Samtíðin - 01.11.1934, Blaðsíða 5

Samtíðin - 01.11.1934, Blaðsíða 5
SAMTÍÐIN Skömmu eftir að ísland lenti undir valdi Norðmanna skildi með tungunum, og síðan hafa Norður- landatungurnar verið fjórar; hér er ekki talin finskan, vegna þess, að sú tunga er af alt öðrum má!- stofni en hinar aðrar Norðurlanda. tungur. Rétt upp úr því, eða 1397, tókst Margréti Valdimars- dóttur Danadrotningu að sameina öll Norðurlönd undir sína krúnu. Að nafninu til voru þau ekki sam- einuð í eitt ríki, heldur var svo kallað, að þau væri sjálfstæð. Það var þó ekki nema nafnið eitt, því að Danir höfðu yfirtökin, og reyndist sambandið ekki hentara en það, að það splundraðist 1523, er Svíþjóð gekk undan. Hafði það þá staðið með mestu harmkvæl- um í 126 ár, og höfðu engvir un- að sambandinu nema Danir, sem í’éðu þar löguni og lofum. Noreg- ur og Island urðu eftir það enn í sambandi við Danmörku um skeið og undu illa sínum hag, því að þeim var stjórnað sem hverj- um öðrum lýðlendum, enaa reyndu þau eftir mætti að ná sjálfstæði sínu. Noregi tókst að komast undan Danmörku 1814 og uá sjálfstæði sínu að miklu leyti, en lenti þó þá í konungssambandi við Svíþjóð, en kunni því aldrei og tókst að brjótast undan því 1905 og hefir verið alsjálfstætt ríki síðan. Island var enn í sam- bandi við Danmörku fram til 1918, en náði þá sjálfstæði sínu að fullu, og er nú og allir vita í uppsegjanlegu konungssam- bandi við Dani, og má því segja, að ríkjaskipun sé nú hin sama á Noi’ðurlöndum, að því er til þess- ara ríkja kemur, eins og var fyrir 1262. Þess ber enn að geta, að um mörg hundruð ár, og alveg fram á 18. öld, voru Danir og Svíar í sífelldum ófriði hvorir við aðra og vegnaði ýmsum betur. Þetta lítilfjörlega yfirlit er al- ment mjög lærdómsríkt, því að það sýnir, að ríkjaskipun annars- vegar og þjóðemi og tunga hin3- vegar er alveg óskilt hvað öðru, og að frændsemi og menningar- samband þegna er ekki nægileg undirstaða undir sameiginlegu ríki. En sérstaklega er það mjög lærdómsríkt að því er til Norður- landa sjálfra tekur, því að það sýnir glögglega og sannar, að samvinna Norðurlandaríkjanna getur með engu móti bygst á sameiginlegu stjórnarfari eða einni ríkisheild, því að það hefir kostað Norðurlandaþjóðrnar alda- strit og baráttu, að skilja ríkin sundur aftur eftir að þau mistök höfðu orðið, að ríkin voru samein- uð. Það er því jafnframt sýnt og sannað, að pólitískt samstarf milli ríkjanna getur aðeins verið mjög takmarkað og hlýtur að byggjast á fullkomnu sjálfstæði og fullveldi hvers einstaks rík- i is. Þess verður hér að geta, að í- byrjun aldarinnar, sem leið, slædd- í ist Finnland inn í hóp Norður- 3

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.