Heilbrigðismál - 01.06.1995, Blaðsíða 27
Flokkun krabbameins í
blöðmhálskirtli eftir útbreiðslu
Stig A: Finnst við skurðaðgerð á blöðru-
hálskirtli vegna góðkynja stækkunnar.
Þreifing kirtilsins er eðlileg.
Stig B: Finnst við þreifingu á kirtlinum
en er innan hans.
Stig C: Er vaxið út fyrir kirtilinn.
Stig D: Hefur dreift sér til eitla eða beina.
til greiningar þrátt fyrir að viðkom-
andi hafi engin einkenni og þreif-
ing kirtilsins geti jafnvel verið eðli-
leg. Ekki er ljóst hverjar horfur
þessara einstaklinga eru en taka
verður tillit til þess hversu hátt
mæligildið er og hvert útlit krabba-
meinsfrumanna er. í ofangreindum
tilvikum (stig A og B) er talað um
staðbundinn sjúkdóm, að því til-
skyldu að frekari útbreiðsla hafi
verið útilokuð.
Með útbreiddum sjúkdómi getur
annars vegar verið átt við að
krabbameinið hafi vaxið út fyrir
mörk kirtilsins (stig C) eða nái til
grindarholseitla eða beina (stig D).
I þessum tilvikum gagnar lítið að
beita staðbundinni meðferð og er
þá gjarnan gripið til hormónameð-
ferðar. Bíða má með meðferðina
Þegar krabbamein greinist í
blöðruhálskirtli ræðst meðferð af
útbreiðslu æxlisins en einnig er
höfð hliðsjón af aldri og heilsu
sjúklings. Kirtillinn (merktur með
ör) er neðan við þvagblöðruna og
umlykur þvagrásina.
Algengar spumingar um
krabbamein í blöðmhálskirtli
Hver eru einkennin? Ef
krabbameinið er bundið við
kirtilinn veldur það sjaldnast
einkennum og greinist gjarnan
við þreifingu á kirtlinum, vegna
blóðrannsókna eða ef það finnst
fyrir tilviljun við skurðaðgerð á
blöðruhálskirtli vegna góðkynja
stækkunnar. Breytingar á þvag-
látum, svo sem þvagtregða eða
tíð þvaglát, geta komið fram en
stafa oftast af góðkynja sjúk-
dómum í blöðruhálskirtli.
Krabbamein sem er útbreitt get-
ur valdið m.a. beinverkjum,
megrun og slappleika.
Hverjir eru áhættuþættirnir?
Tíðnin eykst með þækkandi
aldri en meðalaldur við grein-
ingu er um 74 ár. Hjá tíunda
hverjum er krabbameinið ætt-
lægt. Áhættan getur tvöfaldast
til fjórfaldast ef faðir eða bróðir
hefur krabbameinið og er jafn-
vel enn meiri ef fleiri en einn
nákominn ættingi hefur meinið.
íslenskar rannsóknir hafa bent
til tengsla krabbameins í
blöðruhálskirtli hjá körlum og
brjóstakrabbameins og eggja-
stokkakrabbameins hjá konum.
Neysla dýrafitu og kjöts er talin
auka hættu á að fá sjúkdóminn.
Hvernig er krabbameinið
greint? Tekið er sýni úr blöðru-
hálskirtlinum með lítilli nál og
venjulega farið í gegnum enda-
þarmirtn. Greiningin er síðan
byggð á smásjárskoðun sýnisins
og einnig er hægt að meta útlit
(gráðu) æxlisins. Góðkynja útlit
krabbameinsfrumanna gefur
vonir um hægari vöxt en ill-
kynja útlit bendir til hraðari
vaxtar. Þegar greiningin liggur
fyrir er útbreiðslan (stig sjúk-
dómsins) metin með blóðrann-
sóknum, sneiðmyndatöku og
ísótóparannsókn af beinum.
Hvaða blóðrannsóknir eru
gerðar? Á síðustu árum er farið
að nota rannsóknaraðferðir sem
eru mun næmari en fyrri að-
ferðir og líklegra er en áður að
finna sjúkdóminn á lægri stig-
um. Leitað er að eggjahvítuefni
sem nefnist Prostate Specific
Antigen (PSA) og myndast nær
undantekningarlaust í blöðru-
hálskirtlinum. Þrátt fyrir að
mæligildin séu hærri en venju-
lega ef um krabbamein er að
ræða geta þau einnig hækkað
við góðkynja stækkun á kirtlin-
um og við sýkingar eða bólgur.
Hækkun á mæligildum milli ára
er oft hjálpleg til að greina
krabbamein frá góðkynja sjúk-
dómum.
Hvaða meðferð stendur til
boða? Hún fer eftir útbreiðslu
sjúkdómsins og heilsu og aldri
sjúklings. Hjá manni yfir sjötugt
með staðbundinn sjúkdóm
kemur sterklega til greina að
bíða með meðferð og veita hana
einungis ef sjúkdómurinn verð-
ur skæðari. Lækning felst annað
hvort í brottnámi kirtilsins eða
geislameðferð. Ef sjúkdómurinn
hefur náð að dreifa sér er horm-
ónameðferð beitt. Þá er karl-
kynshormónið testósterón (sem
krabbameinsfrumurnar þarfnast
venjulega til vaxtar og viðhalds)
fjarlægt úr blóðinu. Dugi sú
meðferð ekki þarf stundum að
gefa krabbameinslyf.
Hvenær og hversu oft á að
fara í skoðun? Þetta er umdeilt.
Margir norrænir læknar halda
því fram að ekki eigi að skoða
eða rannsaka einkennalausa
menn vegna krabbameins í
blöðruhálskirtli þar sem ekki
hafi verið sýnt fram á ávinning
af meðhöndlun á staðbundnum
sjúkdómi. Bandaríska krabba-
meinsfélagið mælir hins vegar
með þreifingu um endarþarm
og PSA-blóðrannsókn árlega
eftir fimmtugt og jafnvel fyrr ef
krabbameinið er í ættinni.
E. ].
HEILBRIGÐISMÁL 2/1995 27