Heilbrigðismál - 01.06.1995, Blaðsíða 22
Tómas Jór
lagið þrífst líka á því, við verðum óánægð
með það sem við eigum og viljum breyta
til - fá eitthvað nýtt og betra. Þeirri skoðun
er stöðugt haldið að fólki að hamingjan
velti á því að svala sem flestum löngunum
og markvisst er stefnt að því að búa til nýj-
ar langanir. Þetta ýtir undir það sem ég
kalla tómhyggju gagnvart okkar hvers-
dagslega hlutskipti; við þraukum það
vegna einhvers nýs og spennandi sem er á
næsta leyti. Jafnframt deyfir þetta sýn okk-
ar á mikilvægi hinnar líðandi stundar og
gerir okkur vanþakklát gagnvart því sem
lífið hefur að bjóða hverju sinni.
Gildi lífsins
Það er því engin tilviljun að margir hafa
lýst því yfir að þeir hafi ekki lært að meta
gildi lífsins fyrr en eftir að þeir hafi lent í
lífskreppu af einhverju tagi. Slík reynsla
knýr fólk til þess að horfast í augu við sjálft
sig, vinna sig út úr vandanum eða læra að
lifa við hann. Algengt er að verðmætamat
fólks breytist við slíka reynslu og það sjái
þá jafnvel í fyrsta sinn hvað raunverulega
gefur lífinu gildi. Það er merkilegt að áföll
og ósigrar skuli vekja upp þakklætiskennd-
ina sem velgengnin hefur slævt.
„Órannsakað líf er einskis virði," sagði
Sókrates, og engin rannsókn er mikilvæg-
ari en sjálfsrannsókn. Það er því mikill mis-
skilningur, samkvæmt hinum fornu hug-
myndum, að ætla að hamingjan sé fólgin í
einberu áhyggjuleysi. Við tölum um
áhyggjuleysi dýranna, en það er mannin-
um eiginlegt að hafa áhyggjur af sjálfum
sér í þeim skilningi að hann lætur sig líf sitt
varða: Spyr um merkingu, gildi og tilgang.
Þessi tilvistaráhyggja er annars eðlis en hin
hversdagslegu áhyggjuefni sem alltof oft
ræna menn gleðinni. Ég held reyndar að
sjálft hamingjuhugtakið verði óskiljanlegt
nema í ljósi þess að við höfum hugmyndir
um það hvers konar lífi við viljum lifa.
Óhamingjan er í því fólgin öðru fremur að
finna mikið ósamræmi á milli þess hvernig
lífi maður lifir og þeirrar hugmyndar sem
maður gerir sér um gott og eftirsóknarvert
líf. En þótt bilið þarna á milli geti orðið
óbærilegt er hæfileg spenna sem myndast á
milli hugsjónar manns og veruleika sá afl-
vaki sem við þörfnumst í tilverunni.
Sáttur við sjálfan sig
Líkast til getur enginn verið hamingju-
samur nema hann sé sáttur við þá þætti í
heildarlífsmynstri sínu sem honum finnast
þýðingarmiklir. Þótt það geti verið breyti-
legt milli einstaklinga hvaða þættir þetta
eru, þá eru áreiðanlega einhverjir grunn-
Óhamingjan er
í því fólgin
öðru fremur að
finna mikið
ósamræmi á
milli þess
hvernig lífi
maður lifir og
þeirrar hug-
myndar sem
maður gerir sér
um gott og eft-
irsóknarvert líf.
Á þeirri stundu
sem manni
finnst hann
vera hamingju-
samur fagnar
hann lífi sínu
eins og það er;
hann er ánægð-
ur með sjálfan
sig og aðstæður
sínar.
þættir öllum mörmum sameiginlegir. Þessir
þættir koma í ljós ef við hyggjum að því
hvað einkenni þá tilfinningu sem við kenn-
um við hamingju. A þeirri stundu sem
manni finnst hann vera hamingjusamur
fagnar hann lífi sínu eins og það er; hann
er ánægður með sjálfan sig og aðstæður
sínar. Þetta þarf alls ekki að þýða það að
hann telji allt réttlátt og gott í kringum sig,
heldur að hann sé sáttur við þá þætti sem
hann telur mikilvægasta og hann getur
haft áhrif á. Hamingjan er því eins konar
sátt við hlutskipti sitt í heild og sú sátt er
líkast til óhugsandi nema manneskja sé
heil í þeim skilningi að ekki sé mikið ósam-
ræmi milli þess sem hún gerir og þess sem
hún þráir að vera. Jafnframt held ég að
hamingjan tengist heilindum þannig að
einstaklingurinn sé í góðum tengslum við
þá heild sem hann er, þ.e. skynsemi sína,
skap, ástríður og tilfinningar. Einungis
þannig getur manneskjan lifað til fulls og
náð því besta út úr sjálfri sér.
Lífið er skapandi verkefni
Ég tek undir með Platoni að til þess að
verða heill og hamingjusamur sé mikil-
vægast að byggja upp hugrekkið til þess að
lifa eins og maður sjálfur kýs, þora að fara
sína eigin leið hvað sem öðrum kann að
finnast. En ólíkt Platoni held ég að það sé
fjarri því einhlítt hvers konar lífsmáti leiði
til hamingju. Heimspekingurinn Immanuel
Kant segir á einum stað að hamingjan sé
22 HEILBRIGÐISMÁL 2/1995