Heilbrigðismál - 01.06.1995, Blaðsíða 16

Heilbrigðismál - 01.06.1995, Blaðsíða 16
Systur eftir Asmund Sv< Minnkar líkamsrækt hættu á brjóstakrabbameini? Grein eftir Ingibjörgu Guðmundsdóttur og Kristínu Sigurðardóttur Það er ekki oft sem færi gefst á að segja frá einhverju jákvæðu þeg- ar krabbamein er annars vegar. Þó eru til undantekningar eins og kveikjan að þessari grein sannar. A fjörur okkar rak grein um samband milli reglubundinnar líkamsræktar og minni hættu á brjóstakrabba- meini. Við rekjum hér stuttlega efni greinarinnar og tveggja eldri greina um svipað efni og látum fylgja með nokkra fróðleiksmola um brjósta- krabbamein. Ár hvert greinast að meðaltali um 110 íslenskar konur með brjóstakrabbamein, þar af fimm til tíu sem eru yngri en fjörutíu ára og tuttugu til þrjátíu alls undir fimm- tugu. Með fræðslu, læknisskoðun- um og brjóstamyndatökum er reynt að greina sjúkdóminn fyrr en ella og bæta þar með lífslíkur. En for- varnir geta einnig miðað að því að koma í veg fyrir að sjúkdómur myndist. Til þess þarf að þekkja or- sakir sjúkdómsis. Hér er þekking í brotum sem á eftir að raða saman. Þekktir áhættuþættir brjósta- krabbameins tengjast flestir frjó- semis- og blæðingaskeiði konunn- ar. Lengt frjósemisskeið, barnleysi eða seinkun barneigna, minni brjóstagjöf og notkun hormóna er allt talið auka líkur á brjóstakrabba- meini. En þessir þættir eru jafn- framt staðreyndir í nútímaþjóðfé- lagi sem konur geta litlu um ráðið. Af öðrum áhættuþáttum má nefna ættgengi, neyslu dýrafitu, áfengis- notkun og jafnvel reykingar. Einnig beinast augu manna að hugsanlegu verndandi hlutverki A-vítamíns, C- vítamíns, D-vítamíns og E-víta- míns, trefjaríkrar fæðu og fleiri fæðuefna. Umhverfi okkar og lífshættir hafa hin síðari ár verið ofarlega á blaði í umræðunni um orsakir brjóstakrabbameins. Tíðni brjósta- krabbameins er mjög mismunandi eftir löndum og tróna Bandaríkin efst og Japan neðst en Norðurlönd- in eru þar mitt á milli. Þegar kona flytur í land þar sem tíðni brjósta- krabbameins er hærri en í heima- landi hennar verða dætur hennar í meiri hættu að fá krabbameinið og með tímanum verður áhættan svip- uð og hjá öðrum sem þar búa. Ástæðan er líklega sú að innflytj- andinn verður fyrir sömu umhverf- isáhrifum, tileinkar sér nýja lífs- hætti og breytt mataræði. Sem dæmi má nefna að vitað er að hismi og hrat sem við skiljum frá fæðu okkar hér á vesturlöndum flýtir fyrir útskilnaði kvenhormóna úr líkamanum og minnkar þannig magn þeirra í blóði. Síðustu ár er farið að tala um hreyfingarleysi sem sjálfstæðan áhættuþátt brjósta- krabbameins. Talið er að bæði fæða og hreyfing hafi veruleg áhrif á hormónabúskapinn. Sú vitneskja hefur verið fyrir hendi að brjóstakrabbamein er sjaldgæfara hjá miklum íþróttakon- Á annað hundrað íslenskar konur greinast ár hvert með brjósta- krabbamein. um en öðrum konum. En nú eru einnig farnar að birtast greinar þess efnis að „hófleg" íþróttaiðkun geti verndað gegn myndun brjósta- krabbameins síðar á ævinni. í september 1994 birtist áhuga- verð grein í tímaritinu The Journal of the National Cancer Institute. Þar segir frá aftursærri (retrospecti- ve) bandarískri rannsókn á stórum hópi ungra, hvítra kvenna í Los Angeles sem greindust með brjóstakrabbamein á árunum 1983- 89. Fundinn var samanburðarhóp- ur og voru 545 konur í hvorum hópi. Reynt var að fá yfirlit um hreyfingu og líkamsrækt þessara kvenna. Niðurstöðurnar sem feng- ust úr þessari rannsókn benda til að með reglubundinni og aukinni hreyfingu geti konur dregið veru- lega úr líkum á að fá brjóstakrabba- mein innan við fertugt. Spurt var um allar hugsanlegar gerðir hreyfingar og líkamsræktar: Sund, fimleika, frjálsar íþróttir, hópíþróttir, leikfimi, tennis, veggja- tennis, hlaup, skokk, göngur og dans. Reynt var að fá upplýsingar um alla þá líkamsrækt sem konurn- ar höfðu stundað frá bernsku og þar til rannsókn hófst. Niðurstöður voru skoðaðar í tengslum við þekkta áhættuþætti brjóstakrabba- meins. í ljós kom að líkur á brjósta- krabbameini stigminnkuðu með aukinni hreyfingu, óháð öðrum áhættuþáttum. Munurinn varð meiri og marktækari hjá þeim kon- um sem höfðu eignast barn eða börn. Niðurstaðan varð sú að öll hreyfing skili sér í minni líkum á brjóstakrabbameini síðar á ævinni og að pví meiri sem hreyfingin er því minni líkur séu á að fá brjóstakrabba- mein. Þegar líkamsræktin náði fjór- um klukkustundum á viku eða meira höfðu líkurnar á að fá brjóstakrabbamein minnkað um helming. Á undanförnum árum hafa birst nokkrar aðrar greinar um líkams- 16 heilbrigðismAl 2/1995

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.