Heilbrigðismál - 01.06.1995, Blaðsíða 20

Heilbrigðismál - 01.06.1995, Blaðsíða 20
Tómas Jór því að rata meðalhófið milli tveggja öfga, sem báðar eru lestir. Þannig er hugrekkið meðalhóf á milli ragmennsku og fífl- dirfsku, og gjafmildin meðalhóf á milli nísku og eyðslusemi. Sérstaklega þurfa menn að fara vel með allar lífsnautnir, en jafnframt er það vísbending um skapgerð manna af hverju þeir hafa ánægju. Aristó- teles telur að ánægja eigi ekki að vera markmið manna, heldur komi hún sem eðlilegur fylgifiskur allra góðra verka og fullkomni þau. Ánægja er ávallt mikilvæg- ur þáttur í farsældinni því sá sem lifir vel er ánægður með sjálfan sig og það er sú ánægja sem ræður úrslitum um hamingj- una. Varanleg ánægja Gagnstætt þessu hélt Epíkúr því fram að ánægjan væru hin æðstu gæði og að mann- inum væri eðlilegt að sækjast eftir henni. En til þess að hafa raunverulega ánægju af lífinu verða menn að þroska dómgreind sína sem segir þeim hvaða ánægja er var- anleg og án illra eftirkasta. Epíkúr býður því ekki upp í neitt ánægjusvall við stund- lega græðgi og losta, heldur segir hann hið góða líf felast í hófsamlegri og heilsusam- legri svölun langana og ræktun skyn- seminnar. Best er að koma sér þannig fyrir að geta lokað sig af frá skarkala heimsins og njóta líkamlegra og andlegra nautna í góðra vina hópi. Epíkúr greindi á milli náttúrulegra lang- Með því að eyða orkunnií hið óviðráðan- lega missum við stjórn á því eina sem við höfum vald á, en það er okkar eigin líðan og sálarró. Eitt meginböl nútímamanna er frestun á hamingjunni; hún er alltaf fyrir handan næsta horn. Eina gleði- stundin sem okkur er örugg- lega gefin er hér og nú, and- artakið sem við lifum og hrær- umst í hverju sinni. ana og tilbúinna. Með náttúrlegum löngun- um á hann við þær sem nauðsynlegt er að fullnægja til þess að manneskjan haldi lík- amlegri heilsu og andlegu jafnvægi. Þótt Epíkúr álíti að andlegar nautnir séu bæði hreinni og varanlegri en líkamlegar, þá fer hann ekki í grafgötur um það að. góð melt- ing og maganautn sé undirrót allrar vellíð- unar. Meðal tilbúinna langana telur hann eftirsókn eftir auði og frægð, ásamt skemmtanafíkn og valdagræðgi. Slíkar langanir eru ekki einungis ónauðsynlegar, , heldur skaða þær heilsu manna og raska sálarró þeirra. Til að ná þeirri ró kenndi Epíkúr að menn skyldu keppa að því að hafa sem fæstar langanir, því með því móti gætu þeir best forðast þann sársauka er fylgir ófullnægðum löngunum. Vilji menn auðga líf sitt er ráðlegra að draga úr óskum sínum fremur en að fullnægja fleiri löngun- um. Ekkert er líklega andstæðara lífsstíl nútímans. Það leiðir af afstöðu Epíkúringa að í hamingjuleitinni sé vænlegast að einbeita sér að sínum innri manni og reiða sig ekki á veraldargengið. En Aristóteles hafði bent á að til þess að farnast vel í lífinu dugi ekki alltaf þessir innri þættir því ef allt lífið er manni mótdrægt er varla hægt að segja að hann sé farsæll. Hér er komin skýringin á því hve hamingjuhugtakið er tengt hug- myndum um heppni eða lánsemi. „Gæfan fylgi þér", segjum við og vitum að hún er oft komin undir margvíslegum þáttum sem við ráðum litlu um. Hér er um að ræða þætti eins og heilsufar, afkomu, barnalán og veraldargengi yfirleitt. Þetta eru óneitanlega mikilvægir þættir en ef þessari hugsun er fylgt of langt eftir fara menn að trúa því að hamingja þeirra sé al- gerlega undirorpin þessum ytri skilyrðum. Það kann ekki góðri lukku að stýra því þá gleymast þau grunnsannindi að ekkert get- ur gert mann hamingjusaman ef sálin er ekki í sæmilegu jafnvægi. Lykill að lífshamingju Engir ganga þó lengra í því að hafna hin- um ytri skilyrðum hamingjunnar en stóu- spekingar. Ég kýs að staldra hér við hug- myndir Epiktets en bók hans Hver er sinnar gæfu smiður hefur verið þýdd á íslensku. Epiktet telur að lykillinn að listinni að lifa sé sá að kunna að greina á milli þess sem er undir okkur komið og hins sem er ekki á okkar valdi. Menn þurfi að átta sig á því að allir ytri atburðir gerist af nauðsyn og þeir ráði engu nema viðbrögðum sínum við þeim. Við þurfum því öðru fremur að temja okkur æðruleysi og hugarró til þess 20 HEILBRIGÐISMÁL 2/1995

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.