Heilbrigðismál - 01.06.1995, Blaðsíða 8

Heilbrigðismál - 01.06.1995, Blaðsíða 8
Sigþór H. Markússon o. Gamalt Líkamsvarnir og lífsafl Það þykir illa gert og óhyggilega að skemma áhöld sín og verkfæri. Þessari góðu reglu gleyma margir þegar um það verkfærið er að ræða sem dýrast er, haganleg- ast og þarfast. Sú hin haglega gerða vinnuvél sem vér köllum mann- legan líkama er, eins og búast má við, að ýmsu leyti kostameiri en dauð áhöld. Hún hefur þrek til að standa á móti og verj- ast ýmsum skaðlegum áhrifum. Hún er fær um að bæta sjálfa sig aftur að nokkru leyti ef hún bilar. Hún batnar að sumu leyti og styrkist við hóflega áreynslu. Ég hygg að alþýða manna muni geta haft nokkur not af því að gera sér þetta ljóst. Þeim mun betur sem hún þekkir hvílíkur kostagripur mannlegur líkami er, þeim mun betur vænti ég að hún skilji hve nauðsynlegt er að fara vel með hann. Guðmundur Magnússon prófessor (f 1863, d. 1924). Eir, júní 1899. Viðbjóður Er tóbak nytsamt eða óskaðvænt, eins og það er venjulega um hönd haft? Nei, öll tóbaks- nautn er hverjum manni skaðleg, hvort heldur er að tyggja það, reykja eða taka í nefið. Hverjar eru í stuttu máli illar afleiðingar tóbaksins? Það kemur óreglu á blóðrásina, rauðu blóðagnirnar rýrna, það veldur enn fremur hjartslætti, sinnis- sljóleik, blóðnösum, óró- legum svefni, illum draumum, spillir melt- ingunni, vekur bólgusár og tæringu. Er það hollt að vera í herbergi þar sem loftið er þrungið af tóbaksreyk og uppgufun af tóbakshrák- um? Nei, það er fjarska- lega óhollt og viðbjóðs- legt. Fræðslukver um vínanda og tóbak, eðli þeirra og skaðvæn áhrif á heilsu manna. Þórður J. Thoroddsen læknir o.fl. þýddu. ísafoldarprentsmiðja, 1897. Dýrmætt líf Ætti ekki lífið að verða þeim mun dýrmætara sem það styttist meir, síð- ustu forvöð að lifa og reyna ýmislegt sem enn er ólifað, og er þá ekki nær að horfa fram en aft- ur? Sigurður Nordal prófessor (f. 1886, d. 1974). Morgunblaðiö, 1957. Á minjasafninu í Görðum á Akranesi eru nokkrir munir sem tengjast lækningum, til dæmis þessi lyfjakista Hvað kemur hjartanu til að slá? Þegar vér íhugum allar hreyfingarnar í hinni frá- bæru vél sem vér nefn- um mannlegan líkama ... getur varla hjá því farið að í oss búi hulinn kraft- ur sem stýrir sérhverri hreyfingu og sem á hverri stundu lífsins vak- ir yfir oss. Á hverju kveldi leggj- um vér oss til svefns án þess að bera neinn kvíð- boga fyrir að hjartað hætti að slá og lungun hætti að anda á meðan vér sofum og ekkert vit- um af oss, og þó vitum vér ekki hvað kemur hjartanu til að slá og lungunum til að anda ... En hver er þessi frá- bæri huldi kraftur sem setur allt þetta í hreyf- ingu og viðheldur henni? Vér köllum það lífið en vitum þó ekki sem var í eigu Ólafs Finsen læknis, sem með- al annars er þekktur fyr- ir skelegga framgöngu í spönsku veikinni 1918. Skýringarmynd af hjarta, úr gamalli kennslubók. hvað lífið er; vér vitum aðeins að það er guðs gjöf og að í honum lifum vér, öndum vér og hrær- umst vér. Jónas Jónassen landlæknir (f. 1840, d. 1910). Um eðli og heilbrigði mannlegs Ukama, 1879. Að gæta að sjálfum sér Það er, því miður, og hefir lengstan aldur verið heimskuleg meining manna að einum mætti standa á sama hvernig öðrum liði, einkum ef hann var í öðru héraði eða annarri stétt ... En þessu er ekki þannig var- ið, sem betur fer, því ef svo væri þá væru öll boð kristinnar trúar um mannelsku og aðstoðar- semi ekki nema hégómi og eintómur misskilning- ur. Öll óregla og ógæfa bæði manna og þjóða er komin af því að menn hafa ekki gætt nema að sjálfum sér, og einmitt með því gætt allra síst að sjálfum sér. Jón Sigurðsson forseti (f. 1811, d. 1879). Ný fclagsrit, 1842. Um vanann Það gengur tregt að venja vonda náttúru á hið góða, hitt er létt að temja góða á hið vonda. Jón Vídalín biskup (f. 1666, d. 1720). Vídalínspostilla. 8 HEILBRIGÐISMÁL 2/1995

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.