Heilbrigðismál - 01.06.1995, Blaðsíða 34

Heilbrigðismál - 01.06.1995, Blaðsíða 34
Tómas J< Af stað Þriðji hver íslendingur er of feit- ur. Þetta hefur komið fram í rann- sóknum Hjartaverndar og Mann- eldisráðs. Skýringin er einföld: Fólk borðar of mikið og hreyfir sig ekki nóg. Lausnin byggir á báðum þess- um þáttum, eins og Gísli Einarsson læknir komst að orði í grein í Heil- brigðismálum fyrir nokkrum árum: „Til að ná varanlegum árangri við að ná af sér aukakílóum dugir ekki einungis að breyta mataræði. Fólk verður einnig að hreyfa sig meira en áður." Könnun sem Hagvangur gerði á síðasta ári fyrir Heilbrigðismál sýn- ir að fleiri stunduðu líkamsrækt reglulega þá heldur en fimm árum áður, eða fjórir af hverjum tíu full- orðnum samanborið við þrjá af hverjum tíu. En betur má ef duga skal. Ekki verður annað sagt en margir kostir bjóðist til heilbrigðrar hreyfingar, utan húss sem innan. Sem dæmi má nefna götuhlaup, sem njóta sífellt meiri vinsælda. Undanfarin sjö ár hefur Krabba- meinsfélagið staðið fyrir svonefndu Heilsuhlaupi í sumarbyrjun, bæði í Reykjavík og annars staðar á land- inu. Þegar hlaupinu var hleypt af stokkunum fyrir sjö árum var lítið vitað um hvort samband væri milli líkamsræktar og krabbameins en nú er það að koma sífellt betur í ljós. Ástæða er til að benda á grein sem birt er í þessu blaði um líkams- rækt og brjóstakrabbamein. Þar kemur fram að hægt er að draga verulega úr hættu á þessum sjúk- dómi með því að hreyfa sig reglu- lega. Nú er einnig farið að líta á hlaup sem leið til að losna frá reykingum. Sigurður Snævarr hagfræðingur hefur lýst reynslu sinni í blaða- grein: „Yfirgnæfandi meirihluti reykingamanna vill hætta að reykja, ég var einn af þeim og löngu búinn að gefa upp alla von. Ég er sannfærður um að ég hafi hlaupið frá vandanum. Ef ég væri ekki á hlaupum væri ég löngu byrj- aður að reykja á ný." Pétur Ingi Frantzson, sem hljóp heilt maraþon í sumar, sagði í útvarpsviðtali að þegar hann var að byrja að hlaupa fyrir þrem árum hefði hann komist að raun um að reykingar og hlaup færu ekki saman. Hann varð að velja á milli og ákvað að hætta að reykja vegna þess að það var auð- veldari kostur! En líkamsrækt er ekki aðeins fyr- ir þá sem eru of feitir eða reykja. Hún er góð fyrir alla. Sveinn Magn- ússon héraðslæknir sagði í blaða- grein í sumar: „Þeim fjölgar sífellt sem kunna að meta þá líkamlegu og andlegu upplyftingu og vellíð- an, sem rösk hreyfing skapar. Hæfi- leg áreynsla veitir aukinn þrótt og þrek og útiveran tilbreytingarík tengsl við mannlíf, bæjarlíf eða náttúru á þægilegan hátt." Fyrr á þessu ári voru birtar tvær merkar greinar í bandaríska lækna- tímaritinu JAMA um gildi hreyf- ingar. í febrúar var sagt frá víðtæk- um athugunum á áhrifum hóflegr- ar hreyfingar á heilsu og líðan. Niðurstaðan var sú að hægt væri að draga úr hættu á hjartasjúkdóm- um, beinþynningu, ristilkrabba- meini og fleiri sjúkdómum með því að reyna eitthvað á sig daglega. Áreynslan þarf ekki að vera mikil, gönguferðir, garðvinna og annað í þeim dúr gerir sitt gagn. Aðalatrið- ið er að velja sér íþrótt eða athöfn sem veitir ánægju því að þannig eru mestar líkur á að áreynslan verði óaðskiljanlegur hluti af dag- legu lífi. í maí voru birtar niðurstöður frá Harvard háskóla sem sýndu að þeir sem reyndu mest á sig voru í fjórðungi minni hættu á að deyja en þeir sem reyndu minnst á sig. Þetta er talið sýna ótvírætt að líkamsrækt sem stunduð er reglulega lengir líf- ið. Ávinningurinn virðist vera í réttu hlutfalli við það hve mikið er æft. Ekki er lengur til setunnar boðið, eins og stundum er sagt. Þeir sem láta sér annt um heilsuna ættu að hafa í huga að lítil hreyfing er betri en engin og að mikil hreyfing er betri en lítil. Það er aldrei of seint að fara af stað þó eftir meiru sé að sækjast ef byrjað er fyrr en seinna. í nýlegri rannsókn var sýnt fram á aukna færni aldraðra sem stunda einhverja líkamsrækt og fullyrt að betra væri að hreyfa sig í ruggustól en að hreyfa sig ekki! jónas Ragnarsson, ritstjóri. 34 HEILBRIGÐISMÁL 2/1995

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.