Heilbrigðismál - 01.06.1995, Blaðsíða 19

Heilbrigðismál - 01.06.1995, Blaðsíða 19
bresti þrek til þess að gera það sem skyn- semin býður. Við þetta fer sálin úr jafnvægi og ástríðurnar og skapið hlaupa með menn í gönur. Þetta segir Platon að sé sjúklegt ástand í sálinni og það getur aldrei leitt til velfarnaðar. Beitum skynseminni Farsæld manns er þess vegna háð því hvernig hann beitir skynsemi sinni. Það sem markar sérstöðu mannsins og gefur honum séreðli er hæfileikinn til þess að hugsa og breyta skynsamlega. Langanir okkar og hvatir eru í sjálfu sér blindar og hugsunarlausar og við þurfum alltaf að beita dómgreind okkar til þess að þær leiði okkur ekki í ógöngur. Þetta þekkir hver maður mætavel af eigin raun, ekki síst í tengslum við mataræði og annað sem teng- ist heilbrigði líkamans. Við vitum að það er okkur fyrir bestu að borða hollan mat og gæta hófs í mat og drykk og að taumleysi eða hirðuleysi í þeim efnum geta komið okkur í koll. Platon heldur því fram að hið sama eigi við um sálina og þar skiptir skapið eða sið- ferðisþrekið sköpum. Hann segir það vera rotvarnarefni sálarinnar því ef við látum stöðugt undan kröfum umhverfisins og hlýðum ekki okkar eigin rödd, þá spillist sálin og við verðum vansæl. Við eigum að breyta vel og réttlátlega vegna þess að það er okkur sjálfum fyrir bestu. Annars van- rækjum við sjálf okkur. í Ijósi þessa verður að skilja hina frægu hugsun Sókratesar að óréttvísi sé alltaf verst fyrir mann sjálfan. Hann myndi til dæmis halda því fram að það sé vont fyrir mann að beita rangindum með svipuðum hætti og óhófleg áfengisneysla manns er, þegar allt kemur til alls, verst fyrir hann sjálfan og því verri sem hann kemst lengur upp með hana. Vitanlega er það böl að vera beittur órétti, en að áliti Sókratesar er það enn meira böl að fremja ódæðisverk en þola það. Mér virðist að þessi hugsun lifi enn í hugmynd okkar um ógæfumann. Við segjum að maður hafi ratað í ógæfu þegar hann lifir þannig að hann veldur sjálfum sér og öðrum skaða. Og ef við stæðum frammi fyrir því óskemmtilega vali að brjóta á saklausum eða að þola órétt, hvort myndum við velja? Ræktun mannlegra eiginleikn Við sjáum af þessu að því fer víðs fjarri að hver og einn sé æðsti dómari um eigin velfarnað eða um það hvað stuðlar að hon- um. Mönnum getur einfaldlega skjátlast um þetta efni. Allir eiga þess kost að láta Til þess að hafa raunverulega ánægju af líf- inu verða menn að þroska dóm- greind sína sem segir þeim hvaða ánægja er varanleg og án illra eftir- kasta. Vilji menn auðga líf sitt er ráðlegra að draga úr óskum sínum fremur en að fullnægja fleiri löngun- um. Ekkert er líklega and- stæðara lífsstíl nútímans. Ekkert getur gert mann ham- ingjusaman ef sálin er ekki í sæmilegu jafn- vægi. sér farnast vel, en einungis með því að rannsaka líf sitt og leita svara við því hvaða líferni leiði til velfarnaðar. Sókrates taldi að sönn sjálfsþekking væri forsenda þess að menn nái skynsamlegum tökum á lífi sínu og temji sér þá hófsemi sem er kjarninn í listinni að lifa. Aristóteles kemur svipaðri hugsun til skila með því að segja farsældina felast í því að manneskjan nái að nýta möguleika sína og þroskast til fullnustu. Líkt og fræið hefur í sér fólginn vísi að fullþroska jurt, þannig býr hvert heilbrigt ungbarn yfir möguleika á því að verða fullveðja mann- eskja. Til þess að svo megi verða þarf barn- ið að búa við þroskavænleg skilyrði, og það er líka að verulegu leyti undir einstak- lingnum sjálfum komið hvort hann nýtir möguleika sína eða ekki. Þessi ræktun mannlegra eiginleika er lykillinn að lífs- hamingjunni, því hún felst í því að mann- eskjan nær öllu því besta út úr sjálfri sér og hún blómstrar. Hinn gullni meðalvegur Að mati Aristótelesar þurfum við að feta hinn gullna meðalveg til hamingjunnar. Hann segir það vera eðli þeirra hluta sem lúta að breytni að menn skemmi fyrir sér með öfgum. Þannig er hægt að skaða heils- una bæði með of mikilli og of lítilli þjálfun, en hæfileg þjálfun kallar fram styrkinn og viðheldur honum. Aristóteles kemst þann- ig að orði að dygðug breytni felist alltaf í HEILBRIGÐISMÁL 2/1995 19

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.