Heilbrigðismál - 01.06.1995, Blaðsíða 12

Heilbrigðismál - 01.06.1995, Blaðsíða 12
ísland sem kennslu- bókardæmi í hugum margra íslendinga er svarti dauði, eða plágan eins og hún var nefnd í fornum annálum og herjaði hér á landi í byrjun og lok fimmtándu aldar, mannskæð- ust allra sótta. Það er þó að öllum líkindum bólusótt sem fyrr á öldum hefur valdið miklu meiri skaða á íslandi en plágan þegar til lengri tíma er litið. Eftir að bólusótt barst til Evr- ópu á annarri og þriðju öld eftir Krist varð hún smám saman landlæg þar og breyttist í barna- sjúkdóm (vægari í ungum börn- um en þeim sem eldri voru) vegna þess að fólksfjöldinn var nægjanlega mikill til að viðhalda sjúkdómnum sem hafði einnar til þriggja vikna meðgöngutíma. Öðru máli gegndi á íslandi. Landið var tiltölulega einangrað og fólksfjöldinn náði aldrei því marki að bólusótt gæti orðið landlæg en hugsanlega hefði þurft um 300.000 manna samfé- lag til þess að svo mætti verða. íslenskir annálar geta fyrst um bólusótt árið 1240. Næsti faraldur gekk 1291. í Setbergsannál segir um hann: „Á þessu ári kom ból- an á ísland. Deyði úr þeirri bólu- sótt undramargt fólk af ungu fólki og fyrir innan fertugsaldur, svo í sumum sveitum eyddust bæir; sumum stöðum lifði einn maður." Lýsing þessi kemur heim og saman við það sem bú- ast mátti við. Liðin var nærri hálf öld frá því að fyrsti faraldurinn geisaði. Því hafa væntanlega flestir ef ekki allir sem voru und- ir fertugu verið óvarðir af mót- efnum, en þau endast alla ævi hjá þeim sem smitast og lifa sjúk- dóminn af. Mannfallið kom einn- ig heim við að dánartíðni sjúk- dómsins gat verið há eða 15-40%. Bólusóttin gekk síðan yfir landið tvisvar til þrisvar á öld. Á sextándu öld er talið að ból- an hafi gengið yfir landið fjórum sinnum, síðast 1670-1672, en hún var þá ekki mjög mannskæð, enda stutt frá því að síðasti far- aldur gekk yfir. Liðu nær fjörutíu ár þar til næsti faraldur gekk, 1707-1709. Nú brá svo við að í fyrsta sinn hafði ítarlegt manntal verið tekið á íslandi árið 1703 og að "bóludauðatal" var skráð í kjölfar "stóru bólu" eins og far- aldurinn var nefndur. Því feng- ust greinargóðar upplýsingar um skelfilegar afleiðingar þessa far- aldurs. Rúmlega fjórðungur þjóðarinnar lést. Alvarlegasta hlið þessa faraldurs, eins og væntanlega flestra bólusóttarfar- aldra sem gengið höfðu yfir landið, var aldur þeirra sem verst urðu úti. ítarlegar upplýs- ingar eru til um manndauða í Álftaneshreppi á tímabilinu 1. september til 27. nóvember 1707. Þar létust 5% barna á aldrinum 0-4 ára, 17% barna á aldrinum 5-9 ára, 21% þeirra sem voru 10-19 ára, um 35% þeirra sem voru 20- 49 ára en aðeins 5% þeirra sem voru eldri en 50 ára. Það voru því þeir sem héldu atvinnulífinu gangandi, drógu björg í bú, sem verst urðu úti. Enginn ástæða er til að ætla annað en að margir fyrri bólusóttarfaraldrar hafi ver- ið hlutfallslega jafn miklir skað- valdar. Árið 1802 var tekin upp kúa- bólusetning á íslandi en framan af skorti á að hún næði til allra barna á landinu enda fór svo að síðasti bólusóttarfaraldurinn barst til landsins 1839. Hann olli ekki neinum teljandi usla í sam- anburði við fyrri faraldra. Nú hefur ónæmisaðgerðum vegna bólusóttar verið hætt, enda hefur bólusótt verið útrýmt í heimin- um. Ekki er að efa að bólusótt hef- ur haft gífurleg áhrif á þróun ís- lensku þjóðarinnar og lengst af hafa áhrif hennar og annarra far- sótta, verið vanmetin af þeim sem fjallað hafa um íslandssög- una. Er til dæmis hugsanlegt að bólusóttin hafi átt ríkan þátt í endalokum þjóðveldisins á þrett- ándu öld með því að draga svo úr viðnámsþrótti þjóðarinnar að henni var nauðsynlegt að tryggja aðdrætti til landsins með sátt- mála við útlent vald? H.B. Kúabólusetning var tekin upp hér á Iandi með kansellíbréfi 30. mars 1802 en varð ekki almenn fyrr en eftir útgáfu konunglegr- ar tilskipunar árið 1810. 12 HEILBRIGÐISMÁL 2/1995

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.