Heilbrigðismál - 01.06.1995, Page 31

Heilbrigðismál - 01.06.1995, Page 31
Tómas Jónasson Banaslysum í umferðinni fækkar Betra ástand hér en í flestum löndum Evrópu Dánartíðni úr umferðarslysum hér á landi hefur á síðustu tuttugu árum lækkað um helming meðal kvenna og um rúman fjórðung meðal karla, samkvæmt nýjum út- reikningum sem byggðir eru á dán- artölum frá Hagstofunni. Er þá tek- ið tillit til fjölgunar íbúa á þessu tímabili og stuðst við svokallaða aldursstaðlaða tíðni. Árin 1971-75 var dánartíðni meðal kvenna að meðaltali 7,4 á ári miðað við 100.000 en var árin 1991-93 komin í 3,7. Hliðstæðar tölur fyrir karla eru 16,7 og 12,3. Þetta er sérstaklega at- hyglisvert í ljósi þess að á sama tíma hefur bílafjöldinn tvöfaldast. Svo virðist sem dauðsföllum hafi fækkað mest í yngstu aldurshópun- um. Þá benda dánartölur til þess að minna sé um það en áður að bana- slys stafi af því að ökumenn missi stjórn á ökutækjum, sem velta þá út af vegum. Island kemur vel út í samanburði við aðrar þjóðir, samkvæmt gögn- um frá Álþjóða heilbrigðismála- stofnuninni. Þar erum við í fimmta sæti af nær þrjátíu þjóðum í Evr- ópu og fáar þjóðir í öðrum heims- álfum standa sig betur. Ef tekið er tillit til bílafjölda verður saman- burðurinn ennþá hagstæðari fyrir okkur. Sem dæmi má nefna að í Portúgal eru helmingi færri bílar en hér en banaslysin samt þrefalt fleiri, hvort tveggja miðað við íbúa- fjölda. Þegar litið er til þróunarinnar í öðrum löndum síðasta áratuginn má sjá að ástandið hefur batnað einna mest í Ástralíu, sem hefur verið framarlega í umferðarörygg- ismálum. Lítil breyting hefur orðið í Svíþjóð, Finnlandi og Frakklandi en ástandið hefur versnað á Spáni og í Ungverjalandi, svo að dæmi séu tekin. Á undanförnum árum hafa ýms- ar ráðstafanir verið gerðar til að draga úr slysum í umferðinni hér á landi og nægir þar að nefna notkun bílbelta og ökuljósa. Enn er hægt að gera betur. Rannsóknir sýna að loftpúðar í bílum minnka líkur á banaslysum um fjórðung. Þá má gera ráðstafanir til að auka notkun reiðhjólahjálma, fækka undanþág- um frá bílbeltaskyldu og reyna að draga úr ökuhraða. Dánartíðni í nokkrum löndum Evrópu Miðað við 100.000 manns. World Health Statistics Annual 1993. Karlar Konur Noregur 9,4 4,4 Bretland 10,7 3,8 Svíþjóð 10,7 5,0 Holland 11,1 3,9 fsland 12,3 3,7 Finnland 14,2 6,3 Danmörk 14,5 4,7 Þýskaland 19,0 6,2 Austurríki 20,2 6,6 Ítalía 21,1 5,8 Frakkland 22,7 7,6 Belgía 24,9 8,7 Spánn 28,6 8,0 Grikkland 30,5 8,3 Portúgal 40,7 9,8 Litháen 44,5 12,2 Lettland 60,4 14,1 14 ára og yngri 15-24 ára Breytingar á dánartíðni Miðað við 100.000 manns. Karlar Konur 1971-75 15,7 7,4 1976-80 15,8 6,1 1981-85 13,4 5,2 1986-90 13,2 7,0 1991-93 12,3 3,7 25 39 a i a 40 64 ara 65 eldn a ra Aldur þeirra sem látast í umferðinni Meðalfjöldi á ári, 1984-1993. 14 ára og yngri 3 15-24 ára 8 25-39 ára 5 40-64 ára 4 65 ára og eldri 5 25 HEILBRIQÐISMÁL 2/1995 31

x

Heilbrigðismál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.