Heilbrigðismál - 01.06.1995, Blaðsíða 15
Jóhannes Long
smitast af menguðu kjöti og veldur
smitið blæðandi ristilbólgu og
stundum nýrnabilun. Þessum eig-
inleika var fyrst lýst árið 1982 og er
talið að hann og möguleikar bakt-
eríanna til að komast inn í fæðu-
keðjuna tengist nútíma slátrunar-
háttum í iðnvæddum þjóðfélögum.
Nýjar örverur
Ljósasta dæmið um nýja sýkinga-
valda er alnæmisveiran sem veldur
hæggengri veirusýkingu. Þá eru í
lyfjaiðnaði nútímans notaðar örver-
ur sem eru í raun og veru nýjar þar
sem ýmsum erfðaeiginleikum
þeirra er breytt með því að tengja
við erfðaefni þeirra nýja erfðaþætti
sem stuðla að framleiðslu hormóna
og bóluefna. Með sama hætti mætti
hugsa sér að einhvers staðar væri
verið að breyta eðli örvera þannig
að nýta megi þær í hernaði.
Svonefndir óvenjulegir sýkinga-
valdar leiða til viðvarandi mið-
taugakerfissýkingar og sérstakrar
tegundar heilabólgu. I mönnum er
sjúkdómurinn þekktur undir nafn-
inu Creutzfeldt-Jakob eða Kuru og
í dýrum sem riða í sauðfé. Þessi
sjúkdómur hefur líka valdið ein-
kennum hjá nautgripum (naut-
Aukin ferðalög til fjarlægra landa
geta haft í för með sér lrættu á út-
breiðslu smitsjúkdóma, sem full
ástæða er til að huga að.
gripaæði, mad cow disease). Á ní-
unda áratugnum braust út slíkur
faraldur í breskum nautgripum. Nú
er ljóst að þessi faraldur magnaðist
upp þegar hræ nautgripa voru nýtt
í fæðu annarra nautgripa. Þegar
þessi fæðuhringur var rofinn fór
smám saman að draga úr naut-
gripaæðinu. Þetta minnir óneitan-
lega á smitleiðir Creutzfeldt-Jakob
sjúkdóms eða Kuru sem smitaðist
manna á meðal á Nýju Gíneu við
mannát. Ekki er ljóst hvaða smit-
efni er hér á ferðinni en helst hall-
ast menn að því að um sé að ræða
próteinhluta sem hefur ekki í sér
erfðaefni. Hefur þeirri hugmynd
verið fleygt að sjúkdómsvaldur
þessi, sem veldur m.a. útfellingum
í vefjum, sé eins og sjálfvaxandi
kristall. Vekur þetta óneitanlega
upp spurningu um það hvort dautt
efni geti verið lifandi þrátt fyrir allt.
Erfitt að spá
Öndunarfærasýkingar sem valda
alvarlegum veikindum og hárri
dánartíðni hafa löngum verið tald-
ar líklegastar til að ógna mannkyn-
inu. Það kom því verulega á óvart
að hæggeng veirusýking á borð við
alnæmi sem smitar með blóðblönd-
un og kynmökum skyldi ná al-
heimsútbreiðslu á innan við áratug.
Með ólíkindum er að alnæmi skuli
síðan ryðja öðrum sýkingum braut
eins og berklum sem smita með
öndunarfærasmiti. Þessi dæmi
sýna að ekki liggur alltaf í augum
uppi hvaða sjúkdómar verða okkur
skeinuhættir enda þótt vitað sé um
ýmsa hættulega sjúkdómsvalda
eins og Ebólaveiru einhvers staðar
úti í frumskóginum. Það er langt í
frá að þeir hafi allir látið til sín
taka.
Stórbættar samgöngur um heim
allan geta stuðlað að hraðri út-
breiðslu hættulegra farsótta. Á því
máli er hins vegar önnur hlið.
Mannkynið allt er að verða ein
heild. Minni líkur eru á að einhverj-
ir þjóðfélagshópar verði í lengri
tíma einangraðir. Við getum því öll
öðlast sömu sjúkdómsreynslu með
tímanum og þar með mótstöðu
gegn mörgum sóttum.
Ef mannkyninu á að takast að
bregðast við farsóttum framtíðar-
innar er alþjóðlegt samstarf um
smitsjúkdómagæslu og varnir gegn
smitsjúkdómum brýn nauðsyn. Við
íslendingar þurfum, ekki síður en
aðrir, að vera virkir þátttakendur í
slíku samstarfi.
Heimildir:
F. Fenner: Sociocultural changes and envir-
onmental diseases. í: Changing Disease Patt-
ems and Human Behaviour. Ritstj. N. F. Stan-
ley og R. A. Joske. London: Academic Press,
1980: 7-26.
F. L. Black: Modern isolated preagricultural
population as a source of information on
prehistoric epidemic patterns. í: Changing
Disease Patterns and Human Behaviour. Ritstj.
N. F. Stanley og R. A. Joske. London: Academ-
ic Press, 1980: 37-54.
J. B. Bates, W. W. Stead: The history of tu-
berculosis as a global epidemic. The Medical
Clinics of North America, 1993;77:1205-17.
Jón Steffensen: Menning og meinsemdir.
Bólusótt á íslandi. Reykjavík: ísafoldarprent-
smiðja, 1975: 275-319.
Sigurður Sigurðsson: Um berklaveiki á ís-
landi. Læknablaðið, 1975.
Sigurjón Jónsson: Sóttarfar og sjúkdómar á
íslandi 1400-1800. Bólusótt. Reykjavík: Hið ís-
lenska bókmenntafélag, 1944: 29-49.
W. H. McNeill: Plagues and People. New
York: Penguine Books, 1976.
W. H. McNeill: Migration patterns and in-
fection in traditional societies. í: Changing
Disease Patterns and Human Behaviour. Ritstj.
N. F. Stanley og R. A. Joske. London: Academ-
ic Press, 1980: 28-36.
Dr. Haraldur Briem læknir er sér-
fræðingur í smitsjúkdómum og yfir-
læknir smitsjúkdómadeildar Borgar-
spítalans. Hann hefur áður skrifað í
Heilbrigðismál, m.a um heilahimnu-
bólgu af völdum meningókokka (3-4/
1994) og lifrarbólgu (1/1995).
HEILBRIGÐISMÁL 2/1995 15