Heilbrigðismál - 01.06.1995, Blaðsíða 21

Heilbrigðismál - 01.06.1995, Blaðsíða 21
Þeirri skoðun er stöðugt hald- ið að fólki að hamingjan velti á því að svala sem flestum löngunum og markvisst er stefnt að því að búa til nýjar langanir. Þetta deyfir sýn okk- ar á mikilvægi hinnar líðandi stundar. Það er mannin- um eiginlegt að hafa áhyggjur af sjálfum sér í þeim skilningi að hann lætur sig líf sitt varða. að sætta okkur við það sem að höndum ber. Allar okkar skapraunir stafa af því að við reynum að stjórna því sem við ráðum ekki við, og með því að eyða orkunni í hið óviðráðanlega missum við stjórn á því eina sem við höfum vald á, en það er okkar eig- in líðan og sálarró. Ein alþekkt leið að þessu markmiði er að venja sig á að líta á björtu hliðarnar fremur en að dvelja við áhyggjuefnin. Það leiðir af kenningu Epiktets að allt böl er huglægt og við eigum að geta sneitt hjá því með réttri þjálfun og dómgreind. Við þurfum að hætta að sækjast eftir fyrir- bærum sem við ráðum litlu um, svo sem fé og frama, og beina löngunum okkar að æskilegum fyrirbærum sem við getum stjórnað, svo sem nægjusemi og sálarfriði. Að sama skapi ættum við að hætta að beina andúð okkar að fyrirbærum eins og dauða og veikindum, sem ekki eru á okkar valdi, og reyna fremur að forðast ótta, reiði og önnur óæskileg viðbrögð sem koma okkur úr jafnvægi en velta á okkur sjálfum. Takist manni þetta mun hann aldrei mæta vonbrigðum og vansæld en það útheimtir mikla ögun og sjálfsþekkingu. Stóuspekin virðist höfða ákaflega vel til nútímans á margan hátt. Það einkennir ef til vill ekki síst stöðu vestrænna manna í nútímanum að þeir hafa sveigt veruleikann undir tæknivald sitt, en eiga oft í mestu örðugleikum með að bera ábyrgð á sjálfum sér. Við erum umkringd hvers konar lífs- þægindum og gleðigjöfum en finnum ekki þann sálarfrið sem við þörfnumst. Það er því áreiðanlega engin tilviljun að nútíma- sálfræðingar eru farnir að sækja í sjóð manna eins og Epiktets til þess að auð- velda hrjáðum nútímamanninum að frelsa sjálfan sig úr viðjum vondra lífshátta. Nú eða aldrei Af stóískri hugsun má draga ýmsar ályktanir sem auðvelda mönnum að ná tökum á tilveru sinni. Ein hin mikilvægasta þeirra varðar „tímanleika" mannsins. Þar eð við ráðum hvorki yfir því liðna né hinu óorðna, þá ættum við ekki að hafa áhyggj- ur af því heldur beina orku okkar og at- hygli að líðandi stund, „láta hverjum degi nægja sína þjáningu", eins og Kristur orð- aði þessa lífsreglu. Eitt meginböl nútíma- manna, tímabundinna í erli dagsins, er eins konar frestun á hamingjunni; hún er alltaf fyrir handan næsta horn. Ekki í dag, held- ur á morgun, eða hinn þegar ég verð búinn að þessu eða hinu. Þá fyrst verður gaman. Þess vegna er mjög þarft að minna á þá hugsun að eina gleðistundin sem okkur er örugglega gefin er hér og nú, andartakið sem við lifum og hrærumst í hverju sinni. Það er athyglisvert hve margir hugsuðir hafa lagt áherslu á mikilvægi þess að geta notið líðandi stundar. Við höfum það reyndar oft til marks um ábyrgðarleysi manns að hann „lifi bara fyrir líðandi stund" og skeyti ekkert um áhrif þess á aðra eða fyrir framtíð sína. Það virðist því vera hægt að „lifa í núinu" á tvenns konar máta. Annars vegar á óábyrgan hátt sem einangrar augnablikið frá öðrum tímavídd- um og sker þannig á allar skuldbindingar. Þetta er lífsmáti flysjungsins eða fagurker- ans, sem Soren Kierkegaard kallaði svo, og taldi að væri vís vegur til leiðinda og ör- væntingar, því slíkur maður siglir alltaf á yfirborði hlutanna og nær hvorki að tengj- ast sjálfum sér né öðrum. Þegar menn aftur á móti lifa ábyrgir í andránni gefa þeir sig alla í það sem þeir taka sér fyrir hendur en flýja ekki af hólmi á vit einberra vona eða endurminninga. Þetta er á engan hátt í andstöðu við það að búa £ haginn fyrir framtíðina eða að standa við skuldbinding- ar; höfuðatriðið er að gera sér grein fyrir takmörkum þess sem maður getur gert hér og nú og takast á við það. Það er ljóst að nútímalífshættir ala tölu- vert á óánægju fólks. Fólk sem kann að slappa af og njóta lífsins fellur ekki vel inn í afkastasamfélagið. „Honum féll aldrei verk úr hendi" er óskaáritun margra á bautasteininn. Neyslu- og markaðssamfé- HEILBRIGÐISMÁL 2/1995 21

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.