Samtíðin - 01.11.1934, Blaðsíða 31

Samtíðin - 01.11.1934, Blaðsíða 31
 sviði og hrópaði aðrahvora sek- úndu: hlustið á! svo að við gát- um yfirleitt ekkert heyrt. Pegar hann loksins þagnaði, heyrðum við að einhver gekk um gólf uppi á loftinu og blístraði „Synir Noregs“ í ákafa. Rétt á eftir byrjaði hann á „An der schönen, blauen Donau“. — Það er þó bót í máli, að hann er ekki alltaf með sama lag- ið, sagði Hartvig. Sagedahl leit ekki við honum. — Bara að ég vissi, hvað þrjót- urinn heitir, sagði hann og leit \onskulega í áttina til símans. — Þér verðið að fara upp til hans, fröken Mörk. Þér getið borið þessum dánumanni kveðju mína, og sagt honum, að það búi fleira fólk en hann hér í húsinu og það vilji hafa frið til að vinna — hér — í stuttu máli — Hann þagnaði skyndilega eins og til þess að sækja í sig veðrið. Fröken Syversen spurði með hun- angsbrosi, hvort ekki væri rétt- ast að loka gluggunum, það væri ekki orðið svo hlýtt í marsmánuði. Sagedahl tók til að hnerra eins og vitfirringur, en hafði þó rænu á að banda mér til dyranna, svo að mér var nauðugur einn kostur að rölta af stað. Fimmta hæð var öðru vísi inn- réttuð en sú fjórða, en ég gekk rakleitt á hljóðið. B. Randers lög- maður stóð á hurðarskiltinu. Hann var byrjaður á nýju lagi. Nú var það finski hersöngurinn. 1 1 SAMTÍÐIN Ég herti upp hugann og barði að dyrum. Músikin hætti á augabragði og listamaðurinn hentist í sæti sitt með þeim ofsahraða, að það stóð beinlínis strokan út um skráar- gatið. — Kom inn! var kallað í fyrirmannlegum róm. Ég opnaði dyrnar. Við skrifborðið sat ungur mað- ur. Hann sneri bakinu að dyrun- um og var niðursokinn í skjöl, sem lágu fyrir framan hann á borðinu. Eftir góða stund reif hann sig upp frá starfinu og leit upp. Hann roðnaði eins og skóla- stelpa og hentist á fætur. Þetta var náunginn, sem hafði látist vera Petter Bjöm. — Hvað er að tarna! hrópaði hann hálfvandræðalegur, þegar n esta fátið var afstaðið. — Þetta var óvænt ánægja! Hann færði sig hikandi í áttina til mín. — Má ekki bjóða yður sæti. Hann dró fram tréstól, sem var eitt af þeim fáu húsgögnum, sem inni var. Svo breyttist framkoma hans skyndilega, og hann leit djarf- mannlega á mig. — Eruð þér reið? Reið ? Mér var ekki fyllilega ljóst, hvernig tilfinningum mín- um var háttað. Og til þess að komast hjá svari, sagði ég: Ai'- sakið, eruð þér Randers lögmað- ur? Þér gætuð víst ekld hjálpað mér til að klófesta bíræfinn svik- ara? Honum létti auðsjáanlega, og 29

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.