01.06.1995, Blaðsíða 17

Heilbrigðismál - 01.06.1995, Blaðsíða 17
Tómas Jói rækt og líkur á myndun brjósta- krabbameins. Flestar greinanna hafa sýnt að líkamsrækt minnkar hættuna á brjóstakrabbameini. Árið 1985 birtist markverð grein sem tók til rúmlega fimm þúsund kvenna sem stundað höfðu nám í fram- haldsskólum og háskólum í Banda- ríkjunum. Helmingur þeirra hafði stundað miklar íþróttir í skóla, ver- ið í keppnisliðum og æft reglulega öll skólaárin. í ljós kom að 24 íþróttakonur höfðu fengið brjósta- krabbamein en 45 úr hópnum sem litlar eða engar íþróttir hafði stund- að. Þetta eru ekki háar tölur en segja svipaða sögu og sögð var hér að framan. Sú fækkun tilfella sem fram kemur við íþróttaiðkun í þess- ari rannsókn er aðallega vegna fækkunar brjóstakrabbameinstil- fella í konum eldri en fertugt. Til að gæta hlutlægni segjum við einnig frá rannsókn sem birtist árið 1994 en niðurstöðurnar eru túlkað- ar á þann hátt að hreyfing minnk- aði ekki líkur á brjóstakrabbameini heldur jafnvel þvert á móti. í þess- ari rannsókn sem var framsæ (prospective), tóku þátt rúmlega tvö þúsund konur. Þessar konur höfðu 25 árum áður, þá á aldrinum 35-65 ára, verið spurðar um hreyf- Konur ættu að fara að hugsa sér til hreyfings, í þess orðs fyllstu merkingu, til að bæta heilsuna. ingu á tveggja ára tímabili. Tuttugu og fimm árum síðar höfðu 170 þeirra fengið brjóstakrabbamein. Fáar kvennana hreyfðu sig mikið og þegar betur var að gáð kom í ljós að líkamsrækt þessi tvö ár gaf ekki góðar upplýsingar um hreyf- ingu hverrar konu þann aldarfjórð- ung sem síðan var liðinn. Niður- stöðurnar verða því ekki til að draga úr gildi þeirra tveggja greina sem áður eru nefndar. Þó að niðurstöðurnar sem hér hafa verið raktar séu einungis vís- bending er vert að leiða hugann að því að hér er möguleiki að gera eitthvað sjálfur til að draga úr lík- unum á því að fá alvarlegan sjúk- dóm sem verður stöðugt algengari. Tíunda hver íslensk kona fær brjóstakrabbamein einhvern tím- ann á ævinni. Algengast er að brjóstakrabbamein greinist í konum á aldrinum 40-70 ára. Tilfellum meðal ungra kvenna hefur fjölgað á undanförnum árum. Einnig liggur þetta krabbamein í ættum og þá sérstaklega meðal ungra kvenna. Hvernig veitir líkamsrækt vernd gegn brjóstakrabbameini? Aukin hreyfing minnkar magn kvenhorm- óna í líkamanum. Öll hreyfing get- ur haft áhrif í þá átt að stytta seinni hluti tíðahringsins og lengja hvern tíðarhring en hvoru tveggja minnk- ar heildarmagn kvenhormóna í lík- amanum. Mjög mikil hreyfing get- ur valdið tíðaleysi. Á unglingsárum geta íþróttir seinkað því að blæð- ingar hefjist og verði reglulegar. Þetta er mikilvægt í ljósi þess að ungur aldur við upphaf blæðinga er mjög sterkur áhættuþáttur fyrir brjóstakrabbamein. Líkur á brjósta- krabbameini minnka um 10% fyrir hvert ár sem blæðingum seinkar. Þegar haft er í huga að æxlishnútur á sér langa sögu, oft áratuga langa, kemur ekki á óvart að lífshættir okkar sem unglinga og meðan við erum ungar konur geti skipt máli fyrir þennan sjúkdóm. Hreyfing er einnig talin geta haft jákvæð áhrif á ónæmiskerfið og hindra frekar æxl- ismyndun og seinka vexti þeirra krabbameina sem þegar hafa myndast. Of mikil þjálfun er þó tal- in geta verið líkamanum skaðleg. Við lifum á tímum vaxandi neyslu og minnkandi hreyfingar allt frá bernsku. Hér hafa verið raktar niðurstöður nýlegra greina sem gefa vísbendingar um, að til viðbótar við alla þá sjúkdóma sem við vitum að tengist þessum lífs- máta geti hann einnig stuðlað að aukinni hættu á brjóstakrabbameini og reyndar fleiri krabbameinum sem ekki hafa verið nefnd í þessari grein. í greininni sem var kveikjan að þessum skrifum kemur einnig fram að það er ekki of seint að byrja þó að unglingsárin séu liðin án mikillar hreyfingar. Það ætti að verða mörgum konum hvatning til að hreyfa sig meira. Helstu heimildir: 1. Leslie Bemstein og fl.: Physical exercise and reduced risk of breast cancer in young women. Joumal of the National Cancer Inst- itute 1994; 86: 1443-1448. 2. R. E. Frisch og fl.: Lower prevalence of breast cancer and cancers of the reproductive system among former college athletes compar- ed to non-athletes. Br. J. Cancer 1985; 52: 885- 891. 3. Joanne F. Dorgan og fl.: Physical activity and risk of breast cancer in the Framingham heart study. American Journal of Epidemio- logy 1994; 139: 7. Ingibjörg Guömundsdóttir læknir starfar á Rannsóknastofu Háskólans í meinafræði. Á námsárunum vann hún að BS-verkefni um brjóstakrabbamein og ónæmiskerfið. Kristín Sigurðardóttir læknir starfar á lyflækningadeild Borgarspítalans. Hún hefur meðal annars verið í pyrlu- sveit spítalans. HEILBRIGÐISMÁL 2/1995 17

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.