Heilbrigðismál - 01.06.1995, Blaðsíða 11

Heilbrigðismál - 01.06.1995, Blaðsíða 11
Pétur Brynjólfsson (Þjóðminjasafnið) öld eftir Krist. Verslunarleiðin lá um hið sjúkdómshrjáða og jafn- framt sjúkdómsreynda Indland og má leiða rök að því að þetta hafi valdið því að rómverska heims- veldið og Han keisaradæmið í Kína hrundu um svipað leyti. Margir telja að mislingar og bólusótt hafi átt þar stóran hlut að máli enda ný- ir sjúkdómar fyrir Evrópumenn og Kínverja. í annað skiptið tengdust afdrifa- ríkar farsóttir myndun heimsveldis Mongóla á þrettándu öld. Asía, frá Kyrrahafsströnd, tengdist Austur- Evrópu og Mið-Austurlöndum með Berklafaraldur rís og dvínar Berklar hafa að öllum líkind- um upprunalega borist til manna frá dýrum. Lengi vel voru berkl- ar staðbundnir og ollu ekki um- talsverðum usla. Fyrir um það bil fjögur hundruð árum varð breyt- ing á. í Vestur-Evrópu hófst þá mikill berklafaraldur í upphafi iðnvæðingar sem síðar breiddist út á mismunandi tímum til Am- eríku, Afríku og Asíu. Til íslands barst hann fyrst undir lok síð- ustu aldar. Reynslan sýnir að berklafar- aldur sem brýst út í samfélagi sem ekki hefur kynnst sjúk- dómnum áður nær hámarki á 50- 75 árum. Síðan dregur úr faraldr- inum smám saman en þó mun hægar en hann reis. í byrjun leggjast berklar eink- um á börn og ungt fólk, sjúk- dómurinn berst með blóði til margra líffæra og dánartíðni er há. Með tímanum á sér stað nátt- úrulegt úrval einstaklinga sem þola berklabakteríuna betur og lifa lengur með hana. Lungna- berklar verða áberandi. Að lok- um ber einkum á því að smitaðir menn veikist fyrst á efri árum ef þeir veikjast á annað borð. Er þá berklafaraldur að mestu genginn yfir. Hér á landi náði berklafarald- herflutninga- og verslunarleiðum sem opnuðu samtímis farveg fyrir bakteríu sem veldur svarta dauða og var landlæg meðal nagdýra í Suðaustur-Asíu. Svarti dauði barst til Evrópu á fjórtándu öld og er tal- ið að þriðjungur íbúa álfunnar hafi fallið í valinn vegna plágunnar. Drepsóttin hafði djúpstæð áhrif á menningar- og trúarlíf Evrópubúa og leiddi til siðaskipta og endur- reisnarhreyfinga. Þriðja hörmungin af þessum toga varð þegar Spánverjar fundu Am- eríku. Enn á ný voru það mislingar og bólusótt sem áttu sökina og Evr- urinn hámarki upp úr 1930. Framan af var ungbarnadauði af völdum berkla gífurlegur. Síðar dró smám saman úr dánartíðni barna og ungs fólks jafnframt því að hún jókst hlutfallslega hjá þeim sem voru komnir á efri ár. Þótt sóttvarnaraðgerðir gegn berklum og meðferð sjúkdóms- ins hafi haft mikla þýðingu við að vinna bug á faraldrinum skipti þó náttúrulegur gangur hans mestu fyrir hnignun hans. Um þessar mundir berast fregnir af því að berklar færist í aukana einkum meðal Austur-Evrópu- búa og íbúa margra þróunar- landa, þangað sem berklafarald- urinn barst tiltölulega seint. Því ópubúar báru með sér. Þessar far- sóttir tóku ómakið af spönsku her- mönnunum og brutu Indíánana á bak aftur með miklu mannfalli. Oftar en ekki hefur það verið hlut- skipti örveranna, en ekki vopn- anna, að fella andstæðingana. Veðurfnr er áhrifavaldur smitsjúk- dóma. Ferðist menn frá löndum með köldu eða tempruðu loftslagi til landa þar sem loftslag er heitara og rakara aukast líkur á því að verða fyrir hættulegum örverum, enda skilyrði öll betri fyrir sýkla þar. Fjölmörg dæmi eru um það að þegar herir stórvelda hafa flutt sig er hann þar víða enn virkur og sóttvarnir og meðferð ófullnægj- andi. Tíðir fólksflutningar frá þessum svæðum til Vestur-Evr- ópu og Norður-Ameríku geta leitt til þess að berklar komi aft- ur. Síðast en ekki síst hefur al- næmisfaraldurinn dregið mjög úr viðnámsþrótti gegn sýkingum sem greiðir m.a. götu berklasýk- inga, jafnvel meðal þeirra sem frá náttúrunnar hendi hefðu getað varist sýkingu. H.B. Berklasjúklingar í skýli við Víf- ilsstaðaspítala, en talið var að ferskt loft ynni á þessum illvíga sjúkdómi. HEILBRIGÐISMÁL 2/1995 11

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.