Samtíðin - 01.11.1934, Blaðsíða 7

Samtíðin - 01.11.1934, Blaðsíða 7
S AMTÍÐIN til mála, að Svíakonungur tæki við ríkjum i Danmörku að Frið- i’iki VII. látnum, því að með hon- um var karlleggur Aldinborgar- ættar aldauða. Það þurfti eftir að alt þetta hafði ekki dug- að meira en lítið til þess, að samvinna gæti tekizt, enda var það ekki minna en heil heims- j styrjöld, er varð til þess að koma á pólitísku samstarfi milli Norð- urlandaríkjanna. Þá reið Norður- landaríkjunum, eins og öðrum smáríkjum, hvað mest á því, að halda uppi hlutleysi sínu, en þar var heldur örðugt um vik, því ófriðarþjóðirnar neyttu allra bragða til þess að draga þær inn í iðuna með sér. Þótti Norður- landaríkjunum þá styrkur að því að hafa samflot um þessi efni og fleiri skyld mál, og um haustið 1914 gáfu þær út sameiginlega tilkvnningu þeim viðvíkjandi, og til frekari áréttingar og auðsýnd- ár um samvinnu ríkjanna héldu konungar þeirra opinberan fund með sér sama ár um veturinn í Málmey í Svíþjóð og þrem árum síðar annan fund í Osló. Þar var gerð eftirfarandi yfirlýsing: „Vegna þess, hvað líkar tilfinn- ingar ríkja í löndunum þrem, eru stjórnirnar sammála urn að lýsa því yfir, að hvað löng sem heims- styrjöldin kann að verða, og hvaða hætti sem hún kynni að taka upp frekar, þá mun vináttu og trúnaðarsambandi ríkjanna þriggja verða viðhaldið". En jafnvel þótt stjórnmálasam- vinnan væri ekki meiri en þetta, — að reyna að halda friði um Norðurlönd, var viðhorfið til þessa einfalda máls oft svo gei’- ólíkt í þessum löndum, að það kostaði æi’na fvrirhöfn að sam- rýma það svo, að það gæti leitt til sameiginlegra athafna. Það var reynt að víkka þessa sam- vinnu svo, að hún einnig næði til landa utan Norðurlanda, til dæmis 5

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.