Samtíðin - 01.11.1934, Blaðsíða 21

Samtíðin - 01.11.1934, Blaðsíða 21
SAMTÍÐIN kenda hljóð, sem1 fylgir síðum og feldum pilsum, það hljóðnaði og dó út í fjarlægð, en lágt marr í hjörum og hurð, sem féll að staf gaf til kynna að starfinu væri ekki lokið. Mér var heldur ekki grun- laust um, að gamla konan 'væri oftar á ferli en á daginn. Lágt þruskhljóð af og til í næturkyrð- inni benti ótvírætt í þá átt, hæg- ur þytur, veikt marr og svo stein- hljóð. Þannig gekk það alla tíð. En svo var það einn síðari hluta dags, þegar ég kom heim, að húsið stóð galopið. Ég stað- næmdist undrandi og ætlaði varla að trúa mínum eigin augum. Op- in hurð út á götu. Hér var áreið- anlega ekki alt með feldu. Ég komst líka von bráðar að raun um það. Niður stigann kom lágur, þéttvaxinn máður með litla hand- tösku. Ég sá strax að þetta var læknir Það var eitthvað í lát- bragði hans og öllu útliti, sem benti ótvírætt á það. „Hefir nokkuð komið fyrir?“ sagði ég og lyfti húfunni ofur- lítið í áttina til mannsins. Hann leit fyrst á mig eins og ég væri dálítið grunsamleg per- sóna. „Hún er dáin, gamla konan?“ sagði hann blátt áfram og hélt leiðar sinnar. Ég stóð á tröppunum og glápti á eftir honum, en hann leit ekki við. Ég fór inn í húsið og lofaði hurðinni að standa opinni. Fyrst var ég að hugsa um að loka henni, en svo hætti ég við þáð. Mér fanst loftið hálf þungt, fuggulyktin virtist ennþá sterk- ari þarna í fordyrinu en vánalega og mér daít svona ósjálfrátt í hug hvort hún væri kanske ekki blandin nálykt. — Svo fór eg upp í herbergið mitt, en hafðist þar stutt við. Ég var líka hálf- órólegur, af því ég hafði ekki lokað útidyrahurðinni — — og hún í herberginu hinumegin við ganginn. Svo flýtti ég mér niður og út og lokaði vandlega á eftir mér. Ég kom ekki heim fyr en seint um kveldið. Nú var útidyrahurð- in lokuð, en hurðin í ganginum stóð í hálfa gátt. Það hafði víst sjaldan komið fyrir áður. Ég lok- aði henni, svo kveikti ég ljósið og þá sá ég að hurðin á fata- skápnum stóð líka opin. Ég flýtti mér að loka henni, mér fanst þetta hugsunarleysi ganga van- helgun næst — — og hún, sem var rétt dáin. Svo fór ég ihn í herbergið mitt og háttaði. Ég held ég hafi varla verið búinn að festa blund og þó hefir það hlotið að vera, því að það næsta sem ég vissi, var að hún stóð í dyrunum. Ég heyrði fyrst þennan lága skrjáfkenda þyt, svo var ýtt þéttingsfast á hurðina að utan svo hún hrökk opin, — og þar stóð hún í dyrunum. Ég ldptist við. Ekki af því að sjá hana 1Ö

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.