Heilbrigðismál - 01.06.1995, Blaðsíða 29

Heilbrigðismál - 01.06.1995, Blaðsíða 29
líkt og gert er við konur vegna brjósta- og leghálskrabbameins. Ekki er talið réttlætanlegt, enn sem komið er, að leita að þessu krabba- meini hjá einkennalausum körlum. Kemur hér aðallega til þrennt. í fyrsta lagi kemur blöðruháls- kirtilskrabbamein oftast fram hjá mjög fullorðnum karlmönnum og ekki víst að greining þess í tíma lengdi eða bætti líf þeirra enda um marga aðra sjúkdóma að ræða sem geta orðið fyrri til að valda ein- kennum eða dauða. Geta má þess að meðalaldur íslenskra karla við greiningu blöðruhálskirtilskrabba- meins er um 74 ár en meðalaldur kvenna við greiningu legháls- krabbameins er innan við 50 ár. í öðru lagi má gera ráð fyrir að með hópleit greindust einstaklingar með krabbamein sem annars hefðu aldrei fundist né haft einkenni. Þessi hópur þarf því ekki á meðferð að halda. í þriðja lagi halda margir læknar því fram að sú staðbundna meðferð ^ sem í boði er sé ekki nægjanlega 2 góð til að lækna sjúkdóminn eða 1 lengja líf og hafi í för með sér of s. marga fylgikvilla og skerðingu á Lífshorfur hafa batnað Hundraðshlutfall þeirra sem greinst hafa með krabbamein í blöðruhálskirtli og eru á lífi eftir 1 og 5 ár. 2 ár 5 ár 1956-1965 56% 24% 1966-1975 63% 32% 1976-1985 78% 38% 1986-1990 84% lífsgæðum. Allt eru þetta gild rök og mikilvægt að ákvörðun liggi fyr- ir, áður en haldið er af stað í hóp- leit, hvaða meðferð eigi að beita finnist krabbameinið og einnig hvort sú meðferð komi til með að hindra ótímanbæran dauða af völd- um meinsins. Árvekni þörf Læknar eiga yfirleitt ekki í erfið- leikum með að greina sjúkdóminn en hins vegar er erfitt að spá fyrir hverjir þeirra sem greinast með staðbundinn sjúkdóm fá einkenni síðar á ævinni eða deyja úr sjúk- dómnum. Nýjustu rannsóknir miða meðal annars að því að finna betri spágildi og rýna betur í starfsemi krabbameinsfrumanna við grein- ingu, með von um að svarið leynist þar. Ef beita á hóprannsókn yrði væntanlega leitað að krabbamein- inu hjá körlum á aldrinum 50-70 ára og jafnvel fyrr ef ættarsaga er fyrir hendi. Enda þótt hóprannsókn sé ekki talin fýsileg er sjálfsagt fyrir karl- menn að leita til læknis ef einkenni eru frá þvagfærum og einnig ef ná- kominn ættingi hefur krabbamein í blöðruhálskirtli. Einkennalausir karlmenn geta að sjálfsögðu leitað læknis, að eigin frumkvæði, til að láta skoða sig og rannsaka með til- liti til krabbameinsins. Þeir ættu þó að hafa í huga áður en leitin hefst hvað ákvarðanir þarf að taka grein- ist sjúkdómurinn hjá þeim. Ef sjúk- dómurinn er staðbundinn stendur valið á milli reglubundins eftirlits, geislameðferðar eða skurðaðgerðar. Geislameðferð og skurðaðgerð geta haft veruleg áhrif á lífsgæði og þó svo niðurstaðan verði, eftir grein- Tengsl við fæðu? Tíðni krabbameins í blöðruhálskirtli er lág hjá japönskum karlmönnum en þar í landi er neysla dýrafitu lítil. Flytjist Japanir hins veg- ar til Bandaríkjanna (þar sem neysla dýrafitu er mikil) eykst tíðni sjúkdómsins verulega í niðjum þeirra. Hugsanlegt er að skýringa sé ekki eingöngu að leita í neyslu á dýrafitu því að sojaprótein, sem er mikil- vægur þáttur í fæðu í Asíu- löndum, hefur hugsanlega verndandi áhrif. Á þingi þvagfæraskurð- lækna sem haldið var í Bandaríkjunum í vor kom fram að nú er verið að rann- saka áhrif vítamína og snefil- efna á myndun krabbameins í blöðruhálskirtli. Einkum er athyglinni beint að A-víta- míni og selen. Hægt hefur verið að hægja á æxlisvexti í dýrum, sem sýkt hafa verið af krabbameini í blöðru- hálskirtli, með því að setja þau á fitusnautt fæði. Það er því ýmislegt sem bendir til þess að með því að neyta fitusnauðrar og víta- mínríkrar fæðu geti karl- menn minnkað líkurnar á því að fá blöðruhálskirtils- krabbamein og jafnvel hægt á vexti sjúkdómsins ef hann er til staðar. E. /. HEILBRIGÐISMÁL 2/1995 29

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.