Heilbrigðismál - 01.06.1995, Page 14

Heilbrigðismál - 01.06.1995, Page 14
sínu fyrir sýklalyfjum. Óhófleg notkun sýklalyfja á þar stærstan hlut að máli. Skulu hér nefndir tveir sýklar sem svo er háttað um. Annar sýkillinn er lungnabólgu- baktería (streptococcus pneumoni- ae) sem veldur oft og tíðum lungnabólgu, eyrnabólgu og stund- um heilahimnubólgu. Þessi bakter- ía hefur ávallt verið næm fyrir penisillíni. A undanförnum árum hefur penisillínónæmi breiðst hratt út og er nú svo komið að rúmlega 20% af öllum lungnabólgubakter- íum eru ónæmar fyrir penisillíni og af þeim eru meira en 80% ónæmar fyrir mörgum sýklalyfjum. Þetta lyfjaónæmi er einkum bundið við ákveðna gerð lungnabólgubakter- íunnar sem virðist eiga uppruna sinn að rekja til Spánar. Hinn sýkillinn er berklabakter- ían. Þótt lyfjaónæmar berklabakter- íur hafi verið þekktar frá því að lyf gegn berklum fundust hefur verið hægt að komast hjá vandanum með því að gefa fleiri en eitt berklalyf samtímis. Nú hefur það gerst, eink- um þar sem alnæmissmit er út- breitt, að berklar hafa breiðst út og í sumum tilvikum eru berklabakter- íurnar ónæmar fyrir öllum þekkt- um berklalyfjum. Hæfni örvera til að valda sjúkdómi hefur einnig breyst og má þar nefna venjulegar hálsbólgubakter- íur sem áður ollu skarlatssótt. A undanförnum áratug hefur borið á nýjum eiginleikum þessara baktería sem nú valda losti, nýrnabilun, nið- urgangi og húðflögnun. Þetta kunna að vera eiginleikar sem þessar bakteríur höfðu áður fyrr og eru nú að endurheimta. Þá hafa venjulegir saurgerlar öðlast nýja eiginleika sem virðast bundnir við iðnvædd þjóðfélög. Menn geta Hættur á næsta leiti Árið 1967 voru nokkrir apar fluttir frá Uganda til Marburg í Þýskalandi. Við komuna þangað sýktustu aparnir af torkennilegri veirusótt sem drap þá alla. Fjöldi starfsmanna sem hirti apana í Þýskalandi smitaðist og lést um Ebólaveiran varð mörgum að bana í Zaire fyrr á árinu. Ibú- amir urðu óttaslegnir, sem von var, og ráðstafanir vom gerðar til að hindra útbreiðslu veimnnar. fjórðungur þeirra. Fyrst í stað var talið að sjúkdómurinn væri land- lægur meðal apa í Uganda. Við eftirgrennslan kom í ljós að svo var ekki og ekki tókst að finna neinn annan hýsil Marburg-veir- unnar. Eftir þennan atburð hefur verið lýst nokkrum faröldrum í Mið-Afríku sem stafa af ná- skyldri veiru, kenndri við Ebóla, nú síðast vorið 1995. Fyrstu ein- kenni þessara sýkinga eru skyndileg vanlíðan, vöðvaverkir, liðverkir, höfuðverkur, hálssær- indi og hvarmabólga. Gangur sjúkdómsins er hraður og honum fylgja kviðverkir, niðurgangur, gula og blæðingar í húð og innri líffærum. Dánarorsök er að jafn- aði lost og er dánartíðni allt að 80%. Sértæk meðferð er óþekkt. Smit berst milli manna sem kom- ast í snertingu við mengað blóð eða aðra líkamsvessa. Það er einkum þrennt sem komið hefur í veg fyrir að faraldur hafi náð að breiðast út: Stuttur meðgöngu- tími sjúkdómsins (tveir til tíu dagar), há dánartíðni og smitleið veirunnar. Áhyggjuefni er ef veiran næði að berast frá manni til manns með úðasmiti (hósta og hnerra). Árið 1989 kom upp Ebólafarald- ur meðal apa sem fluttir voru frá Filipseyjum til Bandaríkjanna og var dánartíðni há. Talið var að aparnir hefðu smitað hver annan með úðasmiti, enda í aðskildum búrum. Reynslan frá Marburg hafði kennt mönnum að viðhafa smitgát í návist nýinnfluttra apa og ekki var um beina snertingu við apana að ræða. Því kom mjög á óvart að nokkrir apahirðar skyldu smitast, þó án þess að veikjast. Ef til vil var ástæðan sú að úðasmit hafi borist til mann- anna en í svo litlu magni að ekki varð úr sjúkdómur. Því er eins farið með Ebóla- veiruna eins og Marburgveiruna að náttúrulegur hýsill hefur aldrei fundist. Ljóst er þó að veir- an leynist í hitabeltinu víðar en í Mið-Afríku. Vonandi finnur veir- an aldrei greiðan farveg að mönnum. H.B. 14 HEILBRIGÐISMÁL 2/1995

x

Heilbrigðismál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.