Heilbrigðismál - 01.06.1995, Page 9

Heilbrigðismál - 01.06.1995, Page 9
Tómas Jónasson o. Blávatnið Til alls þrifnaðar þarf vatn; þess vegna er svo mikið undir því komið að auðvelt sé að ná í nóg vatn. í mörgum kaup- stöðum og sjávarþorpum er erfið vatnssókn og vatnsskortur ekki lítill þröskuldur á vegi allra þrifnaðarumbóta. En ekki er allt fengið þó að vatnið sé nógu mikið, það verður líka, heilsunnar vegna, að vera hreint og óskaðvænt og sem lúffengast. Besti svaladrykkur í heimi er vatn, blákalt vatn. Guömundur Björnsson landlæknir (f 1864, d. 1937). Eir, september 1899. Snemma beygist krókurinn Ásmundur bróðir hans (Bjarna Pálssonar land- læknis) tók blóðuppgang svo mikinn og oft, þá er þeir gengu í skóla, að ör- vænt var um líf hans og ekkert dugði sem reynt var, fann Bjarni upp á að gefa honum inn rjúpna- laufsseyði og græddi það hann að fullu. Sveinn Pálsson læknir (f 1762, d. 1840): Ævisaga Bjarna Pálssonar. Útg. 1944. Ekki annað Ég hef ekki lagst einn einasta dag og aldrei orð- ið misdægurt, það get ég ekki sagt. Ég hef einung- is lent í bílslysi fyrir nokkrum árum, og þá lá ég ellefu daga, þar af þrjá daga í roti ... Svo fékk ég heilabólgu þegar ég var drengur og mænuveiki fyrir fjórum árum og var heilt ár frá verki og má ekki vinna nema fimm tíma á dag. En annað er það ekki. Guðmundur Angantýsson mat- sveinn, "Lási kokkur" (f. 1901, d. 1985). MorgunblaðiÖ 1961. Spurt Börn og sól Er það rétt að ungum börnum sem eru mikið í sól sé hættara en öðrum við húðkrabbameini síðar á lífsleiðinni? Leitað var svara hjá Bárði Sigurgeirssyni húð- sjúkdómalækni. Tíðni sortuæxla í húð hefur aukist jafnt og þétt síðan farið var að skrá krabbamein fyrir hálfri öld. Engin önnur illkynja æxli aukast jafn hratt. Flest rök hníga að því að sólargeislarnir eigi stærstan þátt í þessari aukningu. Litarefnið í húðinni ver okkur gegn hættu á sortuæxlum. Þannig er tíðnin hærri í Noregi (fólk ljóst á hör- und) en á Italíu (fólk dökkt á hörund). Börn eru oft mjög við- kvæm fyrir sólinni og brenna auðveldlega. Þau hafa ekki enn náð að byggja upp litarefni og ónæmiskerfi þeirra getur ekki bætt fyrir skemmdir í húðfrumum sem verða við sólbruna. Svo virðist sem sólbruni og löng dvöl í sól geti haft í för með sér aukna hættu á myndun sortuæxla síðar á ævinni hjá börnum. Það er því ekki hægt að leggja of mikla áherslu á að gæta vel að börnum í sól, sérstaklega í svoköll- uðum sólarlandaferðum. Best er að vera ekki í sólinni þegar hún er sterkust (milli kl. 11 og 15) og verja viðkvæma líkamshluta með klæðn- aði. Þegar verið er við sundlaug eða á strönd er sólin enn sterkari vegna endurkasts. Fyrst í stað þarf að nota sterka sólarvörn á börn. Ágætt er að byrja með vörn nr. 12-15 (núm- erið gefur til kynna að við getum verið 12-15 sinnum lengur í sól en án sólarvarnar). Þegar barnið hefur vanist sól- inni eftir nokkra daga og er farið að taka lit má skipta í sólarvörn nr. 8 og að lokum, ef vel geng- ur, í vörn nr. 4. Á svæði sem eru viðkvæm, eða verða fyrir mikilli sól (andlit og bak), má halda áfram að nota sterkari sólarvörn. Kóladrykkir og nýting kalks Því hefur verið haldið fram að fosfór í kóla- drykkjum, og jafnvel koffein, dragi úr nýtingu kalks í fæðu þannig að hætta á beinþynningu aukist. Hvað er hæft í þessu? Leitað var svara hjá Gunnari Sigurðssyni yfir- lækni á lyflækningadeild Borgarspítalans. Ekki er mikið af fosfór í kóladrykkjum og það hefur því lítil áhrif á nýt- ingu kalks úr fæði. í kóladrykkjum er talsvert af koffeini en minna en í kaffi. Áhrif koffeins hafa aðallega verið rannsökuð sem hluti af kaffidrykkju meðal fullorðinna. Þessar rannsóknir benda til að veruleg kaffidrykkja hafi neikvæð áhrif á kalkbú- skapinn með því að auka útskilnað kalks í þvagi. Ef kalkneysla viðkom- andi einstaklings er ríku- leg hefur þetta engin áhrif en hefur aðallega áhrif á þá sem fá ekki nægilegt kalk úr fæðu og sérstaklega á þá sem reykja. Væntanlega hefur koffein í kóladrykkjum svipuð áhrif en magnið er mun minna og áhrifin því líklega óveruleg. Áhrif gosdrykkjaneyslu á kalk og beinbúskapinn eru aðallega óbein, þann- ig að mikil gosdrykkja- neysla leiðir oft til minni neyslu á mjólkurdrykkj- um. Manneldiskönnun Manneldisráðs Islands frá 1990 sýndi að tíunda hver íslensk stúlka á aldrinum 15-19 ára fékk minna en 600 mg af kalki í fæði daglega sem er verulega undir þeim mörkum sem æskileg eru talin (a.m.k. 800-1000 mg) og líkaminn og sérstak- lega beinin þurfa á þessu vaxtarskeiði. Margt bend- ir til að ónóg kalkneysla á vaxtarskeiðinu valdi meiri líkum á beinþynn- ingu á síðari hluta æv- innar og því má segja að óhófleg gosdrykkjaneysla í æsku sé óæskileg með tilliti til beinanna. HEILBRIGÐISMÁL 2/1995 9

x

Heilbrigðismál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.