Heilbrigðismál - 01.06.1995, Blaðsíða 23

Heilbrigðismál - 01.06.1995, Blaðsíða 23
hugsjón ímyndunaraflsins fremur en skyn- seminnar. I ljósi þeirrar hugsunar gætum við sagt að hæfileikinn til þess að lifa skap- andi lífi sé lykillinn að skynseminni. Gald- urinn er líkast til sá að gera sérhvert við- fangsefni að skapandi athöfn. Einungis þannig getum við unað glöð við hvers- dagslegt hlutskipti okkar sem einkennist af endurtekningu. Sú endurtekning kæfir menn oft í lífsleiða sem þeir reyna að kom- ast undan með stöðugum áformum um til- breytingu og upplyftingu. En sú leið mun aldrei duga. Höfuðverkefnið er að gera endurtekninguna sjálfa að heillandi áskor- un því að hún er lífið sjálft. Þetta verður ekki gert nema með því að ná þeirri sátt við sjálfan sig sem er forsenda þess að geta fagnað lífinu. Því sá sem er óánægður með sjálfan sig, segir Nietzsche á einum stað, er ávallt reiðubúinn að hefna sín, og við hin verðum fórnarlömb hans. Nietzsche gagnrýndi látlaust þá ham- ingjuleit sem felst í því að koma sér undan veruleikanum í afslöppun og hvíld, gjarn- an með hjálp vímuefna sem deyfa tilfinn- inguna fyrir sjálfum sér og öðrum. Hann dásamaði hins vegar þá lífsgleði sem felst í skapandi athöfn og kemur þá oft inn á stef sem minna á stóuspekina. Þar ber hæst hugmyndina um að beina kröftum sínum að líðandi stund og sóa ekki lífsorkunni í þætti sem við ráðum ekki yfir. í því sam- hengi nefnir hann gjarnan hugmyndina um barnið sem leggur sig af fullum heil- Hversdagslegt hlutskipti okk- ar einkennist af endurtekningu sem kæfir menn í lífsleiða sem þeir reyna að komast und- an með stöðug- um áformum um tilbreytingu og upplyftingu. Hamingjan er eins konar sátt við hlutskipti sitt í heild og sú sátt er líkast til óhugsandi nema mann- eskja sé heil í þeim skilningi að ekki sé mik- il ósamkvæmni milli þess sem hún gerir og þess sem hún þráir að vera. indum í leikinn og nýtur hans í kátri al- vöru. í ljósi þessa ættum við að líta þannig á lífið sjálft að þroski manns og hamingja sé í því fólgin að verða eins og barn. „Að verða eins og barn. Þar mætast Kristur og Nietzsche", segir Sigurður Nordal á einum stað. Lífsflótti eða lífsfylling En hin barnslega lífsafstaða á jafnan í vök að verjast. Raunveruleiki flestra er ríg- bundinn gildismati og tímaskyni afkasta- samfélagsins þar sem lífsgleði er fórnað fyrir stöðuga lífsbaráttu. Atakanlegt tákn um þennan veruleika er þegar foreldrar missa af uppeldi barna sinna vegna þess að þeir eru að borga af of stóru húsi sem er síðan ekki fullklárað fyrr er börnin eru far- in úr hreiðrinu. Þetta er aðeins eitt dæmi um það hvernig við láturn lífið líða hjá án þess að njóta þeirra samskipta sem við þó viðurkennum innst inni að gefi mesta lífs- fyllingu. Aðrir hafa lýst því hvernig þeir hafa nánast hætt að sjá liti í „grámyglu hversdagsins" af því að þeir hafa ekki gefið sér tíma til að staldra við og sjá litbrigði jarðar. Þessi litlausa lífssýn elur af sér þá hugsun að hamingjan leynist í einstökum sælustundum eða „happy hours" sem gefa mönnum færi á að flýja sjálfa sig og aðra. Slíkur lífsflótti á sér margvíslegar skýr- ingar en sú helsta er eflaust sú áð okkur skortir sálarfrið. Nú eru á boðstólum ýmsar leiðir til þess að jafnvægi komist á sálarlíf manna og þeir byggi líf sitt á gildismati sem veiti þeim lífsfyllingu. Sumar þessara leiða eru ekki annað en lífsflótti í annarri rnynd því að þær horfa framhjá þeirri ábyrgð sem hver manneskja ber á sínu eigin lífi. Þær hugmyndir sem ég hef reifað í þess- ari grein eru um margt ólíkar en rauði þráðurinn í þeim er sá að hver er sinnar gæfu smiður. Gæfusmiðurinn ræður ekki því efni sem hann fær, en hann er ábyrgur fyrir því hvað hann gerir úr því. Maður verður að spila eins vel og hægt er úr þeim spilum sem gefin eru. Það gerir rnaður best með því að móta sinn innri mann því ekkert utanaðkomandi getur gert mann hamingjusam- an. Þetta er hinn mikli lærdómur sem hin forna speki hefur enn að færa. Við sjáum því að þegar allt kemur til alls er gott sálar- ástand forsenda þess hugarástands sem hamingjan er. Dr. Vilhjálmur Árnason er dósent í heim- speki við Háskóla íslands. Áður hafa birst greinar eftir Imnn í Heilbrigðismáium um kostnað við heilbrigðisþjónustu (1/1993) og frelsi einstaklinga (2/1993). HEILBRIGÐISMAL 2/1995 23

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.