Heilbrigðismál - 01.09.2006, Page 21
BLÁBER RÍK AF
HOLLUSTUEFNUM
Villt bláber er sú tegund
ávaxta sem hefur að geyma
mest af andoxunarefnum, sem
talin eru geta bætt heilsuna og
dregið úr líkum á krabbameini
og öðrum sjúkdómum. Frá
þessu er sagt íjúlíhefti
tímaritsins Health.
Þar kemur fram að í villtum
bláberjum eru 13 mælieiningar
af andoxunarefnum, gildið fyrir
ræktuð bláber og trönuber er 9,
brómber 8, jarðarber og
hindber 6 og epli 4-6. Áður
hefur verið sýnt fram á að dökk
vínber eru rík af þessum
mikilvægu efnum.
HJÁLÆKNINGAR
VINSÆLAR
Meira en fjórði hver danskur
krabbameinssjúklingur hefur
nýtt sér óhefðbundna meðferð
eða hjálækningar. Þetta kemur
fram í viðamikilli rannsókn sem
Danska krabbameinsfélagið
hefur gert og birt var í maí.
Sjúklingarnir gera þetta i þvi
skyni að styrkja mótstöðuafl
sitt, auka lífskraft sinn og
Hfsgæði. Tveir af hverjum
þremur telja sig hafa haft gagn
af þessari meðferð.
ÓBEINAR REYK-
INGAR ALDREI
SKAÐLAUSAR
I skýrslu bandaríska land-
læknisins, Richard H. Carmona,
sem birt var í lok júní, er sagt
fullsannað að óbeinar reykingar
séu mjög skaðlegar heilsu fólks
°g að til þeirra megi ár hvert
rekja tugi þúsunda ótímabærra
dauðsfalla Bandaríkjamanna
sem ekki reykja. Hann segir að
skipting í reyklaus svæði og
reyksvæði veiti ekki næga vörn
°9 að reyklaust umhverfi sé
e'na lausnin.
Hundruð rannsókna sýna að
dbeinar reykingar eru hættu-
legri en áður var talið. Dvöl í
reykmettuðu lofti er alltaf
skaðleg og eykur hættu á
hjartasjúkdómum og krabba-
meini. Áætlaður fjöldi dauðs-
falla úr þessum sjúkdómum þar
í landi er nálægt fimmtíu
þúsundum. Að mati landlækn-
isins eru börn i sérstakri hættu
og meðal annars er vöggudauði
tengdur reykingum foreldra.
Hann telur mikilvægt að heimili
verði algjörlega reyklaus.
Á síðustu árum hefur mikið
dregið úr mengun vegna
óbeinna reykinga vestanhafs og
er talið að það hafi bjargað
miklu. Enn verður þó meirihluti
Bandaríkjamanna fyrir tóbaks-
reyk frá öðrum, ýmist á
vinnustöðum, heimilum eða í
lokuðum rýmum á öðrum
stöðum.
LÍKAMSRÆKT
FYRIR BÖRN?
Hvað er hægt að gera til þess
að ung börn hlaupi ekki í spik?
Eitt er að gæta að mataræðinu,
annað að láta þau hreyfa sig
nóg og enn annað að velja
leikföng með þetta í huga.
Vísindamenn við háskóla (
Indiana í Bandaríkjunum telja
sig hafa sýnt fram á að þung
leikföng eru betri en létt til að
halda börnum í formi, auka
brennsluna og styrkja hjarta og
vöðva. Ef þetta reynist rétt er
fundin einföld leið til að tvinna
saman leik og líkamlegt atgervi.
OFFITAN SKAPAR
ÝMIS VANDAMÁL
Erlendir fréttamiðlar fjölluðu
mikið um það í júlí að vaxandi
þyngd Vesturlandabúa eykur
ekki aðeins hættu á sjúkdómum
og dauðsföllum heldurskapar
hún einnig ýmis vandamál,
meðal annars fyrir heilbrigðis-
þjónustuna.
Sem dæmi má nefna að
myndgreiningartæki eru ekki
byggð fyrir mjög þunga
sjúklinga og þykkt fitulag gerir
sjúkdómsgreiningu erfiða og
ónákvæma. Þá eru sjúkrahús
farin að taka í notkun sjúkrarúm
sem þola þyngri sjúklinga en
áður og útfararþjónustur hafa
einnig þurft að bregðast við
þyngri og umfangsmeiri
viðskiptavinum.
TÓBAKSSALA
HEFUR MINNKAÐ
UM HELMING
Sala á tóbaki á slðasta ári var
um 1500 grömm á hvern
fullorðinn (slending, en hafði
verið rúm 3000 grömm þegar
hún var mest, árið 1984. Þessa
miklu lækkun má meðal annars
rekja til þess að á árunum eftir
1984 var löggjöf um tóbaks-
varnir hert verulega og var hún
um tíma talin ein sú harðasta í
heimi.
Á þessum rúmu tuttugu
árum hefur sala á reyktóbaki
(píputóbaki) minnkað um 84%,
vindlasala um 66%, sígarettu-
sala um 47% og neftóbakssala
um 30%.
Hlutfall reykingamanna
meðal fullorðinna íbúa hefur
einnig minnkað um helming á
sama tíma. Það var um 40%
fyrir 20 árum en er nú um 20%.
REYKINGABANN
Á NÆSTA ÁRI
Breytingar á tóbaksvarna-
lögum, sem meðal annars
banna reykingar á veitinga- og
skemmtistöðum, voru sam-
þykktar á Alþingi í byrjun júní
með 42 atkvæðum gegn 3.
Lagatextinn er svohljóðandi:
„Tóbaksreykingar eru óheimilar
í þjónusturými stofnana,
fyrirtækja og félagasamtaka,
svo sem á veitinga- og skemmti-
stöðum og þar sem menningar-
og félagsstarfsemi fer fram,
þ.m.t. íþrótta- og tómstunda-
starf. Sama gildir um tilsvarandi
svæði utan húss séu þau ekki
nægilega opin til að tryggja
viðunandi loftstreymi." Lögin
koma til framkvæmda 1. júní
2007.
Þegar frumvarpið var til
meðferðar á Alþingi fékk
Krabbameinsfélagið það til
umsagnar. í umsögn félagsins
sagði meðal annars: „Það hefur
verið baráttumál krabbameins-
samtakanna ( meira en hálfa öld
að draga úr skaðsemi tóbaks-
reykinga með öllum tiltækum
ráðum. Félagið hefurfyrir löngu
bent á mikilvægi þess að
reykingar verði bannaðar á
veitinga- og skemmtistöðum og
styður því eindregið hugmyndir
heilbrigðisráðherra samkvæmt
frumvarpinu. Mikilvægt er að
ísland fylgi fordæmi margra
nágrannaríkja okkar í þessum
efnum."
BRÚNI LITURINN
GETUR VERIÐ
DÝRKEYPTUR
í nokkrum borgum í
Bandaríkjunum hefur börnum
yngri en 16 ára verið bannað að
fara í Ijós og ungt fólk á
aldrinum frá 16 til 18 ára þarf
skriflegt leyfi frá foreldrum. Frá
þessu er sagt á fréttavef ABC í
ágúst.
Ástæðan er einfaldlega sú að
mikil notkun Ijósabekkja, ekki
síst á unglingsárum, eykur
hættu á sortuæxlum í húð.
Þeim sem vilja endilega verða
brúnir er bent á brúnkukrem.
Samkvæmt upplýsingum frá
Krabbameinsskrá Krabbameins-
félags íslands greinast að
meðaltali um 50 manns á ári
hér á landi með sortuæxli í húð,
um 50 með önnur húðæxli og
rúmlega 200 manns með
svonefnd grunnfrumuæxli í
húð. Tíðni húðæxla í heild hefur
tvöfaldast á síðustu tíu árum.
NAUÐSYNLEGT
AÐ SLAKA Á
UM HELGAR
Niðurstöður rannsóknar
finnskra vísindamanna benda til
þess að þeir sem nýta ekki
helgarfríin til að hvíla sig eftir
vinnuvikuna séu f meiri hættu
en aðrir að deyja úr sjúkdómum
þar sem streita er áhættuþáttur,
svo sem hjartasjúkdómum og
jafnvel krabbameini.
I frétt Reuters um rannsókn-
ina, sem kynnt var í júní, var
vakin athygli á nauðsyn þess að
nota helgarnartil að „hlaða
batteríin" á ný með þvi að hvílast
vel, í stað þess að stunda drykkju
eða annað sem fer illa með
andlega og líkamlega heilsu
fólks.
21