Heilbrigðismál - 01.06.1995, Blaðsíða 33

Heilbrigðismál - 01.06.1995, Blaðsíða 33
Jóhannes Long Minna reykt á meðgöngu Grein eftir Reyni Tómas Geirsson, Elísabetu A. Helgadóttur og Lindu B. Helgadóttur Reykingar kvenna á meðgöngu hafa verið vaxandi áhyggjuefni eft- ir því sem þekking hefur aukist á áhrifum sígarettureyks á frjósemi, starfsemi fylgju, súrefnismettun og vöxt fósturs og vöxt og viðgang ungbarna. Konur sem reykja missa oftar fóstur snemma á meðgöngu og börnin fæðast um einni mörk minni að meðaltali en börn þeirra mæðra sem ekki reykja.1 Það eru mikilvægustu vefirnir á borð við vöðva, bein, heila og ýmis innri líf- færi sem verða léttari, en fituvefir ná svipaðri þyngd og hjá börnum annarra.2 Ef konan hættir að reykja á fyrri hluta meðgöngu (fyrir sex- tándu viku) eða áður en mesti vaxt- artími fósturs byrjar virðast áhrif á þyngd barnanna minni. Þó börnin nái öðrum börnum hvað þyngd varðar þegar frá líður eiga börn frá heimilum þar sem reykt er mun oftar við eyrnabólgur og öndunar- færasjúkdóma að stríða. Heilbrigðisstarfsfólk hefur því mikilvægu hlutverki að gegna við að reyna að draga úr reykingum þungaðra kvenna. Þær eru flestar tiltölulega ungar (meðalaldur mæðra á íslandi er 27-28 ár) og oft tilbúnar til að hætta að reykja á meðgöngu vegna hins ófædda barns síns. Tilraunir til að draga úr reykingum bera því oft árangurv’ Reykingar meðal þungaðra kvenna á Landspítalanum voru kannaðar árið 1987 og þá reyndust 34% reykja á meðgöngu, þar af 27% daglega, en meiri hluti þeirra sem reyktu höfðu minnkað reykingarn- ar.4 Yngstu mæðurnar reyktu minna en þær eldri. Rúmlega 15% kvenna hættu reykingum meðan þær reyndu að verða þungaðar og 14% hættu að reykja á meðgöng- unni. Þriðja hver verðandi móðir sem talað var við hafði aldrei reykt. Önnur athugun á reykingum kvenna í þungun, sem gerð var tveim árum áður á Landspítalan- um, sýndi svipað hlutfall kvenna sem reyktu á meðgöngu (32%). Þetta var líkt því sem var á sama tímabili annars staðar á Norðurlöndunum og á Bretlandseyjum. Hlutfallslega fleiri breskar, norskar og danskar konur reyktu, en aðeins færri finnskar og sænskar. I Svíþjóð hef- ur konum sem reykja á meðgöngu fækkað hlutfallslega á síðustu árum. Haustið 1993 var gerð ný könnun á reykingum meðal kvenna á með- göngu í tengslum við athugun á vinnu og vinnuforföllum hjá kon- um sem fætt höfðu á Kvennadeild Landspítalans.5 Alls tóku 407 konur þátt í athuguninni. Af þeim fæddu 206 í september og 201 í nóvember. Konurnar svöruðu spurningalista tveim dögum eftir fæðinguna þar sem spurt var hvort þær reyktu og sögðust þá 34 konur í september- hópnum reykja (16%). Miðað við fyrri vitneskju um reykingar þung- aðra kvenna hér á landi þótti þessi tala lág og tók sennilega aðeins til reykinga í kringum fæðinguna eða strax eftir hana. Konurnar í nóv- emberhópnum voru því spurðar nokkru ítarlegar um reykingar. Sögðust þá 29% hafa reykt einhvem tímann á meðgöngunni, en aðeins 9,5% sögðust enn reykja þegar þær voru spurðar tveim dögum eftir fæðinguna. Þetta benti til að tvær af hverjum þrem konum sem reyktu á meðgöngunni hefðu verið hættar þegar kom að fæðingu eða þegar bamið var komið í heiminn. Um 19% kvenna sem voru að fæða sitt fyrsta barn reyktu og 24% annarra mæðra. Meðal kvenna sem voru 20 ára og yngri reyktu níu við lok meðgöngu (22,5%), í aldurs- flokknum 21-25 ára reyktu 32 (35,5%), af 26-30 ára konum reyktu aðeins 23 (18%), meðal 31-35 ára kvenna 24 (25,5%) og átta konur 36 ára og eldri sögðust reykja (18,5%). Því virðist sem þriðja hver til fimmta hver kona reyki á með- göngunni nú í stað þriðjungs í fyrri könnunum og margar hætta eða reyna að hætta þegar barnið fæðist. Færri konur á síðari frjósemiskeið- um virtust reykja á árinu 1993 mið- að við árið 1987. Heldur virðist því sem dregið hafi úr reykingum meðal þungaðra kvenna á síðustu sjö til átta árum, þó líklega muni sumar þeirra sem hætta reykingum á tímanum kring- um fæðinguna byrja að reykja aftur. Sá reyklausi tími sem vinnst hlýtúr þó að vera bæði móður og barni til gagns. Áróður gegn reykingum, bæði almennt í þjóðfélaginu og af hálfu heilbrigðisstarfsfólks í mæðravernd, á eflaust þátt í þess- ari jákvæðu breytingu. Heimildir: 1. N. B. Fredrichson, H. Gilljam: Smoking and reproduction. Acta Obstet Gynecol Scand 1992;71:580-592. 2. N. J. Secher, J. Hjortdal, V. Hjortdal: Smoking affects fetal growth selectively. Acta Obstet Gynecol Scand 1990;1990;69:469-471. 3. A. Valbo, G. Nylander: Smoking cessation in pregnancy. Acta Obstet Gynecol Scand 1994;73:215-219. 4. Gígja Sveinsdóttir, Sigurbjörg Ólafsdóttir, Reynir Tómas Geirsson: Reykingar íslenskra kvenna á meðgöngu. Læknablaðið 1990;76:111- 115. 5. Elísabet A. Helgadóttir, Linda B. Helga- dóttir, Reynir Tómas Geirsson: Vinna og vinnuforföll í meðgöngu. Læknablaðið 1995;81:385-391. Reynir Tómas Geirsson dr. med. er prófessor við Læknadeild Háskóla ís- lands og forstöðumaður Kvennadeildar Landspítalans. Elísabet A. Helgadóttir og Linda B. Helgadóttir eru aðstoðar- læknar á KvennadcUd Landspítalans. HEILBRIGÐISMÁL 2/1995 33

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.